Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 01.12.1999, Qupperneq 24
22
Utanríkisverslun 1998 - vöruflokkar og viðskiptalönd
15. yfírlit. Útflutningur eftir helstu viðskiptalöndum árin 1996-1998
Fob-verð á gengi hvers árs 1996 1997 1998 Breyting ’97-’98, %
Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð % af heild
Samtals 125.690 131.213 136.592 100,0 4,1
Bretland 23.949 1 24.807 1 25.897 1 19,0 4,4
Þýskaland 16.229 2 17.155 3 20.487 2 15,0 19,4
Bandaríkin 14.708 3 18.300 2 17.652 3 12,9 -3,5
Frakkland 8.443 6 8.317 5 9.221 4 6,8 10,9
Danmörk 9.094 5 7.431 6 7.449 5 5,5 0,2
útflutningi til Þýskalands átti útflutningur iðnaðarvara, þá
aðallega álútflutningur. Aukningu á útflutningi til Þýskalands
má einna helst rekja til aukins útflutnings á áli og frystum
þorskflökum.
Bandankin eru þriðja í röðinni. Til Bandaríkjanna var flutt
út fyrir 17,7 milljarða króna árið 1998, um 13% af heildar-
útflutningi. Utflutningur til Bandaríkjanna dróst saman að
verðmæti um 4% frá fyrra ári. Tafla 19 sýnir að hlutfall
sjávarafurða í útflutningi til Bandaríkjanna var 73%. Mest
flutt út af frystum þorskflökum en aðrar mikilvægar afurðir
voru fersk fiskflök, mestmegnis ýsa og þorskur og fryst
ýsuflök. Að sjávarafurðum frátöldum vó útflutningur á
flugvél þyngst en einnig sala á kísiljámi. Samdrátt útflutnings
til Bandaríkjanna má helst rekja til minni flugvélaútflutnings.
Frakkland er fjórða helsta útflutningslandið og tók það
sæti af Japan sem féll í áttunda sæti 1998. Þangað var flutt
út fyrir 9,2 milljarða króna árið 1998 eða 7% af heildar-
útflutningi og jókst útflutningur til Frakklands um 11% frá
1997. Hlutfall sjávarafurða í útflutningi til Frakklands er
89% eins og sést í töflu 19. Af þeim er helst að nefna út-
flutning á blautverkuðum saltfiski og frystum þorskflökum.
Að lokum má sjá í 15. yfirliti að fimmta helsta útflutnings-
land Islands er Danmörk. Þangað var flutt út fyrir um 7,4
milljarða króna á árinu 1998, 6% af heildarútflutningi.
títflutningur til Danmerkur var því sem næst hinn sami að
verðmæti og 1997. Sjávarafurðir vógu 86% af útflutningi
þangað eins og sést í töflu 19. Þar af vó útflutningur á frystri
rækju og loðnumjöli þyngst.
16. yfírlit. Innflutningur eftir helstu viðskiptalöndum árin 1996-1998
Cif-verð á gengi hvers árs 1996 1997 1998 Breyting ’97-’98, %
Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð % af heild
Samtals 135.994 143.227 176.072 100,0 22,9
Þýskaland 14.801 2 16.847 1 20.176 1 11,5 19,8
Bandaríkin 12.840 4 13.503 4 19.540 2 11,1 44,7
Bretland 13.874 3 14.479 3 17.027 3 9,7 17,6
Noregur 18.396 1 16.501 2 16.137 4 9,2 -2,2
Danmörk 11.358 5 12.366 5 13.520 5 7,7 9,3
16. yfirlit sýnir að innflutningur frá þeim fimm löndum
sem mest er flutt inn frá nam alls 49% af heildarinnflutningi
árið 1998 samanborið við 55% árið 1997 og 52% árið 1996.
Arið 1998 var mestur innflutningur til Islands frá Þýskalandi
eins og árið áður. Arið 1998 voru fluttar inn vörur frá Þýska-
landi fyrir 20,2 milljarða króna, 12% af heildarinnflutningi,
og innflutningur þaðan jókst að verðmæti um 20% milli ára.
Sundurliðun á innflutningi frá Þýskalandi er birt í töflu 20.
Þar sést að mestur hluti innflutningsins var innflutningur á
vélum og samgöngutækjum og framleiðsluvörum. Helsta
ástæða aukins innflutnings frá Þýskalandi voru aukin kaup
á vélum og samgöngutækjum.
í 16. yfirliti sést að árið 1998 var næstmest flutt inn af
vörum frá Bandaríkjunum sem voru í fjórða sæti árið áður
og nam verðmæti innflutnings þaðan 19,5 milljörðum króna
eða 11% af heildarinnflutningi. Innflutningur frá Banda-
ríkjunum jókst um 45% frá 1997 reiknað á gengi hvors árs.
Tafla 20 sýnir að mestur hluti þessa innflutnings voru vélar
og samgöngutæki sem einnig sýna mesta aukningu á milli
ára, aðallega vegna aukins flugvélainnflutnings.
Bretiand er í þriðja sæti innflutningslanda 1998 eins og
1997 með innílutning að verðmæti 17,0 milljarðakróna, 10%
af heildarinnflutningi. Innflutningur frá Bretlandi jókst um
18% frá fyrra ári á gengi hvors árs. Samkvæmt töflu 20 var