Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 15.01.1997, Blaðsíða 24
22
Utanríkisverslun 1995, Vöruflokkar og viðskiptalönd
15. yfirlit. Útflutningur eftir helstu viðskiptalöndum 1993-1995
Fob-verð á 1993 1994 1995 Breyting ’94-’95, %
gengi hvers árs Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð % af heild
Bretland 20.468 1 23.085 1 22.475 1 19,3 -2,6
Þýskaland 10.450 3 14.403 4 15.923 2 13,7 10,6
Bandaríkin 15.031 2 16.184 2 14.360 3 12,3 -11,3
Japan 8.777 4 15.737 3 13.233 4 11,3 -15,9
Danmörk 5.326 6 7.255 6 9.139 5 7,8 26,0
Samtals 94.658 112.654 116.607 100,0 3,5
15. yfirlit sýnir að Þýskaland er annað helsta viðskipta-
land Islendinga í útflutningi 1995 en var í fjórða sæti 1994.
Utflutningurþangaðnam 15,9milljörðumárið 1995 eðanær
14% af heildarútflutningi, jókst um 11 % frá fyrra ári á gengi
hvors árs. Tafla 19 sýnir að hlutfall sjávarafurða í útflutningi
til Þýskalands var tiltölulega lágt, 44%. Mest var flutt út af
nýjum, heiluni fiski, mestmegnis karfa, og frystum karfa-
flökum. Að sjávarafurðum frátöldum var mest flutt út af áli.
Aukningu á útflutningi til Þýskalands má einna helst rekja
til aukins útflutnings á frystum karfaflökum og útflutnings
á lyfjum og lækningatækjum.
Bandaríkin em þriðja helsta viðskiptaland í útflutningi. Til
Bandaríkjanna var flutt út fyrir 14,4 milljarða 1995, um 12%
af heildarútflutningi. Utflutningur til Bandaríkjanna dróst
saman að verðmæti um 11% frá fyrra ári. Tafla 19 sýnir að
sjávarafurðir voru 81% útflutnings til Bandaríkjanna og vóg
útflutningur á frystum þorskflökum þar þyngst en aðrar
mikilvægar afurðir voru fryst ýsuflök og fersk fiskflök, mest-
megnis ýsa og þorskur. Að sjávarafurðum frátöldum var mestur
útflutningur á kísiljámi. Samdrátt í útflutningi til Bandaríkjanna
má einna helst rekja til minni útflutnings á frystum ýsu- og
þorskflökum en á móti kom aukinn útflutningur á kísiljárni.
Japan er fjórða helsta viðskiptalandið í útflutningi. Þangað
var flutt út fyrir 13 milljarða 1995 eða 11% af heildar-
útflutningi og dróst útflutningur til Japan saman um 16% frá
1994. Vægi sjávarafurða var mikið í útflutningi til Japan eins
og víðast annars staðar eða 84% eins og sést í töflu 19. Af
sjávarafurðum er helst að nefna útflutning á heilfrystum karfa,
heilfrystum flatfisk, frystri loðnu og frystri rækju. Af öðru en
sjávarafurðum er helst að nefna að Flugleiðir seldu eina af
vélum sínum til Japan á árinu 1995. Orsakir samdráttar í
útflutningi til Japan em einna helstar að útflutningur á kísiljámi,
heilfrystum karfa, frystri loðnu (verðmæti) og frystum
loðnuhrognum dróst saman. A móti kom aukning í útflutningi
á heilfrystum flatfiski.
Að lokum má sjá í 15. yfirliti að fimmta helsta viðskipta-
land hvað snertir útflutning er Danmörk. Þangað var flutt út
fyrir um 9,1 milljarð á árinu 1995, 8% af heildarútflutningi,
ogjókst útflutningur til Danmerkurum 26% frá 1994. Sjávar-
afurðir vógu 90% af útflutningi þangað eins og sést í töflu
19. Þar af vóg útflutningur á frystri rækju og loðnumjöli
þyngst. Aukning í útflutningi þessarra tveggja vara (verð-
mætisaukning frystrar rækju og magn og verðmætisaukning
loðnumjöls) er meginástæða aukins útflutnings til Dan-
merkur.
Mynd 7. Útflutningur og innflutningur eftir helstu viðskiptalöndum árið 1995
Millj. kr. fob
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
Batidaríkin Bretland Danmörk Japan Noregur Þýskaland