Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2019, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 05.09.2019, Blaðsíða 10
Árið 2000 Sjómannamerkið flutt Ákveðið var að flytja minnismerki sjómanna frá bakgarðinum við Holtaskóla, en þar hafði það staðið frá árinu 1978. Þetta fallega listaverk Ásmundar Sveinssonar fékk nýjan stað við Norðfjörðsgötu, þar sem það hefur verið síðan. Þetta ár sáu um 20.000 manns glæsilega flugeldasýningu sem var hápunktur Ljósanætur. Viðar Oddgeirsson tók saman gömul myndbrot frá sögu bæjarins og sýndi í fyrsta sinn. Upphafið að einhverju stóru Fyrsta Ljósanæturhátíðin árið 2000 heppnaðist mjög vel en var ekki fjölmenn miðað við seinni hátíðir en mjór er mikils vísir. Þetta má sjá á myndinni frá flugeldasýningunni, þar er ekki þéttur mannfjöldi niðri við sjó. Eitthvað var um skemmtiatriði og nokkuð um listsýningar en menning og listir áttu sannarlega eftir að aukast mikið á komandi árum. Þá voru verslunareigendur og þjónustuaðilar einnig fljótir að taka við sér með tilboð. Á myndinni til vinstri má sjá gesti pútta á Keflavíkurtúni og gamla svip á Duus-húsum. Íslendingur lýstur upp á Ljósanótt Víkingaskipið Íslendingur sigldi inn Stakksfjörðinn með tilkomumiklum hætti á þriðju hátíðinni, árið 2002. Það var ljósum prýtt í tilefni Ljósanætur. Hér (á myndinni að neðan) sést fleyið koma inn að Keflavíkurbergi sem er upplýst. Veðurblíða var eins og svo oft á Ljósanótt mörg fyrstu árin. Árið 2001 Árið 2002 Ljósanæturframkvæmdir Forráðamenn Reykjanesbæjar hafa jafnan notað Ljósanótt sem tímamarkmið eða tímaramma varðandi hinar og þessar framkvæmdir. Hér má sjá starfsmenn Nesprýði árið 2003 að helluleggja Hafnargötuna niður við Duus- torfuna. Við Víkurfréttamenn höfum yfirleitt verið á þönum við útgáfuna fyrir hátíðina og því sjaldan verið beinir þátttakendur en árið 2003 héldum við þó ljósmyndasýningu. Sýndum þá myndir úr safni Víkurfrétta. Hér má sjá Pál Ketilsson, ritstjóra og Hilmar Braga Bárðarson, fréttastjóra, með Einar Júlíusson, pottafyrirsætu, á einni myndinni. Ritstjórinn hafði þetta svolítið fjölskyldutengt þetta árið því Hildur Björk dóttir hans var förðuð í ljósanæturlitunum og var fyrirsæta á forsíðu dagskrárblaðs VF. Árið 2003 Gulldrengirnir verðlaunaðir Árið 2004 voru Gulldrengir Keflavíkur heiðraðir með stjörnuspori fyrir framan K-sport á Hafnargötunni í miðbæ Keflavíkur. Þetta voru náttúru- lega knattspyrnuhetjur bítlabæjarins sem unnu fjóra Íslandsmeistaratitla á árunum 1964 til 1973 og einn bikarmeistaratitil til viðbótar. Meðal atriða var heimsókn Landhelgisgæslunnar en þyrla frá henni kom til Keflavíkur og sést hér á skemmtilegrimynd. Árið 2004 10 LJÓSANÓTT 20 ÁRA f immtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.