Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019 LESBÓK TÓNLIST Í liðinni viku gaf Miley Cyrus út nýtt tónlistarmyndband við lagið Mother’s Daugter, en lagið má finna á nýrri E.P. plötu Cyrus sem gefin var út í lok maí. Myndbandinu hefur verið lýst sem pólitískri yfirlýsingu, setningar eins og „meydómur er fé- lagsmótaður“ og „minn líkami, mínar reglur“ birt- ast stórum stöfum í myndbandinu. Á samfélags- miðlum sínum hefur Cyrus kallað lagið femíníska bombu en titill lagsins vitnar í móður hennar, Tish Cyrus, sem er einnig áberandi í myndbandinu. Lagið sjálft samdi Cyrus í samstarfi við finnsku söngkonuna Ölmu, sem hefur verið að gera það gott vestanhafs. Femínísk bomba frá Miley Cyrus Miley Cyrust spil- aði á Glastonbury- hátíðinni í vikunni. AFP SPUNI Spunahópurinn Upright Citizens Brigade stóð fyrir hinu árlega Del Close-spuna- maraþoni í vikunni í Los Angeles. Hópurinn, sem var stofnaður í Chicago árið 1990, er einn frægasti spunahópur Bandaríkj- anna. Meðal stofnenda hópsins voru Amy Poehler, Andy Richter og Matt Besser, sem eru meðal þeirra fjölmörgu meðlima sem skotist hafa upp á stjörnuhimininn eftir að hópurinn var stofnaður. Maraþonið var haldið á tveimur stöðum í Los Angeles samtímis, þetta var í fyrsta skipti sem viðburðurinn fer fram í borginni en síðustu 20 ár hefur hann verið haldinn í New York. 55 klukkutíma spunamaraþon Amy Poehler er einn stofnenda Upright Citi- zens Brigade spunahópsins frá Chicago. AFP Jack White segist aldrei hafa neytt heróíns. Er ekki heróínfíkill TÓNLIST Rokkarinn Jack White segist hafa verið að grínast þegar hann sagði heróínneyslu vera ástæðuna fyrir frestun nýrrar plötu hljómsveitar hans, The Raconteurs. Þetta segir White í yfirlýsingu á Instagram-reikningi sínum þar sem hann svarar fréttum um heróín- neyslu hans sem borist hafa víða í tónlistarheiminum. „Ég hef aldrei neytt heróíns eða annarra ólöglegra fíkniefna,“ skrif- ar White í yfirlýsingu sína, en hann segir að grínið hafi verið augljóst. Kennir hann óprúttnum tónlist- arblaðamönnum um að hafa tekið orð hans úr samhengi og forgangs- raðað smellubeitufyrirsögnum frekar en sannleikanum. Nú er júlímánuður haf-inn og formlegakomið á seinni helm- ing ársins. Árið 2019 hefur verið prýðilegt tónlistarár og fjölmargar góðar og áhuga- verðar plötur hafa verið gefn- ar út á fyrstu sex mánuðum ársins. Vefsíðan Metacritic tekur saman plötudóma úr ýmsum áttum, reiknar vegið meðaltal þeirra og heldur úti lista yfir bestu plötur ársins. Hér fyrir neðan fer Sunnu- dagsblaðið yfir sex bestu plöt- ur fyrstu sex mánaða ársins, samkvæmt einkunnakerfi Metacritic. Breski rapparinn Little Simz á eina af bestu plötum ársins. Breskt rapp og draumkennt popp Þótt árið 2019 sé aðeins hálfnað hefur það fært okkur mikið af góðri tónlist. Sunnudagsblaðið fer yfir nokkrar af bestu plötunum sem gefnar hafa verið út á fyrri helmingi ársins. Pétur Magnússon petur@mbl.is Baroness: Gold & Gray Málmsveitin Baroness deilir toppsæti listans með Weyes Blood, en platan fær einnig eink- unnina 91 af 100. Gold & Gray er epísk, frum- leg og nútímaleg. Tón- listin dansar á landa- mærum málms og póst-rokks og raf- tónlistar sem gerir hana spennandi og óútreiknanlega. Little Simz: Grey Area Fyrsta plata listans, sem fær einkunnina 91 af 100, er Grey Area eftir breska rapp- arann Little Simz. Simz hefur hægt og rólega fest sig í sessi sem drottn- ing rappsenunnar í Lundúnaborg og Grey Area er nýr hápunktur valdatíðar hennar. Textar plötunnar eru flugbeittir og beinskeyttir, það sem situr eft- ir er tilfinningarík og berskjölduð sjálfskoðun listakon- unnar sem gefur plötunni dásamlega heildarmynd. Weyes Blood: Titanic Rising Fjórða plata söng- konunnar Natalie Mering (Weyes Blo- od) trónir á toppi lista Metacritic með einkunnina 91 af 100. Þessi draumkennda poppplata er metn- aðarfull og tilfinn- ingarík. Þar er bland- að saman lagasmíð sem gæti átt heima á alþýðupoppplötu frá sjöunda áratugnum og djúpu, rafrænu þvaðri sem hittir beint í mark.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.