Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1996, Blaðsíða 22
20
Sveitarsjóðareikningar 1995
Efnahagur sveitarfélaga 1995
Endurskoðaður bókhaldslykill og reikningsskil s veitarfélaga
sem tekin voru upp í ársbyrjun 1990 fólu í sér gagngerar
breytingar á efnahags- og rekstrarreikningi þeirra. I ársreikn-
ingum sveitarfélaga er nú ekki lögð áhersla á að draga fram
hagnað eða tap. heldur er sýnd ráðstöfun á tekjum sveitarsjóða
til hinna ýmsu verkefna og þá gjarnan með samanburði við
fjárhagsáætlun.Efnahagsreikningursveitarfélagatókmiklum
breytingum, bæði hvað snertir uppbyggingu og niðurstöður.
Lögð er áhersla á að draga fram peningalega stöðu sveitar-
félaga fremur en eiginfjárstöðu þeirra eins og tíðkast í
almennum reikningsskilum fyrirtækja í atvinnurekstri.
Peningaleg staða kemur frarn sem mismunurinn á peninga-
legum eignum og heildarskuldum. Peningalegar eignir
sveitarfélags samanstanda af veltufjármunum og langtíma-
kröfum þess. Hugtakið nær því til þeirra eigna sveitarfélags
sem annað hvort eru í reiðufé eða sem unnt er að breyta í
handbært fé rneð tiltölulega skömmum fyrirvara, án þess að
raska starfsemi sveitarfélagsins. 113. yfirliti er sýndur saman-
dreginn efnahagsreikningur sveitarfélaganna í árslok 1994
og 1995.
13. yfirlit. Efnahagur sveitarfélaga 1994-1995
Summary 13. Local government assets and liabilities 1994—1995
Stöðutölur í árslok Milljónir króna á verðlagi í árslok Million ISK at year-end prices Hlutfall af vlfl} Percent ofGDP Balance figures at year end
1994 1995 1994 1995
i. Peningalegar eignir (1.+2.) 12.899 14.337 2,9 3,1 Monetary assets (1.+2.)
i. Veltufjármunir 10.525 11.525 2.4 2,5 Current assets
Sjóðir, bankareikningar o.fl. 1.272 1.605 0.3 0,3 Cash hold., bank dep. etc.
Skammtímakröfur 8.925 9.713 2,0 2,1 Short-term claims
Aðrar eignir 329 207 0,1 0,0 Other current assets
2. Langtímakröfur 2.374 2.812 0,5 0,6 Long-term claims
Oinnheimt opinber gjöld 150 173 0,0 0,0 Tax claims
Verðbréf 2.224 2.639 0,5 0,6 Loans granted
II. Skuldir 34.795 38.257 7,9 8,3 Liabilities
Skammtímaskuldir 12.532 11.542 2,9 2,5 Short-term debt
Langtímaskuldir 22.262 26.715 5,1 5,8 Long-term debt
III. Peningaleg staða (I.-II.) -21.895 -23.920 -5,0 -5,2 Monetary status (1.-11.)
IV. Aðrir liðir 21.895 23.920 5,0 5,2 Other assets
Fastafjármunir 101.060 102.745 23,1 22,3 Fixed assets
Eigið fé -79.165 -78.825 -18,1 -17,1 Equity
V. Utan efnahags Eignir 38.105 41.914 8,7 9,1 Outside balance sheet Assets
Skuldbindingar 15.100 17.303 3,4 3,8 Commitments
0 Verglandsframleiðsla.StöðutöluríárslokerufærðartilmeðalverðIagshversársmeðlánskjaravísitölu(neysluverðsvísitalafrámars 1995). Basedonaverage
pric level each year.
Mikilvæg breyting var gerð á bókhaldi sveitarfélaga í
ársbyrjun 1990 við færslu eigna sveitarfélaga í fyrirtækjum.
Gerður var greinarmunur á því hvort fyrirtækið væri alfarið
í eigu sveitarsjóðs eða um væri að ræða eign í hlutafélagi eða
sameignarfyrirtæki. Þannig er fyrirtæki, þótt það sé að öllu
leyti eign sveitarsjóðs, ekki lengur talið meðal eigna sveitar-
sjóðs í efnahagsreikningi. Hins vegar koma eignarhlutir í
fyrirtækjum og hlutabréf til eignfærsltt. Eignarhlutir og
hlutabréf teljast annað hvort rneðal peningalegra eigna eða
fastafjármuna. Sé ákveðið að selja þessar eignir færast
viðkomandi eignarhlutir og hlutabréf meðal peningalegra
eigna, að öðrum kosti teljast þær meðal fastafjármuna.
Peningaleg staða sveitarfélaga versnaði um 2,0 milljarða
króna á árinu 1995 eða um0,2% af landsframleiðslu og eigið
fé þeirra sem hlutfall af landsframleiðslu lækkaði um 1,0%.
I 14. yfirliti er sýndur efnahagur hinna ýmsu flokka sveitar-
félaga á íbúa.