Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019 LÍFSSTÍLL Garðyrkja er vinsælt áhuga-mál og ekki að ástæðu-lausu. Ræktun og viðhald plantna hefur verið hluti af búskap manna í árþúsund en tilgangur garð- yrkju hefur ekki aðeins verið hag- nýtur, heldur hafa plöntur einnig verið ræktaðar til fríkkunar á görð- um og híbýlum sem og til dægra- styttingar. Garðyrkja er einnig af mörgum talin heilsusamleg. Það sem garð- yrkja hefur fram yfir önnur áhuga- mál, sér í lagi þau sem fela í sér lík- amlegt erfiði, er að hægt er að njóta hennar fram á efri ár. Auk þess er útivera einn jákvæðra fylgifiska garðyrkju sem getur talist gott fyrir líkama og sál, sérstaklega þegar vel viðrar. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar til að sýna fram á þessa ávinninga garðyrkju. Bætir heilsu aldraðra Árið 2013 birtu Wang og MacMillan samantekt af niðurstöðum 22 rit- rýnda fræðigreina um áhrif garð- yrkjuástundunar á líkamlega og andlega heilsu aldraðra. Meirihluti rannsókna benti til jákvæðra áhrifa á líkamlega heilsu þátttakenda, svo sem handstyrk og liðleika, minnkun á líkamlegum verkjum og aukningu á hreyfigetu. Bætt líkamleg heilsa, andleg örvun, aukin virkni voru gjarnan nefnd sem ávinningar garð- yrkju og þátttakendur margra rann- sókna lýstu yfir meiri vellíðan og betri heilsu. Garðyrkja hafði einnig, sam- kvæmt samantektinni, jákvæð áhrif á þátttakendur sem glímdu við elli- glöp. Í annarri rannsókn framkvæmd í Seoul í Suður-Kóreu voru þátttak- endur látnir þrífa, raka, sá fræjum og vökva sérútbúið beð á há- skólasvæði í borginni. Rannsóknin, sem birtist í ritrýndri grein í mars þessa árs, var á vegum Konkuk- háskólans í Seoul og sýndi fram á að svo lítið sem tuttugu mínútur af léttri garðvinnu gæti aukið vöxt heilatauga og bætt minni fólks, en rannsóknin var gerð á fólki á aldr- inum 65 ára og eldri frá Suður- Kóreu. Meðferð við þunglyndi Ávinningur garðyrkju er ekki aðeins bundinn við aldraða. Garðyrkja hefur einnig verið not- uð sem meðferð við þunglyndi og kvíða. Sam Everington, læknir hjá Bromley-by-Bow-meðferðarstöðinni í Austur-London hefur skapað sér nafn fyrir frumlegar en áhrifaríkar meðferðir, en meðal þeirra er að fyr- irskipa sjúklingum sem þjást af þunglyndi eða kvíða að stunda garð- rækt í litlum garði nálægt meðferð- arstöðinni. Everington lagði mikla áherslu á að garðyrkjan yrði stund- uð í hópum, en frá þessu segir blaða- maðurinn Johann Hari í bók sinni Lost Connections. Í bókinni ræðir Hari við þátttakendur í verkefni Everingtons, en þeir segja að þeir hafi öðlast tengingu við bæði annað fólk og náttúruna við garðyrkjuna, sem hafi haft góð áhrif á líðan þeirra. Það sem ber að varast Vísbendingar um heilsufarslegan ávinning garðyrkju má finna víða. Þó benda svartsýnismenn á fylgi- fiska garðyrkju sem ber að varast til að njóta til hins fyllsta. Hætta er á að skera sig eða fá rispur á hendur eða framhaldleggi, sem gæti aukið líkur á að smitast af stífkrampa, og þess vegna er mikilvægt að vera með þykka og góða hanska. Einnig ber að varast notkun eiturefna sem geta að auki haft neikvæð áhrif á umhverfið. Svo lítið sem 20 mínútur af garðyrkju geta haft jákvæð áhrif á heilsuna. Ljósmyndir/colorbox Garðyrkja er gott áhugamál. Garðyrjuástundun getur haft hákvæð áhrif á andlega sem og líkamlega heilsu. Garðrækt er heilsurækt Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif garðyrkju á líkamlega og andlega heilsu. Sam- kvæmt samantekt Sunnudagsblaðsins getur garðyrkja stuðlað að betra minni, aukinni hreyfigetu og betri líðan. Pétur Magnússon petur@mbl.is Mathilde M. - Falleg baðlína og heimilisilmir Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.