Útvegur - 01.08.2003, Qupperneq 41
Afli og aflaverðmæti
39
5. Afli og aflaverðmæti
5. Catch and catch value
5.1 Heildarafli íslenskra skipa
5.1 Total catch oflcelandic vessels
Heildarafli íslenskra skipa árið 2002 var 2.133 þúsund tonn
sem er tæplega 147 þúsund tonnum meiri afli en á árinu
2001 (7,4%). Árið 2002 er því annað mesta aflaár íslands-
sögunnar en mestur hefur aflinn orðið 2,2 milljónir tonna
árið 1997.
Af botnfiski veiddust 450 þúsund tonn og jókst botnfisk-
aflinn því um rúm 11.500 tonn eða 2,6%. Þorskafli dróst
saman um tæp 27 þúsund tonn, var 213 þúsund tonn, og
nemur samdrátturinn 11,1%. Ysuafli jókst hins vegar um
10.100 tonn (25,4%) og ufsaafli um 9.900 tonn (31%).
Karfaafli jókst um 16.300 tonn (32,5%) og úthafskarfaafli
um 2.100 tonn (4,9%). Nokkur samdráttur varð hinsvegar í
steinbítsafla, alls veiddust 14.300 tonn samanborið við
tæplega 18 þúsund tonn á árinu 2001 og nemur samdrátturinn
20,3%.
Aukning varð á afla flatfisktegunda en á árinu 2002
veiddust rúmlega 35 þúsund tonn samanborið við tæplega
32.600 tonn á árinu 2001 sem er tæplega 2.600 tonna
aukning frá fyrra ári (7,9%). Aukning varð á afla allra
tegunda nema þykkvalúru og stórkjöftu. Þannig jókst
grálúðuaflinn um 2.600 tonn (15,5%) og skarkolaafli um
221 tonn ( 4,5%).
Uppsjávarafli jókst um 125 þúsund tonn (8,5%) og varð
1.593 þúsund tonn. Mikil aukning varð á veiði úr norsk-
íslenska sfldarstofninum, alls jókst aflinn um tæp 50 þúsund
tonn (63,5%) en afli úr sumargotsstofninum dróst saman
um 4.500 tonn (4,5%). Nokkur samdráttur varð í kolmunna-
afla. Kolmunnaflinn á árinu 2002 var 286 þúsund tonn
samanborið við 365 þúsund tonn á árinu 2001 og nemur
samdrátturinn um 79 þúsund tonnum (21,6%). Loðnuveiðin
var meiri á árinu 2002 en á árinu 2001. Alls veiddust 1.079
þúsund tonn af loðnu samanborið við 918 þúsund tonn á
árinu2001 ognemuraukningin 160þúsundtonnum(17,5%).
Heildarafli skel- og krabbadýra var tæplega 55 þúsund
tonn og jókst um tæp 8 þúsund tonn frá árinu 2001. Rækjuafli
jókst í fyrsta sinn frá árinu 1998. Alls veiddust tæplega
35.700 tonn samanborið við tæplega 31 þúsund tonn á árinu
2001 og nemur aukningin tæplega 4.900 tonnum (15,9%).
Einnig varð aukning á humarafla á milli ára. Á árinu 2002
veiddust 1.548 tonn sem er aukning um 128 tonn (9%) Þá
varð nokkur aukning afla kúfisks. Alls bárust tæplega
12.400 tonn á land og nemur aukningin 4.900 tonnum
(66,2%). Samdráttur varð í hörpudiskafla á milli ára. Á
árinu veiddust tæplega 5.200 tonn sem er 1.300 tonnum
minni afli (20,1%) en á árinu 2001.
Mynd 5.1 Heildarafli íslenskra fiskiskipa 1981-2002
Figure 5.1 Total catch of Icelandic vessels 1981-2002
1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001