Útvegur - 01.08.2003, Page 18

Útvegur - 01.08.2003, Page 18
16 Aðferðir og hugtök • Verkað innanlands. Afli sem er verkaður innanlands er samtala afla sem er landaður „til vinnslu innanlands" og afla sem fer á „markað til vinnslu innanlands". • Þar af í heimahöfn. Hér er átt við afla sem verkaður er innanlands en er landaður og unninn í heimahöfn. Með heimahöfn er átt við heimahafnir skipanna sem landa aflanum. Við útreikning á þessum afla er tekið tillit til tilfærslu skipa milli hafna með því að reikna aflann fyrir hvem dag ársins. • Landað unnið. Afli sem er landaður unninn er samtala afla sem landaður er „sjófrystur", „sjófrystur til endur- vinnslu innanlands" og „sjósaltaður". • Landað erlendis. Afli sem er landaður erlendis er samtala afla sem er „seldur úr skipi erlendis" og afla sem er „landað erlendis til bræðslu“. • Gámafiskur. Gámafiskur er afli sem landaður er „í gáma til útflutnings" og afli sem fer „á markað, í gáma til út- flutnings". I 5. kafla er afla íslenskra fxskiskipa skipt niður á kvóta- flokka skipanna. Kvótaflokkamir eru skilgreindir í lögum nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða. Flokkamir eru: togarar, skip með aflamark, smábátar með aflamark, smábátar með sóknardaga og krókaaflamarksbátar. Osamræmi er milli einstakra taflna um afla í fimmta og sjötta kafla. Þetta stafar af því að töflumar era unnar úr tveimur meginskrám (vigtarskýrslum og ráðstöfunar- skýrslum). Mismunur milli þessara tveggja skráa er tæknilegs eðlis og má segja að hann stafi af eftirfarandi: a) I ráðstöfunarskýrslunum er miðað við vinnslustað en ekki löndunarstað afla. Þegar fyrsti kaupandi fisks selur hluta aflans í annað sveitarfélag kemur fram misræmi milli gagna úr vigtarskýrslum og ráðstöfunarskýrslum. Dæmi: Vinnslustöð í Grindavík kaupir 10 tonn af bát. Þau viðskipti eru skráð á kaupandann í Grindavik. Ef hann selur síðan t.d. vinnslustöð í Keflavík 2 tonn af þessum afla, skráist vinnslan á þessum tveimur tonnum í Keflavík. Þetta hefur í för með sér að í ráðstöfunarskýrslu er skráður afli bæði í Grindavík (8 tonn) og í Keflavík (2 tonn). Viðskiptin milli upphaflegs kaupanda og báts (10 tonn) sem fram koma í vigtarskýrslu eru hins vegar eingöngu skráð í Grindavík. b) Hafi afla ekki verið ráðstafað í ákveðna vinnslu er hann talinn til birgða um mánaðamót. Því kemur fram mismunur milli þessara skráa í samanburði á mánuðum og stafar það af birgðabreytingum. c) Tilfærsla milli tegunda getur orðið við að afli er ekki vandlega tegundagreindur. Við vigtun koma stundum í ljós tegundir sem ekki eru skráðar í viðskiptum báts og stöðvar. Oftast er um óveralegt magn að ræða. d) í einstaka tilfellum verður rýrnun á magni frá frumsölu til vinnslu. e) Afli er í flestum tilfellum skráður í tonnum og verð í þúsundum króna. Einhver munur kemur fram þegar tölur era hækkaðar eða lækkaðar í næstu heilu tölu. í 7. kafla er gerð grein fyrir útflutningi sjávarafurða. Upplýsingar um útfluttar sjávarafurðir koma frá Utanríkis- verslunardeild Hagstofunnar. Þar hefur verið unnið að endurskoðun og breytingum á því flokkunarkerfi sem lagt er til grundvallar. Tölur yfir útflutning sem birtar era í Útvegi eru hinar sömu og Utanríkisverslunardeildin birtir. Samkvæmt þessari flokkun eru niðursoðnar sjávarafurðir nú