Gistiskýrslur - 01.04.2003, Side 9

Gistiskýrslur - 01.04.2003, Side 9
Inngangur Introduction 1. Gistináttatalning Hagstofu íslands 1 ■ Overnight stays statistics Gistiskýrslur 2002 er tíunda ritið sem Hagstofan gefur út í ritröðinni Gistiskýrslur. I inngangi ritsins eru yfirlitstöflur ásamt skýringartexta og myndum. Yfirlitin ná sum hver aftur til ársins 1985 en þá hófst gistináttatalning Hag- stofunnar. Önnur ná skemur aftur í tímann eða tvö til fjögur ár. I töfluhlutanum er talnaefnið sundurliðað eftir land- svæðum, ríkisfangi og tímabilum. Upplýsingaöflun Hags- tofunnar fer þannig fram að gististöðum og öllum þeim sem selja gistiþjónustu eru send skýrslueyðublöð til útfyllingar en á þau skal færa fjölda gesta og gistinátta sundurliðaðan eftir ríkisfangi. Ríkisföngin eru auk Islands 14 Evrópulönd, þaðan sem flestir ferðamenn koma, Bandaríkin, Kanada og Japan. Aðrir gestir teljast aðrir Evrópubúar eða íbúar annarra landa. Fram til ársins 1995 var einungis safnað tölum um fjölda gistinátta en í júní árið 1995 var auk þess byrjað að safna upplýsingum um fjölda næturgesta. Byrjun- arörðugleikar háðu talningu gestakoma framan af og því er ekki hægt að birta tölur um þær fyrr en frá og með árinu 1996. Réttur Hagstofu til að krefja seljendur gistiþjónustu upplýsinga er byggður á 10. gr. laga um veitinga- og gisti- staði nr. 67/1985. Þar segir: „Rekstraraðilar, er undir þessi lög falla, skulu veita stjómvöldum upplýsingar skv. nánari fyrirmælum Hagstofu Islands. Slíkar upplýsingar skulu einungis notaðar til könnunar og skipulagningar á ferða- þjónustunni almennt og/eða rekstri veitinga- og gistihúsa sérstaklega sem atvinnugreinar." I samræmi við þessa lagagrein og venjur skuldbindur Hagstofan sig til að fara með alla vitneskju um starfsemi einstakra gististaða sem trúnaðarmál og lætur aðeins í té upplýsingar í töflum eins og fram kemur í þessu riti. Skýrslueyðublöð þau sem Hagstofan sendir seljendum gistiþjónustu til útfyllingar era þrjú. Tvö þeirra eru svo- kölluð hjálparblöð, annað er fyrir gestakomur en hitt fyrir gistinætur. Þessi blöð eru einungis ætluð til notkunar á gisti- stöðunum og er hægt að fylla þau út eftir hvem dag. Þriðja eyðublaðið „Gistiskýrsla til Hagstofu" er eina blaðið sem senda skal Hagstofunni. Á það skal færa samtölur mánaðar- ins af hjálparblöðunum ásamt upplýsingum um gistirými. Eyðublöðin eru einnig til í tölvutæku formi fyrir töflureikni (Excel). 2. Skýringar 2. Explanatory notes Gistiþjónusta í landinu er fjölbreytt. I úrvinnslu Hag- stofunnar er henni skipt í sex meginflokka. Fyrsti flokkur er hátel og gistiheimili. Nánar tiltekið hótel, hótelíbúðir og gistiheimili starfandi allt árið, sumar- hótel og sumargistiheimili. í þessum flokki eru öll hótel og gistiheimili sem era með sérstaka gestamóttöku og bjóða upp á lágmarks hótelþjónustu, þ.e. dagleg þrif á herbergjum og salemum. Auk þess era í þessum flokki gistiheimili þar sem gistirými er 16 rúm eða fleiri og/eða 8 herbergi eða fleiri. Þessi viðmiðun er samkvæmt 26. gr. reglugerðar nr. 288/1987 um veitinga- og gististaði. Þessi flokkur gisti- þjónustu tekur til mest allrar gistiþjónustu í landinu. Tveir þriðju hlutar gistinátta sem gistináttatalning Hagstofunnar nær til eru á gististöðum í þessum flokki. Árið 1997 var fyrst byrjað að flokka þá gististaði sérstaklega sem uppfylla skilyrði um aðbúnað og þjónustu til þess að geta kallast hótel. Á hóteli er gestamóttaka opin allan sólarhringinn og morgunverður framreiddur. Fullbúin snyrting skal vera á a.m.k. 75% herbergja. Annar flokkur gististaða er orlofshúsabyggðir. Þá er átt við sumarhúsa- eða smáhýsahverfi með a.m.k. þremur húsum. Umfang orlofshúsagistingar er mun meira en heima- gistingar í þeim tilvikum þegar þessar tvær tegundir gisting- ar eru reknar samhliða. Einungis er átt við sumarhús sem leigð eru út í hagnaðarskyni, ekki t.d. sumarhús stéttar- og starfsmannafélaga. Hús innan orlofshúsabyggða sem leigð eru út til stéttar- og starfsmannafélaga eru ekki heldur meðtalin. Ekki er auðvelt fyrir gististaðaeigendur að fylgjast nákvæmlega með fjölda gesta í sumarhúsunum. Oftast er hægt að fylgjast með fjölda gesta þegar útlendingar eiga í hlut en það er erfiðara með Islendinga. Umsjónarmönnum hefur því verið bent á að þegar tala gesta er mjög á reiki þá sé tekið mið af skráðu gistirými hússins. Gistinætur í húsi með gistirými fyrir fjóra í eina nótt eru því fjórar. Þriðji flokkur gististaða er heimagististaðir. Fram til ársins 1995 var hluti þessa flokks kallaður bœndagististaðir en var þá skipt í annars vegar hótel eða gistiheimili og hins vegar heimagististaði. Fyrrum bændagististaðir, sem voru árið 1995 með gistirými við áðurnefnd viðmiðunarmörk eða stærra, flokkast nú sem hótel eða gistiheimili, hinir minni sem heimagististaðir. Til heimagististaða telst öll gisting á einkaheimilum hvort sem er í kaupstöðum eða á sveitabýlum. Bændur era ósjaldan með eitt til tvö sumarhús að auki og þar sem erfitt hefur reynst að fá þessa gistingu nákvæmlega sundurliðaða frá hinni hefðbundnu heima- gistingu er sú gisting talin með heimagistingunni. Leigi bændur sumarhús sín út til stéttar- eða starfsmannafélaga er sú gisting ekki meðtalin hér. Ef um er að ræða þrjú eða fleiri sumarhús eða smáhýsi flokkast gististaðurinn með orlofshúsabyggðum. Fjórði flokkur gististaða er farfuglaheimili. Farfugla- heimili bjóða upp á gistingu í rúmum með sæng og kodda en gestir þurfa að hafa með sér sængurföt eða leigja þau á staðnum. Gestir geta einnig notað eigin svefnpoka. Öll farfuglaheimili eru í Bandalagi íslenskra farfugla sem á aðild að Alþjóðasamtökum farfugla (IYHF).

x

Gistiskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gistiskýrslur
https://timarit.is/publication/1383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.