Alþingiskosningar - 01.09.1995, Side 20
18
Alþingiskosningar 1995
12. yfirlit. Frambjóðendur og framboðslistar við alþingiskosningar 1959-1995
Summary 12. Candidates and candidate lists for general elections 1959-1995
Framboðslistar Candidate lists Frambjóðendur Candidates
Fjöldi Number %
A is Total Karlar Males Konur Females Karlar Males Konur Females
1959, október 35 438 402 36 92 8
1963 33 402 371 31 92 8
1967 35 450 406 44 90 10
1971 42 525 447 78 85 15
1974 46 556 459 97 83 17
1978 47 598 449 149 75 25
1979 37 474 355 119 75 25
1983 45 556 361 195 65 35
1987 64 958 521 437 54 46
1991 67 1.029 560 469 54 46
1995 56 843 418 425 50 50
bandalag og óháðir og Samtök um kvennalista (hér eftir
nefndur Kvennalisti). Náttúrulagaflokkur Islands (hér eftir
nefndur Náttúrulagaflokkur) bauð fram í 4 kjördæmum,
Reykjavík, Reykjanesi, Vesturlandi og Suðurlandi. Kristileg
stjórnmálahreyfing bauð fram í tveimurkjördæmum, Reykja-
vík og Reykjanesi. Vestfjarðalistinn, samtök stuðningsmanna
Péturs Bjarnasonar, bauð fram á Vestfjörðumog Suðurlands-
listinn, listi utan flokka á Suðurlandi, bauð fram þar. Urðu
framboðslistar því 8 í Reykjavík, Reykjanesi og Suðurlandi,
7 á Vesturlandi og Vestfjörðum og 6 í hverju hinna þriggja
kjördæmanna.
Framboðslistar urðu þannig 56 að tölu við kosningarnar í
aprfl 1995 en höfðu áður orðið flestir 67 árið 1991 og 64 árið
1987. Frambjóðendur voru alls 843 samanborið við 1.029
árið 1991 og 958 árið 1987.
I 10. yfirliti er sýnd tala frambjóðenda eftir kyni, í hverju
kjördæmi og fyrir hvert landsframboð við alþingiskosningar
1995. Jafnframt er sýnd sérstaklega tala karla og kvenna sem
skipuðu þrjú efstu sæti á lista. 111. yfirliti kemur fram fjöldi
karlaogkvennaáhverjumframboðslista. 112. yfirliti kemur
framfjöldilistaogframbjóðendaviðhverjaralþingiskosningar
sem haldnarhafa verið fráþví núverandi kjördæmaskipan var
tekin upp með hlutfallskosningu í öllum kjördæmum.
Við alþingiskosningarnar 8. aprfl 1995 voru fleiri konurí
framboði en karlarog hefurþað ekki gerst áður. Við kosning-
arnar í október 1959 og 1963 voru konur aðeins um 8%
frambjóðenda en þeim hefur síðan fjölgað jafnt og þétt. Arið
1978 var fjórði hver frambjóðandi kona, árið 1983 voru
konur 35% allra frambjóðenda og nær 46% við kosningarnar
1987 og 1991. Við kosningarnar í apríl 1995 voru425 konur
í framboði, 50,4% frambjóðenda, en 418 karlar, 49,6%.
Konum í þremur efstu sætum á lista hefur einnig fjölgað að
mun eða úr 37% árið 1991 í 42% í apríl 1995.
I þessu sambandi skiptir töluverðu máli að allir fram-
bjóðendur Kvennalista eru konur. Séu þær frátaldar reynist
hlutfall kvenna meðal frambjóðenda hafa verið 42% við
kosningarnar 1995 en 38% árið 1991. Hjá stjórnmála-
samtökum öðrum en Kvennalista, sem buðu fram í öllum
kjördæmum, voru konur fæstar hjá Sjálfstæðisflokki, 31%,
hjá Alþýðuflokki og Framsóknarflokki var hlutfall kvenna
41-42%, hjá Alþýðubandalagi og óháðum 45%, og hjá
Þjóðvaka var hlutfall kvenna af frambjóðendum 52%.
Aldursdreifmg frambjóðenda
Meðalaldur frambjóðenda við kosningamar 8. aprfl 1995 var
43,8 ár (13. yfirlit). Meðalaldur karla var heldur hærri en
kvenna, 44,7 ár á móti 43 árum. Röskur helmingur
frambjóðenda var á aldrinum 35-54 ára, 19% voru eldri en
24% yngri. Ekki varmikill munurámeðalaldri frambjóðenda
eftir stjórnmálaflokkum. Af þeim stjórnmálasamtökum sem
buðu fram í öllum kjördæmum var meðalaldur frambjóðenda
Alþýðubandalags og óháðra lægstur, 43,3 ár, en hæstur var
hann hjá Sjálfstæðisflokki, 45,9 ár. Hins vegar var dreifing
frambj óðenda eftir aldursflokkum töluvert ólík hj á flokkunum
sem buðu fram í öllum kjördæmum. A aldursbilinu 35-54 ára
voru 55% frambjóðanda Framsóknarflokks, 53% fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokks, 57% frambjóðanda Alþýðuflokks
og Þj óð vaka, 62% frambjóðanda Alþýðubandalags og óháðra
og 67% frambjóðenda Kvennalista. Frambjóðendur 65 ára
og eldri voru 22-23% þeirra sem voru á listum hjá Alþýðu-
flokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, 17% hjá
Alþýðubandalagi ogóháðumog Þjóðvakaog 15% hjáKvenna-
lista. Hlutfall frambjóðanda 34 ára og yngri var lægst hjá
Kvennalista, 18,5%, hjá Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi
og óháðum var það um 21%, hjá Sjálfstæðisflokki 24%,
Þjóðvaka 25% og Framsóknarflokki nær 28%.
Atvinna og störf
Af frambjóðendunum 843 reyndust 767 eða 91% vera á
vinnumarkaði en 76 eða 9%, voru utan hans (14. yfirlit).
Þetta er talsvert meiri atvinnuþátttaka en er í landinu en
samkvæmt vinnumarkaðskönnun í apríl 1995 voru 84%
landsmanna 18-74 ára á vinnumarkaði en 16% utan hans.
Þessi munur skýrist að mestu leyti af mismunandi aldurs-
dreifingu frambjóðenda og þátttakenda í vinnumarkaðs-
könnun. Þrjú kjördæmi skera sig úr með mikla atvinnu-
þátttöku frambjóðenda, 93-95%, Norðurland eystra, Austur-
land og Suðurland. Atvinnuþátttakaframbjóðenda var minnst
íReykjavík, 89,5%.Sélitiðtilatvinnuþátttökuframbjóðenda
eftir kyni (15. yfirlit) reyndist hún mun meiri hjá bæði körlum