Alþingiskosningar - 01.12.1993, Blaðsíða 15

Alþingiskosningar - 01.12.1993, Blaðsíða 15
Alþingiskosningar 1991 13 4. Atkvæði greidd utan kjörfundar Absentee votes Kjósandi, sem gerir ráð fyrir því að hann geti ekki vegna fjarveru eða af öðrum ástæðum sótt kjörfund á kjördegi á þeim stað þar sem hann er á kjörskrá, hefur heimild til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Skilyrði þess að mega greiða atkvæði utan kjörfundar hafa verið rýmkuð á síðari árum. Við kosningarnar 1916, er slík atkvæðagreiðsla fór fyrst fram, og lengi síðan var heimildin bundin við sjómenn og aðra, sem staddir yrðu utan þess hrepps eða kaupstaðar þar sem þeir stóðu á kjörskrá þá er kosning færi fram, og neyttu ekki hins almenna réttar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað í sama kjördæmi (sbr. 5. kafla hér á eftir). Með lögum nr. 15 5. apríl 1974 var heimildin látin ná til þeirra sem samkvæmt læknisvottorði væri ráðgert aðdveljast myndu á sjúkrahúsi á kjördegi, svo og barnshafandi kvenna sem ætla mætti að ekki gætu sótt kjörfund á kjördegi. Samkvæmt lögum nr. 4 15. mars 1983 máttu þeireinnig greiða atkvæði utan kjörfundar sem gátu ekki sótt kjörfund á kjördegi af trúarástæðum. Eftir breytingu á kosningalögunum 1987 er kjósanda, sem greiðir atkvæði utan kjörfundar, ekki lengur gert að tilgreina ástæðu þess að hann muni ekki geta sótt kjörfund á kjördegi. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram hjá sýslumönnum og hreppstjórum og um borð í íslensku skipi, enda hafi skipstjóri fengið afhent kjörgögn og kjósandinn skrásettur á skipinu. Erlendis má greiða atkvæði utan kjörfundarískrifstofusendiráðs.fastanefndareðasendiræðis- skrifstofu, svo og í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt auglýsingu utanríkisráðuneytisins fyrir kosningar. Aðgangur til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar var auð- veldaður með setningu laga nr. 15/1974 um breytingu á alþingiskosningalögum. Allir kjörræðismenn geta nú farið með atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eftir því sem utanrfkis- ráðuneytið ákveður, en þetta var áður bundið við að þeir væru af íslensku bergi brotnir og skildu fslensku. Þá var og í fyrr- nefndum lögum það nýmæli að kjörstjóra innanlands var heimilað að láta slíka atkvæðagreiðslu fara fram á sjúkrahúsi eða dvalarheimili aldraðra, enda væri kjósandi sjúklingur eða vistmaður á stofnuninni. Frá 1991 fer með sama hætti um stofnanir fyrir fatlaða og fangelsi. Við þjóðaratkvæðagreiðslur um sambandslög og stjórnar- skrá 1918 og 1944 var leyft að kjósandi greiddi atkvæði heima hjá sér væri hann ekki heimanfær til kjörstaðar sökum ellieðavanheilsu. Samaheimildvarsettílögfyriralþingis- kosningarnar 1923, en hún var síðan afnumin 1924 því að hætt þótti við misnotkun. Með lögum nr. 10/1991 var enn á ný sett ákvæði í kosningalög þess efnis að kjörstjóri innanlands geti heimilað kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund ákjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, að greiða atkvæði íheimahúsi. Slfkóskskal vera skrifleg, studd læknisvottorði og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar ein vika er til kjördags. Eftir eldri kosningalögum þurftu atkvæði greidd utan kjörfundar að vera komin í kjördeild þar sem hlutaðeigandi var á kjörskrá, áður en kjörfundi lyki. Þessu var breytt með kosningalögum nr. 52/1959. Samkvæmt 5. mgr. 71. gr. þeirra lagaernægjanlegt aðbréft með utankjörfundaratkvæði sé komið í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem hlutaðeigandi kjósandi er á kjörskrá áður en kjörfundi lýkur. Skulu kjörstjórnir senda slík bréf aðskilin til yfirkjörstjórnar. 7. yftrlit. Atkvæði greidd utan kjörfundar 1916-1991 og tala kjördeilda 1931-1991 Summary 7. Absentee votes 1916-1991 and number ofpolling stations 1931-1991 Utankjörfundaratkvæði af hundraði Utankjörfundaratkvæði af hundraði greiddra atkvæða Absentee votes Kjör- greiddra atkvæða Absentee votes Kjör- as per cent ofvotes cast deildir as per cent ofvotes cast deildir Alls Karlar Konur Polling Alls Karlar Konur Polling Total Males Females stations Total Males Females stations 1916 1,9 2,2 1,0 1956 9,6 10,8 8,3 394 1918 þjóðaratkvgr. 1959,júní 10,9 13,4 8,3 387 Referendum 12,0 6,2 30,0 1959, október 7,4 9,4 5,4 384 1919 2,2 3,0 1,8 1963 8,3 10,2 6,4 371 1923 13,0 8,7 17,6 1967 8,7 10,3 7,0 346 1927 6,4 8,7 3,7 1968 forsetakjör 1931 7,5 9,4 5,5 275 Presidential elections 11,1 12,6 9,6 333 1933 9,3 10,0 7,4 266 1971 9,7 11,6 7,6 330 1934 7,9 7,7 5,2 332 1974 13,4 14,8 12,0 328 1937 12,2 15,3 6,4 343 1978 13,2 14,7 11,7 336 1942, júlí 11,4 13,2 9,4 359 1979 9,6 11,4 7,9 336 1942, október 6,5 8,1 4,8 400 1980 forsetakjör 1944 þjóðaratkvgr. Presidential elections 13,8 15,0 12,5 334 Referendum 18,8 17,7 19,7 383 1983 8,3 9,9 6,6 345 1946 12,7 15,1 10,3 394 1987 10,0 11,5 8,5 353 1949 7,9 10,0 5,8 393 1988 forsetakjör 1952 forsetakjör Presidential elections 13,4 13,2 13,8 331 Presidential elections 9,2 11,0 7,2 396 1991 8,8 10,2 7,4 346 1953 9,1 10,3 7,8 398
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Alþingiskosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingiskosningar
https://timarit.is/publication/1387

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.