Gistiskýrslur - 01.04.2003, Page 10

Gistiskýrslur - 01.04.2003, Page 10
Gistiskýrslur 2002 Fimmti flokkur gististaða er svefnpokagististaðir. Þeir geta verið sumarhótel, félagsheimili og skólar sem selja gistingu í svefnpokum á gólfdýnum í stórum vistar- verum.Ymis gistiheimili bjóða upp á svefnpokagistingu í rúmum en sú gisting teist með gistingu í uppbúnum rúmum gistiheimiianna. Víða er boðið upp á svefnpokagistingu í tengslum við niðjamót, skólaferðalög og íþróttamót. Þegar um niðjamót er að ræða er gjaldtaka sjaldnast í beinum tengslum við fjölda gesta heldur eru húsin/salimir leigðir út gegn föstu gjaldi og geta gestir þá valið um hvort þeir gista inni eða í tjaldi. I þessum tilvikum hefur verið gefinn upp fjöldi gesta á mótinu þannig að tjaldgisting í tengslum við ættarmót er innifalin í svefnpokagistingunni. Þetta á sérstaklega við um Suðurland þar sem mikið er um ættar- samkomur. Mikilvægt er að hafa í huga að gistinátta- talningin nær einungis til gistingar þar sem greiðslu er krafist. Gisting skólabama í skólum og íþróttahúsum yfir veturinn fellur því sjaldnast undir svefnpokagistingu. Sjötti flokkur gististaða er tjaldsvœði og skálar. Til hans teljast öll skipulögð tjaldsvæði og gistiskálar þar sem er varsla og/eða gjaldtaka. Fram til ársins 1998 voru skálar og tjaldsvæði á miðhálendi ekki flokkaðir eftir hinum hefðbundnu landsvæðum heldur voru í sér flokki, mið- hálendi. Arið 1998 var þessu breytt og gististaðir á hálendi eru nú flokkaðir eins og aðrir gististaðir, þ.e. eftir hinum hefðbundnu landsvæðum. Fram til ársins 1998 er greint frá skálum á miðhálendi, nú skálum í óbyggðum, en til þess flokks teljast einnig skálar í óbyggðum sem liggja utan miðhálendisins. Gistináttatalning Flagstofunnar nær ekki til orlofshúsa fyrirtœkja ogfélagasamtaka. Fjöldi og stærð sumarbústaða sem ekki eru í einkaeign er fenginn hjá Fasteignamati ríkisins. I yfirlitstöflum 22 og 23 kemur fram fjöldi og meðalstærð sumarhúsa í eigu stéttar- og starfsmannafélaga og húsa í eigu fyrirtækja sem ekki reka gistiþjónustu heldur leigja/lána húsin starfsmönnum og/eða viðskiptavinum sínum. Arið 1996 var í fyrsta skipti, samkvæmt öruggum heimildum, hægt að áætla heildarfjölda gistinátta í öllum tegundum gistingar. Aætiun fjölda gistinátta á gististöðum sem ekki hafa sent Fíagstofunni gistiskýrslur er aðallega byggð á vitneskju um gistirými og nýtingu. Gistirými er þekkt á öllum gististöðum nema á svefnpokagististöðum og tjaldsvæðum enda er oft erfitt að gera sér grein fyrir gistirými á þeim stöðum. Aætlanir um gistingu á svefnpoka- gististöðum sem ekki berast skýrslur frá eru aðallega byggðar á samtölum t.d. við þá sem selja gistingu í félags- heimilum og skólum, ferðamálafulltrúa, starfsmenn sveitar- félaga og fleiri. Einnig er notast við eldri gögn þar sem þau eru til. Aætlanir fyrir hálendisskála og tjaldsvæði eru, eins og áætlanir fyrir svefnpokagististaði, mest byggðar á samtölum við þá sem tengjast ferðaþjónustunni, einnig er stuðst við eldri gögn ef til eru. Með mikilli innheimtu- herferð hafa heimtur skýrslna aukist á síðastliðnum árum. Arið 2002 skiluðu 90% tjaldsvæða inn skýrslum og 95% skála. Svefnpokagististaðir voru með rúmlega 80% heimtur og sama má segja um heimagististaðina. I flokknum orlofs- húsabyggðir voru aðeins tveir staðir sem ekki