Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1996, Síða 13
Sveitarsjóðareikningar 1995
11
Tekjur sveitarfélaga 1995
Heildartekjur sveitarfélaga námu um 9,2% af landsframleiðslu
áárinu 1995. Ikrónumtaliðhækkuðutekjurnarumrúma3,7
milljarða frá árinu á undan en það svarar til um 7,9%
aukningar að raungildi miðað við breytingu á vísitölu
neysluverðs. Tekjur sveitarfélaganna voru óvenjumiklar á
árinu 1995 og meiri að raungildi en þær hafa mælst um langt
árabil.
Lögum um tekjustofna s veitarfélaga var breytt með lögum
nr. 124/1993 sem voru samþykkt á Alþingi í desember 1993
og tóku gildi í ársbyrj un 1994. Þessi breyting fól í sér hækkun
á útsvari sveitarfélaga til að bæta þeim tekjumissi af
aðstöðugjaldi sem var fellt niður í ársbyrjun 1993. Vegið
meðaltal af útsvari sveitarfélaga í staðgreiðslu hækkaði úr
7,04% árið 1993 í 8,69% árið 1994. Árið 1995 hækkaði
meðaltalið enn frekar eða í 8.78%. Með bráðabirgðaákvæði
I í sömu lögum var skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði
felldur niður sem tekjustofn ríkissjóðs og færður til sveitar-
félaga frá ársbyrjun 1994. Það ákvæði var síðan endanlega
staðfest með lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Skatttekjur voru sem fyrr meginuppistaðan í tekjuöflun
sveitarfélaganna eða um tveir þriðju hlutar hennar. Er það
nokkru lægra hlutfall en hjá ríkissjóði. Beinir skattar vega
mun þyngra í tekjum sveitarfélaga en ríkissjóðs. Fram til
ársins 1993 námu beinir skattar sveitarfélaga urn 60% af
skatttekjum þeirra, en síðustu tvö ár hefur þetta hlutfall verið
tæplega 75%. Hækkunin skýrist af niðurfellingu aðstöðu-
gjalda sveitarfélaga (þau flokkuðust meðal óbeinna skatta)
en á móti hækkaði útsvar sveitarfélaga í staðgreiðslu. Tekjur
sveitarfélaga einskorðast ekki við skatttekj ur. Þau hafa einnig
tekjur af veittri þjónustu auk þess sem þau fá framlög frá
öðrum, bæði til rekstrar og fj árfestingar, einkum frá ríkissjóði
vegna hlutdeildar í kostnaði af sameiginlegri starfsemi.
Tekjur sveitarfélaganna og skipting þeirra er sýnd í 5. yfirliti.
5. yfirlit. Tekjur sveitarfélaga 1994-1995
Summary 5. Local govemment revenue 1994—1995
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Million ISK at current prices Hlutfallstölur, % Percentage
1994 j 1995 1994 1995
Heildartekjur 38.331 42.076 100,0 100,0 Total revenue
Skatttekjur 26.271 28.713 68,5 68,2 Tax revenue
Beinir skattar 19.581 21.032 51,1 50,0 Direct taxes
Útsvör 19.581 21.032 51,1 50,0 Municipal income tax
Obeinir skattar 6.690 7.681 17,5 18,3 Indirect taxes
Fasteignaskattar 5.467 5.673 14,3 13,5 Real estate tax
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 774 926 2,0 2,2 Municipal Equalization Fund
Aðrir óbeinir skattar 449 1.082 1.2 2,6 Other
Þjónustutekjur 9.012 9.884 23,5 23,5 Service revenue
Vaxtatekjur 548 510 1,4 1,2 Interest
Tekjur til fjárfestingar 2.484 2.969 6,5 7,1 Capital transfers received
Ymsartekjur 16 0 0,0 0,0 Miscellaneous
Árið 1995 varð lítil breyting á samsetningu tekna sveitar-
félaga frá árinu á undan. Með breytingu á lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga, sem tóku gildi í ársbyrjun 1994, varð
töluverð breyting á samsetningu tekna hjá sveitarfélögum á
því ári. Hlutur einstakra tekjustofna í heildartekjum sveitar-
félaga hafði verið tiltölulega stöðugur frá árinu 1990, en það
ár breyttist hann talsvert frá árinu 1989. Þá breytingu mátti
rekja til lagasetningar sent fól í sér breytta verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga og tók gildi frá ársbyrjun 1990. Á
níunda áratugnum breyttist samsetning tekna sveitarfélaganna
lítils háttar. Skýrast þær breytingar einkum af breyttri verka-
skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, skerðingu ríkisins á
lögbundnum framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og
tilkomu staðgreiðslukerfis tekjuskattaeinstaklinga í ársbyrjun
1988.
I 6. yfirliti eru sýndar þjónustutekjur sveitarfélaga og
framlög frá öðrum til fjárfestingar þeirra með hliðsjón af því
hvernig þessar tekjur hafa komið inn og gengið upp í útgjöld
sveitarfélaga til hinna ýmsu málaflokka.