Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 01.12.1999, Page 14
12
Utanríkisverslun 1998 - vöruflokkar og viðskiptalönd
2. yfirlit. Vöruskiptajöfnuður árin 1989-1998
í milljónum króna Útflutt fob Innflutt fob Vöruskiptajöfnuður
Á gengi hvers árs Á gengi ársins 1998 1 Hlutfall af vlf., %
1989 80.072 73.129 6.943 8.488 2,25
1990 92.625 88.085 4.540 4.982 1,25
1991 91.560 94.797 -3.237 -3.553 -0.82
1992 87.833 88.224 -391 -427 -0,10
1993 94.658 82.576 12.082 12.181 2,94
1994 112.654 93.243 19.411 18.605 4,46
1995 116.607 103.539 13.068 12.537 2,89
1996 125.690 124.836 854 820 0.18
1997 131.213 131.326 -113 -111 -0,02
1998 136.592 162.062 -25.470 -25.470 -4,35
Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; samkvæmt þeim mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 1998 1,8% lægra en árið áður.
Mynd 1. Utanríkisverslun árin 1985-1998
Milljónir króna á gengi hvers árs
Verð- og magnbreytingar 1997-1998
3. yfirlit sýnir samanburð á utanríkisverslunartölum á föstu
gengi árin 1997 og 1998. Þetta yfirlit er með sama sniði og
sú fréttatilkynning sem Hagstofan gefur út um framvindu
helstu flokka innflutnings og útflutnings í samanburði við
næstliðið ár. Venja hefur verið að umreikna tölur fyrra árs
til meðalgengis líðandi árs til þess að eyða áhrifum gengis-
breytinga á verðmætistölur svo samanburður milli ára verði
marktækari en ella.
í 3. yfirliti kemur fram að verðmæti útflutnings jókst um
6% frá árinu 1997 til ársins 1998 og verðmæti innflutnings
fob jókst um tæp 26% þegar tekið hefur verið tillit til 1,8%
lækkunar á meðalverði erlends gjaldeyris milli ára. Verðmæti
sjávarafurða jókst um 8%, reiknað á sama gengi bæði árin.
Verðmæti iðnaðarvara jókst um 12%, en þar af jókst
útflutningur á áli um 23%. Verðmæti útflutts kísiljárns dróst
saman um 12%. Mikil aukning var á öllum liðum inn-
flutnings sem þama birtast að undanskildum innflutningi á
eldsneyti og smurolíu sem dróst saman um 17% reiknað á
sama gengi bæði árin.