skiluðu inn tölum og farfuglaheimilin sem skiluðu ekki inn skýrslum voru þrjú. I júní árið 1995 var byrjað að safna upplýsingum um fjölda næturgesta. Tilgangurinn með talningu næturgesta er fyrst og fremst sá að afla upplýsinga um meðaldvalar- lengd gesta en hún er mismunandi bæði eftir landsvæðum og ríkisfangi. Auk þess geta tölur um næturgesti gefið góða hugmynd um fjölda ferðamanna eftir einstökum svæðum. Meðaldvalarlengd er reiknuð með því að tjölda næturgesta er deilt upp í fjölda gistinátta. Þess ber að gæta að með dvalariengd er átt við dvalarlengd á gististað en ekki lengd dvalar í landinu eða á ferðalagi. Hér á eftir fara helstu niðurstöður gistináttatalningar Hagstofunnar, settar fram í yfirlitstöflum og myndritum fyrir hvern flokk gististaða. Upplýsingar um gististaði, gistirými og gistinætur eru birtar eftir árum. Gistinóttum og nýtingartölum er einnig skipt eftir mánuðum þar sem því verður við komið. Landinu er skipt í átta svæði: Höfuð- borgarsvæði, Suðumes, Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland og Suðurland. Fram til ársins 1998 voru landsvæðin níu, níunda svæðið var miðhálendið, en sem fyrr segir var gististöðum miðhálendis- ins skipt niður á hin átta landsvæðin árið 1998. 3. Helstu niðurstöður 3. Main results Heildarfjöldi gistinátta,Jjöldi nœturgesta og meðaldvalar- lengd Áætlaðurheildarfjöldi gistinátta var 1.861 þúsund árið 2002 sem er 7% aukning frá árinu 2001. Fjölgun gistinátta milli áranna 2001 og 2002 átti sér stað á hótelum og gisti- heimilum (7%), tjaidsvæðum (7%), farfuglaheimilum (20%) og í orlofshúsabyggðum (60%). Gistinóttum fækkaði í skálum í óbyggðum (8%), á svefnpokagististöðum (14%) og á heimagististöðum (24%). Árið 2002 voru 68% gistinátta bundin hótelum og gistiheimilum og 18% tjaldsvæðum. Þetta hlutfall hefur haldist stöðugt undanfarin ár. Val á tegund gististaða er nokkuð mismunandi eftir ríkisfangi gesta (yfirlit 19-21). Greinilegur munur er á vali íslendinga og útlendinga á gististöðum og áfangastöðum á ferðalögum, t.d. voru 48% gistinátta fslendinga á hótelum og gistiheimilum árið 2002 en 77% gistinátta útlendinga. Hlutfall fslendinga og útlendinga helst svo til óbreytt milli áranna 2001-2002 í öllum tegundum gististaða. Þegar heildarfjöldi gistinátta er sundurliðaður eftir land- svæðum kemur í ljós að árið 2002 voru tæp 40% gistinátta á höfuðborgarsvæðinu líkt og árið á undan og árið þar á undan. Rúmlega helmingur gistinátta útlendinga var á höfuðborgar- svæðinu en töluverður munur er þó á vali á áfangastað eftir rfkisfangi. Utlendingar gista hlutfalislega oftast á höfuðborgar- svæðinu og eru ferðamenn frá Bandaríkjunum, Kanada, Norðurlöndum, Bretlandi og írlandi þar mest áberandi. Ferðamenn frá Evrópu eyddu ábilinu 14—21% gistinátta sinna á Suðurlandi, Austurlandi og Norðurlandi eystra árið 2002 sem er mun hærra hlutfall en hjá öðrum útlendingum. Þá eru undanskildir óskilgreindir ferðamenn í flokknum önnur lönd sem eyddu rúmum 17% gistinátta sinna á Norðurlandi eystra og 15% á Austurlandi árið 2002. Hlutur útlendinga í gistináttafjölda hefur árið 2002 alls staðar aukist frá árinu 2001 nema á heimagististöðum, í

x

Gistiskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gistiskýrslur
https://timarit.is/publication/1383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.