Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 01.12.1999, Síða 28
26
Utanríkisverslun 1998 - vöruflokkar og viðskiptalönd
17. yfirlit sýnir útflutning eftir Hagstofuflokkun og markaðs-
svæðum árið 1998. EES lönd áttu mesta hlutdeild í útflutning-
num, eða 70%. Sjávarafurðir voru 73% alls útflutningsins og
af þeim voru 72% flutt út til EES-landa. Þessi lönd keyptu
49% af landbúnaðarvörum og 66% af þeim iðnaðarvörum sem
Islendingar fluttu út.
18. yfirlit sýnir innflutning eftir vörubálkum (SITC) og
markaðssvæðum árið 1998. EES-lönd voru með 65% af inn-
flutningi 1998. Innflutningur á vélum og samgöngutækjum
var stærsti liður innflutningsins (41%) og af þeim voru 63%
flutt inn frá EES.
19. yfirlit sýnir, eins og 17. yfirlit, útflutning eftir markaðs-
svæðum en samkvæmt hagrænni flokkun. Matvörur og
drykkjarvörur vega hér þyngst (63%) og af þeim voru 68%
flutt út til EES-landa árið 1998. Af hrávörum og rekstrar-
vörum, sem næstar eru, var 77% flutt út til EES-landa. Af
fjárfestingarvörum og flutningatækjum var meiri útflutningur
til annarra landa en landa EES.
20. yfirlit sýnir innflutning eftir markaðssvæðum eins og
18. yfirlit en samkvæmt hagrænni flokkun. Hrávörur og
rekstrarvörur vega þyngst (26%) og af þeim voru 70% flutt
inn frá EES-löndunum. Um 77% eldsneytis og smurolíu kom
frá EES-löndum, aðallega frá Noregi.
Gjaldmiðlar og gengi
21. yfirlit sýnir hlutdeild landa og gjaldmiðla í útflutningi
og innflutningi árið 1998. Þessi tafla byggist á því að í út-
flutnings- og aðflutningsskýrslum kemur fram í hvaða gjald-
miðli hver sending útfluttrar og innfluttrar vöru er verðlögð.
Oft munar töluverðu á verðmæti útfluttrar vöru héðan til
annars lands og þeirri upphæð í gjaldmiðli sama lands sem
hingað berst. Þetta kemur skýrt fram í viðskiptum við
Bandaríkin. Arið 1998 fór 13% vöruútflutningsins til Banda-
ríkjanna en 36% útflutningsins voru verðlögð í dollurum.
Frá Bandaríkjunum kom 11% innflutningsins árið 1998 en
29% innflutningsins voru reiknuð í dollurum.
22. yfirlit sýnir kaupgengi og sölugengi helstu gjaldmiðla
árið 1998.
21. yfirlit. Hlutdeild landa og gjaldmiðla í útflutningi og innflutningi árið 1998
Hlutdeild landa í utanríkisverslun Hlutdeild gjaldmiðla viðkomandi landa
Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur
Alls 100,0 100,0 100,0 100,0
EES 69,8 65,4 53,3 66,9
Austurríki 0,1 0,6 0,1 0,4
Belgía 1,3 1,9 1,3 1,2
Bretland 19,0 9,7 21,3 8,9
Danmörk 5,5 7,7 4,2 12,1
Finnland 0,7 1,6 0,7 1,1
Frakkland 6,8 3,6 5,8 2,5
Grikkland 0,5 0,1 0,0 0,0
Holland 4,1 6,0 1,4 5,9
Irland 0,4 1,5 0,0 0,2
Island 0,6 3,8
ftalía 1,7 3,2 0,3 1,9
Liechtenstein 0,0 0,0
Lúxemborg 0,3 0,1 0,0
Noregur 4,8 9,2 4,7 6,5
Portúgal 3,8 0,7 1,9 0,2
Spánn 5,0 2,0 3,7 0,7
Svíþjóð 0,9 6,3 0,8 6,9
Þýskaland 15,0 11,5 6,6 14,6
Bandaríkin 12,9 11,1 35,9 28,6
Japan 4,8 5,1 5,2 2,1
Önnur lönd 12,5 18,4 0,8 1,8
Astralía 0,1 3,1 0,0 0,0
Hongkong 0,0 0,5 0,0
Kanada 1,5 0,8 0.6 0,5
Nýja-Sjáland 0,0 0,0 0,0 0,0
Singapúr 0,0 0,1 0,0
Sviss 4,6 1,5 0,2 1,3
Önnur lönd 6,2 12,3 0,0 0,0
Annað 4,7 0,5
ECU-Evrópumynt 4,7 0,5
SDR-Sérstök dráttarréttindi 0,0 0,0