Alþingiskosningar - 01.09.1995, Page 79

Alþingiskosningar - 01.09.1995, Page 79
Alþingiskosningar 1995 77 Viðauki Hugtök Aldur. Við birtingu gagna eftir aldri svarenda er miðað við kj ördag hj á frambj óðendum en 15. dag könnunarmánaðar hj á svarendum í vinnumarkaðskönnuninni. Atvinnugrein. Atvinnustarfsemi þeirra fyrirtækj a sem fólk starfar hjá eða starfaði síðast hjá er flokkuð í samræmi við íslenska atvinnugreinaflokkun, ISAT 95, sem byggð er á atvinnugreinaflokkun Evrópusambandsins, NACE (1. endursk.). Atvinnustarfsemierflokkuðmeðfjögurratölustafa atvinnugreinamúmeri enda þótt aðeins séu birt heiti atvinnu- greinabálka í skýrslum. Bálkurinn námugröftur ertalinn með iðnaði og heimilishald með launuðu starfsfólki og starfsemi alþjóðlegra stofnana eru talin með í bálknum önnur samfélags- þjónusta, félagastarfsemi, menningarstarfsemi o.fl. Atvinnustétt. Skilgreindar eru fjórar atvinnustéttir: Laun- þegar, einyrkjar, atvinnurekendur og ólaunað skyldulið. Einyrkjum og atvinnurekendum er slegið saman í einn hóp, sjálfstætt starfandi. Launþegar eru þeir sem em starfandi og telja sig vera launþega eða em á undirverktakasamningi með starfsskyldur launþega. Til launþega teljast einnig þeir sem eru atvinnulausir og em að leita sér að vinnu sem launþegar og hafa ekki leitað eftir leyfum, fjárhagsaðstoð, lóð eða þ.h. í þeim tilgangi að hefja sjálfstæðan rekstur. Atvinnuþátttaka. Fylgt er skilgreiningum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO) á grundvallarhugtökum um vinnu- markað en þær eru notaðar á alþjóðavettvangi. Helstu skilgreiningar em þessar: Atvinna. Hvers konar vinna gegn endurgjaldi í peningum eða fríðu, ólaunuð vinna við fyrirtæki eigin fjölskyldu, ólaunuð vinna við byggingu eigin íbúðarhúsnæðis eða framleiðslu til eigin neyslu. Ennfremur vinna við listsköpun jafnvel þótt viðkomandi hafi ekki tekjur af henni. Ólaunuð vinna við heimilishald á eigin heimili telst ekki atvinna í skilningi vinnumarkaðskannana. Atvinnulausir. Fólk telst vera atvinnulaust ef það hefur ekki atvinnu og uppfyllir auk þess eitthvert eftirfarandi skilyrða: 1. Hefur leitað sér vinnu sl. fjórar vikur og er tilbúið að hefja störf innan tveggja vikna frá því könnun er gerð. 2. Hefur fengið starf en ekki hafið vinnu. 3. Bíður eftir að vera kallað til vinnu. 4. Hefur gefist upp á að leita að atvinnu en bjóðist starf er það reiðubúið að hefja vinnu innan tveggja vikna. Námsmenn, þ.m.t. þeir sem leita námssamnings í iðngrein, teljast því aðeins atvinnulausir að þeir hafi leitað að vinnu með námi eða framtíðarstarfi sl. fjórar vikur og eru tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna frá því könnun er gerð. Starfandi. Fólk telst vera starfandi (hafa atvinnu) ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarvikunni eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Fólk í barnsburðarleyfi telst vera fjarverandi frá vinnu hafi það farið í leyfi úr launuðu starfi j afnvel þótt það hafi ekki hug á að hverfa aftur til sama starfs. Utan vinnuafls. Fólk telst vera utan vinnuafls ef það er hvorki í vinnu né fullnægir skilyrðum um að vera atvinnulaust. Vinnuafl samanstendur af starfandi og atvinnulausu fólki. Menntun. Miðað er við hæstu prófgráðu viðkomandi. Svörin eru flokkuð í samræmi við menntunarflokka ISCED, Alþjóðlegu menntunarflokkunarinnar. Grunnskólamenntun samsvarar flokkum 1 og 2, starfsmenntun og framhalds- skólamenntun sem lýkur með stúdentsprófi svarar til flokka 3 og 5 og háskólamenntun samsvarar flokkum 6 og 7. Skipting háskólamenntaðra. Skiptingin byggist á deilda- skiptingu við Háskóla Islands. Starfsstétt. Starf s varenda eða síðasta starf þeirra er flokkað í samræmi við Islenska starfaflokkun, ISTARF-95, sem by ggð er á alþj óðastarfaflokkuninni ,ISCO-88.Við flokkunina eru notuð fjögur þrep flokkunarkerfisins en niðurstöður birtar skv. fyrsta þrepi.

x

Alþingiskosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþingiskosningar
https://timarit.is/publication/1387

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.