Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019
J
arðskjálftar gætu virst eitthvað uppnæmir
fyrir þjóðhátíðardögum. Allstór skjálfti varð
í Kaliforníu 4. júlí (6,4) og fannst hann víða
en olli þó litlu tjóni og ekki manntjóni svo
vitað sé. En óhug vakti hann auðvitað enda
eru íbúar í þessu ríki Bandaríkjanna meðvit-
aðir um skjálfta allt frá „stóra skjálftanum“
frá 1906 (7,8) og öðrum, t.d. skjálftanum 1989 þegar
63 létust og tæplega 4.000 slösuðust.
Þekking eykst hratt og sýnir
að við vitum svo lítið
Vísindamenn nútímans vita sífellt meira um eðli, or-
sök og tímasetningu jarðskjálfta og hvar þeirra sé
helst von. Og hið manngerða umhverfi hefur víða ver-
ið lagað að þessum þekktu hættum svo að tiltölulega
stórir skjálftar sem áður léku fjölmenn byggðarlög
mjög illa valda mun minna tjóni nú. Yfirborðsþekking
leikmanns réttlætir ekki önnur skrif en vænta má frá
slíkum. En við vitum öll að fræðimenn þekkja helstu
hættusvæði vel og geta ýtt undir fyrirbyggjandi að-
gerðir og val á byggingarsvæðum. Hitt er þekkt að
enn eru fjölmenn svæði og fátæk þar sem mannabú-
staðir og vinnustaðir auka stórlega tjónið sem af jarð-
skjálftum hlýst.
Hvað sem þekkingu líður þá koma jarðskjálftar í
nær öllum tilvikum fyrirvaralaust, nema þá eftir-
skjálftar sem eru vel þekktir. Okkar þjóðhátíðar-
skjálfti 17. júní árið 2000 varð austarlega í Holtum
(6,4) og annar 21. júní í Flóanum sunnan Hestfjalls
(6,6). Tjónið af þessum skjálftum var umtalsvert. Þótt
skjálftar komi fyrirvaralaust þá hefur fullyrðingin
aðra hlið. Vísindin kortleggja „jarðskjálftasvæði“ og
sprungusvæði og stuðla að því að reynt sé að forðast
eins og fært er varasöm svæði. Hér á landi og í al-
þjóðlegu samstarfi er fylgst með spennu á svæðum
skjálftavirkni. Og vísindamenn treysta sér með eðli-
legum fyrirvörum til að segja fyrir um líkindi þess að
stórir skjálftar verði á tilteknum svæðum á ákveðnu
árabili. Segja má að fyrrnefndra skjálfta hafi verið
vænst þótt tímasetningin hafi verið víð og styrkur,
staðsetning, dýpt og fleira séu aðeins viðmiðunar-
ágiskanir. En allt er þetta gagnlegt en þó ekki því að
skjálftarnir koma fyrirvaralaust og árás þeirra stend-
ur yfir í fáeinar mínútur, auk svo eftirskjálfta, svo
tóm til varnarviðbragða verður lítið.
Flóðbylgjurnar ógurlegu sem urðu í Asíu um jóla-
leytið 2005 grönduðu hundruðum þúsunda manna. Sá
hryllingur hefur ýtt undir að yfirvöld og sérfræð-
ingar víða eru nú vakandi fyrir því að stórir skjálftar
undir hafsbotni geta ýtt til manndrápsöldum að landi
jafnvel í órafjarlægð. Þar getur eftirlit og viðbúnaður
bjargað miklum fjölda því að þótt skjálftinn mikli
komi fyrirvarlaust tekur flóðbylgjan tíma eftir m.a.
fjarlægð til lands.
En þótt þekkingu hafi fleygt fram síðustu aldirnar
og margt bætist við á hverjum einasta degi sem líður
undirstrikar ný þekking um leið hversu lítið við vitum
um flest og hversu vald okkar og úrræði eru tak-
mörkuð.
Fæst í sögunni hentar til ljósritunar
Því er stundum haldið fram að maðurinn sé alltaf að
heyja stríðið sem hann stóð í síðast, eða að minnsta
kosti að búa sig undir það. Óvinurinn brenndi ekki bæ
Gunnars, hvers vegna ætti hann að brenna bæ Njáls?
