Alþingiskosningar - 01.09.1995, Side 14

Alþingiskosningar - 01.09.1995, Side 14
12 Alþingiskosningar 1995 þar sem hann á lögheimili samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag. Hagstofa Islands lætur sveitar- stjórnum í té stofn að kjörskrá sem þær gera síðan svo úr garði að úr verður gild kjörskrá. Hana skal leggja fram eigi síðar en 10 dögum fyrir kjördag. Sveitarstjórn ber að leiðrétta kjörskrá fram á kjördag berist henni vitneskja um andlát eða að einhver hafi öðlast íslenskt ríkisfang eða misst það svo og vegna athugasemda sem við kjörskrá eru gerðar ef við á. Hins vegar er óheimilt að breyta kjörskrá vegna flutninga sem ekki hafa verið tilkynntir Þjóðskrá fyrir viðmiðunardag kjörskrár, þremur vikum fyrir kjördag. Með þessum nýju ákvæðum fellur niður hin sérstaka kærumeðferð hjá sveitarstjórn eða fyrir dómi sem eldri lagaákvæði skipuðu fyrir um. Tölur kjörskrárstofns hafa ævinlega verið hærri en endanlegrar kjörskrár. Munurinn var þó sáralítill árin 1991 og 1995 og stafaði það aðallega af því að ekki eru lengur teknir á kjörskrárstofn aðrir en þeir sem náð hafa kosningaaldri á kjördegi. Aðrar ástæður em styttri framlagningarfrestur en 3. Kosningaþátttaka Participation in the elections Við kosningarnar 8. apríl 1995 greiddi atkvæði alls 167.751 kjósandi eða 87,4% af öllum kjósendum á kjörskrá. Er þetta minnsta þátttaka í alþingiskosningum síðan 1946. Mest hefur hún orðið 92,1% árið 1956. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20.-23. maí 1944 um niðurfellingu sambandslagasamningsins við Dani frá 1918 og stofnun lýðveldis var þátttakan 98,4%. í 2. yfirliti er sýnd kosningaþátttaka síðan 1874, fyrir kjósendur í heild svo og karla og konur sérstaklega. Við kosningarnar 1995 greiddu atkvæði 87,3% karla sem voru á kjörskrá, en 87,5% kvenna. Er það í fyrsta sinn sem kosningaþátttaka kvenna er meiri en karla í alþingiskosningum en við forsetakjör 1980 og 1988 var þátttaka kvenna einnig meiri en karla. Aður hafði verið minnstur munur á þátttöku karla og kvenna í alþingiskosningunum árið 1991 en þá var kosningaþátttaka karla 87,9% og kvenna 87,3%. Við forsetakjör 1980 og 1988 voru þessi hlutföll 90,1 % og 90,9% í fyrra skiptið og í hið síðara 68,0% og 77,6%. Kosninga- þátttaka kvenna í alþingiskosningunum 1995 var meiri en þátttaka karla í öllum kjördæmum utan Norðurlands- kjördæmanna tveggja. í 5. yfirliti sést hve kosningaþátttaka var mikil í einstökum kjördæmum. Mest varkosningaþátttakaáSuðurlandi, 90,9%, og þar var jafnframt mest þátttaka karla, 90,7%, og kvenna, 91,0%. í Reykjavík var þátttakan minnst, 86,0%. Þátttaka karla og kvenna var einnig minnst þar, 85,8% og 86,2%. Hér verður þó að hafa í huga að þar eru langflestir á kjörskrá sem eiga lögheimili erlendis en nýta sér ekki kosningarrétt sinn. I töflu 1 er sýnt hve margir kjósendur greiddu atkvæði og hlutfallslegþátttakaþeirraíhverjusveitarfélagi. Hverkjósandi áður var og afnám kjörskrárkæra. Flestar breytingar frá kjörskrárstofni til endanlegrar kjörskrár verða nú vegna dauðsfalla. I 3. yfirliti er sýnt hve margir þeirra sem voru á kjörskrár- stofni til alþingiskosninganna 8. apríl 1995 áttu lögheimili hér á landi eða erlendis viðmiðunardag kjörskrár, 18. mars 1995. Þeir sem áttu lögheimili erlendis voru 6.331 eða 3,3% af fjölda kjósenda ákjörskrárstofni og svaraði það til 2,4% af íbúatölunni. í alþingiskosningunum 1995 voru konur á kjörskrá 131 fleiri en karlar. Að meðaltali voru 3.047 kjósendur á kjörskrá á bak við hvern þingmann samanborið við 2.901 við kosning- amar 1991. Tafla 1 sýnirfjöldakjósendaíhverjukjördæmiogíhverju sveitarfélagi. Ennfremur eru þar birtar tölur fyrir hvem kjör- stað í Reykjavík. 14. yfirliti er sýnd tala kjósenda á kjörskrá á hvern þinemann í hveriu kiördæmi í alþingiskosningunum 1983, 1987, 1991 og 1995. er talinn í því sveitarfélagi þar sem hann stóð á kjörskrá en ekki þar sem hann greiddi atkvæði ef hann nýtti sér heimild til þess að greiða atkvæði í öðru sveitarfélagi í kjördæminu (sjá 5. kafla). I 6. yfirliti sést hvernig sveitarfélögin innan hvers kjördæmis og á landinu í heild skiptust eftir kosninga- þátttöku. I nær tveimur af hverjum fimm sveitarfélögum var kosningaþátttaka meiri en 90%. kosningaþátttaka 95% eða meiri: í eftirtöldum hreppum Skarðshreppur í Skagafirði 98,7% Grímseyj arhreppur 98,6% Mosvallahreppur 97,6% Grafningshreppur 97,1% Mýrahreppur 96,2% Kirkj uból shreppur 95,5% Skeiðahreppur 95,4% Lundarreykj adalshreppur 95,3% S vínavatn shreppur 95,3% Mj óafj arðarhreppur 95,2% V estur-Landeyj ahreppur 95,1% í alþingiskosningunum 1995 var kosningaþátttaka 95% eða meiri í 11 hreppum. Er það sami fjöldi hreppa og 1991 en árið 1987 voru 19 sveitarfélög með jafnmikla eða meiri þátttöku. Árið 1995 var kosningaþátttaka undir 80% í 4 hreppum en í 8 hreppum 1991. Kosningaþátttaka var minnst íSkagahreppi76,l%,Raufarhafnarhreppi77,7%,Glæsibæjar- hreppi 78,9% og Þverárhlíðarhreppi 79,3%.

x

Alþingiskosningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþingiskosningar
https://timarit.is/publication/1387

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.