Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.02.1993, Side 22

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.02.1993, Side 22
20 Sveitarsjóðareikningar 1989 2. Úrvinnsla gagna og skýringar við töflur Processing of data and explanatory notes to the tables Bókhaldslykill Sambands íslenskra sveitarfélaga. I ársbyrjun 1979 tók Hagstofan upp nýtt og breytt ársreikningsform sem var sniðið eftir nýjum bókhaldslykli fyrir sveitarfélög. Varhann saminn af sérstakri bókhaldsnefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í þeim tilgangi að koma á samræmi í bókhaldi og reikningsskilagerð hjá sveitarfélögum. Grundvallarlykill hins samræmda bókhalds hefur 8 sæti. Fyrstu tvö sæti hans sýna málaflokka og bókhaldseiningar sveitarsjóðs. Þau eru bundin fyrir öll sveitarfélög. Næstu tvö sæti eru notuð til sundurliðunar í deildir og starfsemisþætti. Næstu þrjú sæti lykilsins (5.-7.) eru notuð til sundurliðunar á tegundir útgjalda og tekna. Loks er síðasta sæti lykilsins notað til flokkunar á tekjum og gjöldum á rekstur, gjaldfærða eða eignfærða íjárfestingu. Arsreikningsform Hagstofu fylgir bókhaldslyklinum en er ekki jafn sundurliðað. Það sýnir fyllstu sundurliðun á fyrstu tvö sæti lykilsins og hið síðasta. Hins vegar er ekki beitt fyllstu sundurliðun á 3. og 4. sæti og formið gerir ekki ráð fyrir tegundasundurliðun samkvæmt 5.-7. sæti lykilsins. Eftirtöldum meginreglum er beitt í uppgjöri Hagstofunnar um færslu bókhalds og reikningsskil sveitarfélaga. Allartekjuroggjöld, sem tilheyrahverjuuppgjörstímabili, þ.e. almanaksárinu, eru færð á því tímabili án tillits til hvenær greiðsla fer fram. Með öðrum orðum þá er hér um s vonefndan rekstrargrunn að ræða. Þannig eru óinnheimtar tekjur færðar til tekna á rekstrarreikningi og til eignar í efnahagsreikningi. A sama hátt eru ógreidd gjöld færð til gjalda t rekstrarreikningi og til skuldar í efnahagsreikningi. GerðurergreinarmunuráreA:s<nsveitarfélaga,g/ÉrW/eB/-ðn fjárfestingu þeirra og eignfœrðri fjárfestingu í einu heildaryfirliti er nefnist rekstrar- og framkvæmdayfirlit. Á rekstur færast allar tekj uroggjöldsemvarða rekstur s veitar- sjóðs. Á gjaldfœrða fjárfestingu færast útgjöld vegna allra framkvæmda og eignabreytinga, sem ekki eru eignfærð í efnahagsreikningi. Þannig teljast liðireins og götur, holræsi, leikvellir, skrúðgarðar, innanstokksmunir og áhöld til gjald- færðrar fjárfestingar. I tekjuhlið er færð bein þátttaka annarra aðila í viðkomandi gjaldfærðri fjárfestingu, svo sem gatna- gerðargjöld og þéttbýlisvcgafé. 'Yúeignfœrðrarjjárfestingar teljast útgjöld til kaupa á fasteignum, vinnuvélum, bflum og vélasamstæðum. Þessar eignir eru færðar í eignahlið í efnahagsreikningi. Bein þátttaka annarra aðila í eignfærðri fjárfestingu, t.d. framlög úr ríkissjóði, eru færð í tekjuhlið eignfærðrar fjárfestingar. Ekki er reiknað með árlegri afskrift húseigna eða annarra varanlegra rekstrarfjármuna sveitar- sjóðs, heldur er verðmæti eigna fært í samræmi við mat eins og það er á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að breyting á matsverði sé fœrð á endurmatsreikning undir eigið fé í efnahagsreikningi. Úrvinnsla ársreikninga 1989. Bókhaldslykill sveitarfélaga gerir meðal annars ráð fyrir að útgjöld til málaflokka séu brúttófærð. Við það er einnig miðað í reikningseyðublöðum Hagstofu. Fyrstu árin eftir að bókhaldslykillinn var tekinn í notkun var þó algengt að sveitarfélög sendu inn reikninga sem sýndu aðeins nettóútgjöld til rekstrar á málaflokka. Þetta átti einkum við lítil og meðalstór sveitarfélög. Ennfremur gætti nokkurrar ónákvæmni í gjaldfærsluog eignfærslu fjárfestinga, þ.e. einhvertilhneiging var til að eignfæra frekar en gjaldfæra fjárfestingu eða til að færa á rekstur það sem réttara hefði verið að færa á gj aldfærða fjárfestingu. Við úrvinnslu Hagstofunnar hefur verið rey nt að leiðrétta slíkt og samræma eins og kostur var. En, eins og fyrr segir, hafa upplýsingar sveitarfélaga farið batnandi ár frá ári. I þessari skýrslu eru sýndar þrjár megintöflur fyrir sveitarfélögin og ein tafla fyrir fyrirtæki sveitarfélaga á árinu 1989. Tafla I sýnir úrvinnslu á reikningum sveitarfélaga eftir kjördæmum, kaupstöðum, sýslum og hreppum með yfir 400 íbúa. Tafla Ihefst á að sýnd er \\ei\darí]árhæð sameiginlegra tekna og sundurliðun þeirra. Til sameiginlegra tekna sveitarfélaga eru taldar almennar skatttekjur, þ.e. skattar sem ekki eru markaðir til ákveðinna verkefna. Auk þess teljast til sameiginlegra tekna arður af eignum og ýmis konar tekjur, sem hvorki tilheyra öðrum tekjuliðum eða eru markaðar til ákveðinna málaflokka. Þá sýnir taflan heildarfjárhæðir rekstrargjalda og rekstrartekna og sundurliðun þeirra á 19 málaflokka með nokkurri greiningu á deildir og starfsemisþætti innan málaflokka. í þriðja hluta töflunnar kemur fram heildarskipting gjaldfœrðrar og eignfœrðrar fjárfestingar ásamt framlögum þar á móti. Þá fylgir sundurliðun fjárfestingar og framlaga þar á móti á 18 málaflokka og nokkur sundurliðun á deildir og starfsemisþætti innan málaflokka. I'jórðihluti töílunnarsýrárfjármagnsyfirlit og greiningu þess eftir uppruna og ráðstöfun fjármagns. Fimmti hluti töflunnar sýnir efnahagsreikning og sundurliðun hans í eignaliði, skuldaliði og mismunandi þætti eigin fjár. Tafla II sýnir fjárhæðir meginstærða í töflu I í krónum á hvern íbúa sveitarfélaga eftir sömu skiptingu á kjördæmi, kaupstaði, sýslur og hreppa og í töflu I. Þessi tafla einfaldar mjög innbyrðis samanburð milli sveitarfélaga. Tafla III sýnir sundurliðun á gjöldum, tekjum, eignum og skuldum sveitarfélaga með færri en 400 íbúa, þ.e. þeirra sveitarfélaga sem ekki eru sýnd sérstaklega í töflum I og II heldur koma þar aðeins fram í samtölum. Tafla IV sýnir sundurliðun á rekstrargjöldum, rekstrartekjum, eignum og skuldum vatnsveitna, rafveitna, hitaveitna og hafnarsjóða sveitarfélaga, sem rekin eru sem fyrirtœki sveitarfélaga með sjálfstœðan fjárhag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.