En það gerði hann. Pólskar hetjur riðu fylktu liði
gegn skriðdrekum Hitlers. Það var einboðið hvernig
það færi. Það þótti einkennandi fyrir upphaf seinni
heimsstyrjaldar að herforingjarnir voru í stelling-
unum sem sú fyrri setti þá í. Þegar það tók að flögra
að mönnum, ótrúlega fáum þó, að eitthvað virtist
ótrúverðugt í bankaumhverfinu var leitað til há-
menntaðra manna sem stúderað höfðu fyrri banka-
kreppur. Það er ekki hægt að lasta en felur samt í sér
hættur. Bankastjóri öflugasta seðlabanka heims
hafði margt sér til ágætis og meðal annars það að
hann var með gráðu í bankakreppunni miklu sem
tengd er árinu 1930. Peningakerfið og beintenging
þess var orðið allt annað og gjörólíkt dæmi tæpum 80
árum síðar. Hann hafði reyndar þótt standa sig vel
við að fást við smákreppuna sem varð um aldamótin
síðustu, en það sem gerðist 10 árum síðar var ekki
ljósrit af hinni fyrri. Þúsundir hagfræðinga voru út-
belgdir af lærdómi um gamlar kreppur og viðbrögð-
unum við þeim. Fæstir þeirra höfðu grænan grun um
hvað væri í vændum og börðu höfðinu við grjót eins
og þeirra væri að slá taktinn með sama hætti og Gene
Krupa eða Ringo.
Seðlabanki biðst forláts
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hef-
ur fullyrt að aðgerðir bandaríska seðlabankans og
annarra yfirvalda fjármála Bandaríkjanna við banka-
áfallinu 2007-8 hafi í meginatriðum verið rétt og ráðið
mestu um að heimurinn komst betur frá þeirri
kreppu en ætla mátti. En hinu er ekki að neita að
uppspretta af ógöngunum sem urðu á þessum árum
var í Bandaríkjunum sem sáu ekki hættumerkin.
Bernanke er talinn einn helsti sérfræðingur í krepp-
unni miklu sem fyrr var nefnd og kom sjálfur áður að
viðbrögðum við minni kreppum (2000). Milton Fried-
man (Íslandsvinur) hafði haldið því fram að það hefði
einmitt verið bandaríski seðlabankinn, peningastefna
hans og stjórnun sem hefði borið mesta ábyrgð á því
að til alheimskreppunnar kom.
Talið hafði verið að kreppusérfræðingurinn Ben
Bernanke hefði ekki skrifað undir þetta sjónarmið að
öllu leyti. En í ræðu sem hann flutti Friedman til
heiðurs á níræðisafmæli nóbelsverðlaunahafans sagði
bankastjórinn við afmælisbarnið og gestina: „Ég vil
fá að ljúka ræðu minni með því að misnota pínulítið
stöðu mína sem opinber fulltrúi Seðlabanka Banda-
ríkjanna hér. Mig langar til að segja eftirfarandi við
Milton og Önnu Schwartz (meðhöfund Miltons): Hvað
kreppuna miklu varðar þá eigið þið kollgátuna. Við
vorum sökudólgurinn. Og okkur þykir mikið fyrir því.
En við munum aldrei gera slíkt og þvílíkt aftur og það
er ykkur að þakka.“
Fara óveðursský að hrannast upp?
Ekki er talið öruggt og jafnvel ekki líklegt að efna-
hags- eða bankakreppa sé yfirvofandi alveg á næst-
unni. En það eru samt teikn á lofti, sum þó óþægilega
óljós, sem ekki hefur tekist að greina á fullnægjandi
hátt. Vangaveltur tugþúsunda doktora í hagfræði eru
Þurfti ekki
jarðskjálfta svo
amma yrði reið
’
Ekki er talið öruggt og jafnvel ekki líklegt
að efnahags- eða bankakreppa sé yfir-
vofandi alveg á næstunni. En það eru samt
teikn á lofti, sum þó óþægilega óljós, sem ekki
hefur tekist að greina á fullnægjandi hátt.
Reykjavíkurbréf05.07.19