Alþingiskosningar - 01.09.1995, Síða 5

Alþingiskosningar - 01.09.1995, Síða 5
Formáli Kosningaskýrslur voru fyrst gefnar út hér á landi árið 1882 og tóku þær til alþingiskosninga árið 1880 og aukakosninga árið 1881. Arið 1912 var í Landshagsskýrslwn birt skýrsla Klemensar Jónssonar um allar almennar þingkosningar árin 1874-1911. Eftir þetta tóku við kosningaskýrslur Hag- stofunnar og náðu hinar fyrstu til alþingiskosninga árin 1908-1914. Hagstofan hefur frá upphafi gefið út skýrslur sínar um alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðar- atkvæðagreiðslur í röðinni Hagskýrslur Islands og hafa þar birst 32 rit urn þessar kosningar. Þá hefur Hagstofan tekið saman skýrslur um sveitarstjórnarkosningar frá árinu 1930 og lengst af birt í Hagtíðindum. En frá og með sveitar- stjórnarkosningum 1990 eru þær gefnar út sérstaklega sem hluti af Hagskýrslum Islands. Arið 1988 gaf Hagstofan út í tveimur bindum allar skýrslur sem gerðar höfðu verið um kosningar til Alþingis og sveitar- stjórna, forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslur tímabilið 1874—1987. Þessar skýrslur voru alls 43 að tölu, en síðan hafa komið út skýrslur um forsetakjörið 1988, sveitarstjórnar- kosningar 1990og alþingiskosningar 1991 og 1995. Þessmá geta að á því hartnær 51 ári, sem liðu frá stofnun lýðveldisins til síðustu alþingiskosninga, hefur verið kosið 16 sinnum til Alþingis. Fyrstu alþingiskosningarnar eftir stofnun lýðveldisins fóru fram á árinu 1946 og frá því hafa að meðaltali liðið 3 ár og 3 mánuðir milli alþingiskosninga. Sú skýrsla, sem hér birtist um alþingiskosningarnar 1995, er 47. kosningaskýrslan frá upphafi. Skýrslur um alþingis- kosningar hafa breyst talsvert í áranna rás þótt skýrsluefnið hafí verið hið sama. Hafa breytingarnar ráðist fyrst og fremst afbreytingumákosningalögumogkjördæmaskipan.Skýrslur um alþingiskosningar breyttust verulega með þeirri skýrslu sem tók til kosninganna 1987, og stafaði það af breytingum á stjómskipunarlögum árið 1984 og á kosningalögum það ár og árið 1987. Meginbreytingin var sú að hinar flóknu reglur um úthlutun þingsæta, sem fyrst voru í gildi í kosningunum 1987, gerðu það nauðsy nlegt að fram kæmi í kosningaskýrslu miklu rækilegar en áður hvernig þingsætum væri ráðstafað og endanleg úrslit fengin. Þessu er og fylgt í þeirri skýrslu sem hér birtist, og er hún með svipuðu sniði og skýrslurnar um kosningarnar 1987 og 1991. Það nýmæli er í þessari skýrslu að f henni birtast meiri upplýsingar um frambjóðendur en verið hefur. Þessar upplýsingar eru reistar á sérstakri könnun meðal frambjóðenda sem gerð var í þeim tilgangi að greina skiptinu þeirra eftir atvinnustétt, atvinnugrein, starfsstétt og menntun auk skiptingar eftir kyni og aldri. Var könnuninni hagað þannig að unnt væri að bera niðurstöður hennar saman við hina reglubundnu vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sem gerð var um svipað leyti. Fyrir þessu er gerð nánari gein í 6. kafla þessa rits. Heimildir þær um alþingiskosningarnar 8. apríl 1995, sem þessi skýrsla byggist á, eru eftirfarandi: 1. Tölur um kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði eru eftirskýrslumundirkjörstjórna, semþærgeraáeyðublöð og Hagstofan lætur í té. 2. Upplýsingar um framboðslista, þ.m.t. nöfn, starfsheiti og heimilisföng frambjóðenda, eru eftir auglýsingum yfirkjörstjórna þar að lútandi, en þær hafa verið samræmdar. Þar sem upplýsingaratriði hefur vantað í auglýsingu hefur þeim verið bætt í eftir öðrum heimildum, svo sem eftir upplýsingum frambjóðenda eða starfsmanna framboðsaðila. Fullt heimilisfang er ritað ef það er í strjálbýli, en annars er aðeins getið þéttbýlisstaðar. 3. Upplýsingar um atvinnu og menntun frambjóðenda voru fengnar með sérstakri könnnun meðal frambjóð- enda, eins og áður sagði. 4. Tölur um kosningaúrslit og úthlutun þingsæta eru fengnar úr skýrslum yfirkjörstjórna til landskjörstjórnar og úr skýrslum landskjörstjórnar til Hagstofunnar, en hún hefur sjálf skipulagt framsetningu efnisins. A Hagstofunni hafa Guðni Baldursson og Hermann Þráinsson séð um gagnasöfnun, úrvinnslu og gerð þessarar skýrslu að öðru leyti en varðar gerð og úrvinnslu fram- bjóðendakönnunar sem þeir Omar Harðarson og Lárus Blöndal sáu um. Hagtofustjóri ritstýrði verkinu en Sigurborg Steingrímsdóttir annaðist umbrot ritsins. Hagstofu Islands í september 1995 Hallgrímur Snorrason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Alþingiskosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþingiskosningar
https://timarit.is/publication/1387

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.