flokkaðar sem iðnararvara. Þessi endurskoðun þýðir að töflur 7.4 og 7.5 (á geisladiski) innihalda ekki upplýsingar um sjávarafurðir í loftvörðum umbúðum. Einnig gildir að upplýsingar um árin 2001 og 2002 í töflu 7.3, myndum 7.1- 7.3 og mynd 7.9, eru unnar skv. þessari breyttu skilgreiningu. Fyrir þá sem kynnu að sakna þess að niðursoðnar sjávar- afurðir eru undanskildar, skal bent á að í töflum 7.1 og 7.2 er sérstakur dálkur þar sem gerð er grein fyrir magni og virði niðursoðinna afurða aftur til ársins 1979. Samtölur þessarra taflna eru því aðrar, en í töflum 7.3-7.5, fyrir árin 2000 til 2001. Stefnt er að því að flokka eldri gögn með þessari nýju aðferð og verða töflur þá endurskoðaðar m.t.t. þess. I 7. kafla er einnig greint frá útflutningi sjávarafurða í loftþéttum umbúðum og upplýsingar birtar eftir löndum fyrir árin 2001 og 2002 sem og samsvarandi upplýsingar fyrir afurðir úr fiskeldi. Þessar töflur (7.6 og 7.7) eru birtar á geisladiski. Upplýsingar um afla erlendra skipa sem landað var til vinnslu hérlendis eru birtar í töflum 8.1-8.7. Aftur á móti eru afurðir úr þessu innflutta hráefni taldar með í töflum um útflutning sjávarafurða í 7. kafla. I kafla 9 er greint frá heimsafla. Hér að framan er greint frá þeirri veiðisvæðaflokkun sem gengið er út frá í þessum kafla. Þess ber þó að geta að töflur sem greina frá veiði erlendra skipa á hafsvæðinu við Island og hafa að venju verið í Útvegi, era ekki birtar í þessu riti þar sem Alþjóða hafrannsóknarráðinu (ICES), sem safnarm.a. upplýsingum um afla erlendra ríkja við Island, hafa ekki borist tæmandi upplýsingar um veiði allra þeirra þjóða sem stunda veiðar á svæðinu. Framsetning efnis er með sama sniði og í Útvegi 2001. Allar samtölur era feitletraðar fremst og efst á síðum. Þetta verður til þess að fyrstu tölumar sem birtast eru samtalstölur en þær era síðan brotnar niður til hægri á síðunni og ofan frá og niður úr. Ritið er samansett af 9 köflum sem allir innhalda texta og töflur. Textinn er studdur myndum sem auðvelda lesandanum að glöggva sig á þróun, t.d. í veiðum ákveðinnar fisktegundar o.s.frv. yfir nokkurra ára tímabil. I töflum er síðan nánari útlistun á efni kaflanna. 1.3 Geisladiskur 1.3 CD-ROM Sem fyrr býðst notendum Útvegs að fá efni ritsins á geisla- diski. Geisladiskur auðveldar alla vinnslu með gögn þar sem töflumar era á Excel-formi. A geisladisknum eru allar sömu upplýsingar og í bókinni auk mikils magns viðbótarupplýsinga. I 5. kafla eru auk þeirra taflna, sem eru í bókinni, töflur um afla og aflaverðmæti eftir tegund löndunar niður á mánuði og tafla um meðalverð afla eftir tegund löndunar niðurá mánuði. Nýmæli erað í5. kaflaeru töflursem greina frá afla eftir kvótaflokkum skipa, heimahöfnum og fisk- tegundum (5.11) og afla eftir fisktegundum og mánuðum (5.20) þar sem búið er að brjóta upplýsingar niður á einstaka staði landsins. Einnig eru þar töflur um afla allra skipa, vélskipa, togara, opinna fiskibáta og rannsóknarskipa eftir veiðarfærum, tegundum og mánuðum. Loks er að finna töflu um afla og aflaverðmæti einstakra skipa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Útvegur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvegur
https://timarit.is/publication/1384

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.