Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Qupperneq 18
Morgunblaðið/Ásdís
Ísak Andri Scheving, Jón Árni Sigurðs-
son, Mustapha Alex Moussaoui og
Magnús Gunnar Einarsson sjá um að
allt gangi smurt á Forréttabarnum.
Forréttabarinn er á Nýlendu-götu og þaðan er stutt íhöfnina með iðandi mannlífi
og sjómönnum sem sjá til þess að
við fáum ferskan fisk á diskinn
okkar. Blaðamaður bankaði upp á
um hádegisbil í vikunni og þrátt
fyrir að ekki hafi verið opnað fyrr
en um kvöldið voru þrír kokkar í
óða önn að undirbúa kvöldið. Eld-
hús Forréttabarsins er fyrir allra
augum og geta gestir fylgst með
hasarnum í eldhúsinu á meðan
þeir gæða sér á smáréttum í
góðra vina hópi. Á þessu nokkurra
fermetra plássi sem kokkarnir
hafa til umráða eru galdraðir fram
fallegir réttir sem bornir eru á
borð fyrir allt að níutíu manns.
Staðurinn hefur yfir sér nota-
legt yfirbragð og er hátt til lofts
og vítt til veggja. Hann hefur not-
ið vinsælda um nokkurra ára skeið
en matreiðslumaðurinn Róbert
Ólafsson festi kaup á staðnum árið
2014. Framkvæmdastjórinn, Jón
Árni Sigurðsson, hefur verið um
borð nánast frá upphafi og heldur
fast um taumana. Hann segir stað-
inn vinsælan hjá jafnt ferðamönn-
um sem Íslendingum og finna má
eitthvað við allra hæfi á matseðl-
inum; kjöt, fisk og grænmeti.
„Hér eru bornir fram smáréttir
og erum við með góðan mat á
góðu verði og erum ekkert að
flækja hlutina.“
Kokkarnir fá að svitna
Forréttabarinn er opinn frá fjögur
til tíu á kvöldin en gestir geta set-
ið til ellefu. Jón Árni segist hafa
fundið fyrir samdrætti eftir fall
WOW en sér til ánægju voru
margar bókanir frá erlendum
ferðamönnum færðar til haustsins.
„Við fáum fólk frá öllum heimsins
löndum og allt frá tíu og upp í
sextíu manna hópa,“ segir hann og
segir oft mikið fjör á staðnum.
„Það myndast oft góð stemning
í salnum. Við viljum hafa
skemmtilegt, hávaða og læti. Hér
kemur mikið af íslenskum fasta-
gestum og eins ferðamenn. Stund-
um sjáum við sömu túristana
koma aftur og aftur sem er mjög
jákvætt,“ segir hann.
„Eins er mjög vinsælt fyrir
vinahópa að koma hingað og við
förum létt með það að taka á móti
stórum hópum því hér er rúmgott,
þótt eldhúsið sé lítið og kokkarnir
fá að svitna,“ segir Jón Árni og
brosir. „Hér nýtum við hvern krók
og kima.“
Blaðamaður getur vottað að
maturinn er afar girnilegur og
bragðgóður en hægt er að panta
sér nokkra litla rétti og jafnvel
deila með öðrum.
„Við notum hér mest lókal hrá-
efni og reynum að hafa þetta nýj-
an og spennandi íslenskan mat en
það er smá franskur bragur á
matnum. Það er hér kræklingur
og andabringa til að mynda,“ segir
hann og telur fleira gott upp.
„Hér er lamb, þorskur, bleikja,
lax og hross á matseðli og humar-
súpa sem er mjög vinsæl. Hún
slær alltaf í gegn. Svo erum við
með vegan rétti líka og rétti sem
hægt er að breyta í vegan,“ segir
hann. Aðspurður segist Jón Árni
ekki geta gert upp á milli sinna
uppáhaldsrétta. „Það er krækling-
urinn frá Drangsnesi og hrossa-
fille.“
„Ekkert að
flækja hlutina“
Stutt frá slippnum og Reykjavíkurhöfn má finna
Forréttabarinn sem býður upp á frábæra smá-
rétti úr fersku íslensku hráefni. Á staðnum ríkir
oft mikil stemning og er hann vinsæll hjá vina-
hópum sem mæta til að borða góðan mat og
skemmta sér í notalegu umhverfi.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Það er hasar og læti í litla eldhúsinu.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019
LÍFSSTÍLL
Fyrir 4
100 g af hægelduðu andalæri
1 meðalstór andabringa
50 g þurrkaðar döðlur
2 meðalstórar rauðrófur
fræ úr granatepli
smá rauðvín
½ bolli andasoð
4 msk sultaður rauðlaukur
4 mini-hamborgarabrauð
4-6 msk mjúkur geitaostur
salt, eftir smekk
2 msk sykur
Rífið andalærið út í andasoð og
sjoðið áfram með sultuðum
rauðlauk og rauðvíni. Skiptið í
fjóra hluta og setjið inn í mini-
hamborgarabrauð.
Takið eina andabringu og graf-
ið hana í salti og sykri ásamt
blönduðum kryddjurtum og
þurrkuðum berjum í a.m.k. fjóra
daga. Reykið í reykbakka í 15
mínútur á meðalhita á eldavélar-
hellu. Kælið og skerið í þunnar
sneiðar. Takið döðlurnar og sjóð-
ið í 10 mínútur í smá grænmetis-
soði og maukið í matvinnsluvél.
Skrælið rauðrófur og skerið í
teninga. Veltið þeim upp úr hun-
angi og rauðvíni og bakið í eld-
föstu formi undir álpappír í 40
mínútur. Setjið geitaost og rauð-
rófur á disk og raðið andasneið-
unum fallega yfir. Skreytið með
kryddjurtum og granateplafræj-
um. Sprautið döðlumaukinu fal-
lega til hliðar við kjötið. Stráið
parmesanosti yfir.
Hægelduð önd og reykt
andabringa með rauðrófu,
döðlumauki og geitaosti