Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2019, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 05.09.2019, Blaðsíða 32
Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi skipi verður háð á skrifstofu embættis- ins að Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík sem hér segir: VALÞÓR, GK, Gullbringusýsla, (FISKISKIP), fnr. 1081, þingl. eig. Valþór ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 09:00. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Austurgata 1, Sandgerði, fnr. 209- 4642, þingl. eig. Gunnar Baldur Vagnsson og Sólveig Björk Jensen og Jónína Hrönn Baldursdóttir og Pétur Jóhannes Jensen, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær og Tryggingamið- stöðin hf., þriðjudaginn 10. septem- ber nk. kl. 09:45. Tjarnabraut 22, Njarðvík, fnr. 228- 1797, þingl. eig. Gunnþór Hlíðars- son, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 10:20. Kirkjubraut 7, Njarðvík, fnr. 209- 3774, þingl. eig. JV Capital ehf, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 10:40. Hafnargata 15, Sveitarfélagið Vogar, fnr. 209-6691, þingl. eig. Margrjet Lára Estherardóttir og Hasan Al Haj, gerðarbeiðendur Vörður trygg- ingar hf. og Sýslumaðurinn á Suður- nesjum, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 11:25. Hvassahraun 14, Sveitarfélagið Vogar, 50% ehl. gþ., fnr. 233-3131, þingl. eig. B&K ehf., gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 12:00. Norðurhóp 42, Grindavík, 50% ehl. gerðarþola, fnr. 231-4981, þingl. eig. Radoslav Cabák, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan ehf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 12:35. Staðarhraun 54, Grindavík, fnr. 209- 1916, þingl. eig. Þórir Sigfússon, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vörður tryggingar hf., þriðju- daginn 10. september nk. kl. 12:50. Hvalvík 4, Keflavík, fnr. 229-3060, þingl. eig. Sigurður Smári Gylfa- son, gerðarbeiðandi Landeign ehf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 13:40. Túngata 22, Keflavík, fnr. 209-0990, þingl. eig. Fasteignafélagið Stapi ehf., gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 14:00. Túngata 22, Keflavík, fnr. 209-0991, þingl. eig. Fasteignafélagið Stapi ehf., gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Vörður tryggingar hf., þriðju- daginn 10. september nk. kl. 14:00. Víkurbraut 13, Keflavík, fnr. 209- 1297, þingl. eig. Fasteignafélagið Stapi ehf., gerðarbeiðendur Lands- bankinn hf. og Vörður tryggingar hf. og Húsfélagið Víkurbraut 13, þriðju- daginn 10. september nk. kl. 14:20. Vatnsnesvegur 29, Keflavík, fnr. 225-7752, þingl. eig. Katharine Svala Rinaudo, gerðarbeiðandi Íbúðalána- sjóður, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 14:40. Grænásbraut 604A, Keflavíkur- flugvöllur, fnr. 230-8873, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeið- endur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 09:30. Grænásbraut 604A, Keflavíkur- flugvöllur, fnr. 230-8874, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeið- endur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 09:40. Grænásbraut 604A, Keflavíkur- flugvöllur, fnr. 230-8877, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeið- endur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 09:50. Grænásbraut 604A, Keflavíkur- flugvöllur, fnr. 230-8878, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeið- endur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 10:00. Grænásbraut 604A, Keflavíkur- flugvöllur, fnr. 236-9584, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeið- endur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 10:10. Grænásbraut 604A, Keflavíkur- flugvöllur, fnr. 236-9585, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeið- endur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 10:20. Grænásbraut 604A, Keflavíkur- flugvöllur, fnr. 236-9588, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeið- endur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 10:30. Grænásbraut 604A, Keflavíkur- flugvöllur, fnr. 236-9589, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeið- endur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 10:40. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 2. september 2019 UPPBOÐ Stóri Rússinn færður og rifinn Jæja þá er stóri, blái Rússinn farinn frá sínum viðverustað við Njarð- víkurhöfn en hann fór reyndar ekki langt, bara aðeins innar í höfnina þar sem á að rífa asbest úr honum og efri hlutann af skipinu. Svo verður það dregið í slippinn í Njarðvík þar sem það verður endalega rifið niður. Hvaða dall er ég að tala um? Jú ég er að tala um Orlik sem er búið að vera draugaskip í Njarðvíkurhöfn. Aðeins út í sögu skipsins. Orlik var smíðaður árið 1983 í Rússlandi og voru ansi margir frystitogarar samskonar og hann smíðaðir í Rússlandi. Hann er 62 metra langur og 14 metra breiður og mælist um 669 tonn. Orlik var búinn að stunda úthafs- karfaveiðar utan við 200 sjómílurnar djúpt úti af Reykjanesinu í stefnu frá Eldey, og hafði t.d. landað sumarið 2013, 1400 tonnum í 4 löndunum og mest 540 tonn í einni ferð. Um haustið 2013 kom upp mikill eldur í togarnum þar sem hann lá í höfn í Hafnarfirði, en þar voru þessi skip (sem vanalega voru 2 saman) lögð og lágu þar allan veturinn þangað til þau fóru aftur á veiðar á úthafskarfa. Síðan það kviknaði í skipinu þá hefur Orlik verið vandræðagripur bæði í Hafnarfirði og líka í Njarðvík. Var endalaust rifist um niðurrif á skipinu hvernig það átti að gerast og hver, og það var ekki fyrr en skipið fór að leka all hressilega fyrir nokkrum vikum síðan við Njarðvíkurhöfn og var hálf- sokkið að skriður komst á málið. Þá var loks hægt að fá öll leyfi til þess að hefja niðurrif, en þar með var þetta mál búið að þvælast í kerfinu í um 6 ár. Það er mikið verk að rífa þetta skip því skipið sjálft er um 1800 tonn að þyngd og gríðarlega mikið magn af stáli og öðru efni í skipinu. Gæti niðurrifið tekið um 4 til 6 mánuði. Grafinn var ansi mikill skurður innarlega í Njarðvíkurhöfn og á stór- streymisflóði. Þá var Orlik fleytt eins langt upp og hægt var. En nóg um þetta skip, allavega að sinni. Nýr bátur kom til Suðurnesjabæjar, eða Sandgerðis. Þar er fyrirtækið Nýfiskur en það hafði um árabil gert út bátinn Von GK sem er 15 tonna plastbátur til línuveiða. Reyndar var Von GK gerð út af Útgerðarfélagi Sandgerðis sem Nýfiskur átti. Þegar Nesfiskur keypti Nýfisk þá var Út- gerðfélag Sandgerðis líka með í kaup- unum og eitt af fyrstu verkefnum var að skoða það að fá nýjan bát í staðinn fyrir Von GK sem hafði reynst Sandgerðingum mjög vel þau ár sem báturinn var gerður út. Von GK var smíðaður árið 2007 og alla tíð verið gerður út undir sama nafni. Nýi báturinn er líka plastbátur og heitir Margrét GK 33 og er Viking bátur. Samskonar bátur og Margrét GK er á Hornafirði og heitir Vigur SF. Reyndar er Vigur SF 30 tonna bátur og um 15 metra langur, en Mar- grét GK er 21 tonna bátur og um 13,2 metra langur. Þetta nafn Margrét kemur frá Bæjarskerjum í Sandgerði en þaðan koma nokkur önnur nöfn sem eru á bátum frá Nesfiski, t.d nafnið Siggi Bjarna GK. Pistlahöfundur óskar áhöfn og út- gerð Margétar GK til hamingju með nýjan bát. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is AFLA FRÉTTIR AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 Víkurfréttir, vf.is, ky lfingur.is eða Suðurnesjamagasín á Hringbraut? Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA MAGNÚSDÓTTIR Borgarvegi 36, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 27. ágúst. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 6. september kl.13. Magnús Þór Sigmundsson Jenný Borgedóttir Brynar Sigmundsson Anne Sigmundsson Ósk Sigmundsdóttir Ásgeir Gunnarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma KRISTÍN M. ÓSKARSDÓTTIR McGUINNESS Jamestown, Tennessee, lést á heimili sínu 22. ágúst 2019. Bálför hefur farið fram. Mark McGuinness Marc Óskar Ames Jessica Lee Ames Sasha Lee Ames Spencer Óskar Ames Xavier L Ames Andrew Ingiber Ames Seimeon James Ames Ísabella Kristín Ames 32 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.