Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2019, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 05.09.2019, Blaðsíða 20
20% Ljósanæturafsláttur miðvikudag til mánudags Opnunartími Miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstudaginn 11:00 - 22:00 Steinanuddnámskeið í Reykjanesbæ Jane Scrivner Stone Therapy 4.–6.október 2019 Steinanuddnámskeið í Om setrinu, Hafnar- braut 6, Njarðvík; kennsla í meðferð á heitum og köldum steinum fyrir sjúkranuddara, heilsu nuddara, snyrtifræðinga og fleira fagfólk. Námskeiðið er frá föstudegi til sunnudags. Hámark 12 sem komast að. Nánari upplýsingar og skráning á e-mail: juliam@simnet.is, elsa@sjukranudd.is Fyrir námskeiðinu stendur Elamy; Júlía M Brynjólfsdóttir, lögg. sjúkra- nuddari, hjúkrunarfræðingur og Elsa Lára Arnardóttir lögg. sjúkranuddari Þú finnur Elamy á facebook. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222 Sara Dögg Gylfadóttir er hvorki meira né minna en félagsráð-gjafi, förðunarfræðingur, flautu- leikari, fjölskyldumeðferðarfræðingur og fjögurra barna móðir. Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ég elska Ljósanótt, þá helst lista- sýningarnar, tónlistina og að hitta allt fólkið á röltinu. Ég er alltaf mjög upptekin á Ljósanótt og tek sjálf þátt í sýningum og menningarlífi. Það er nóg að gera þessa helgi.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja? „Ég fer á Með blik í auga, rölti Hafnar- götuna á fimmtudeginum, er sjálf með heimatónleika í stofunni heima á föstudeginum og svo þarf maður auð- vitað að taka röltið á laugardeginum til að sjá listasýningar, tónleika og að hitta fólk. Ég er líka sjálf með pop-up tónleika hér og þar á Hafnargötunni ásamt Birnu vinkonu minni á laugar- deginum þar sem við komum fram sem dúettinn Dúlludúskarnir.“ Hvað finnst þér ómissandi á Ljósa- nótt? „Að hitta allt fólkið og auðvitað við- burðirnir. Mér finnst frábært að sjá hvað allt lifnar við í bænum. Fólk býður í mat, skreytir og kemur fram með alls konar handverk og skemmti- lega viðburði í tengslum við hátíðina. Ég vil endilega fá meira svoleiðis þar sem heimamenn brydda upp á einhverju skemmtilegu. Svo er há- punkturinn alltaf flugeldasýningin á laugardeginum. Ég fæ alltaf tár í augun, mér finnst þetta svo hátíð- legt og skemmtilegt. Ég var sérstak- lega ánægð að sjá að Gunni Þórðar er búinn að leyfa aftur spilun á laginu sínu, Gamli bærinn minn. Takk fyrir það Gunni.“ Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti? „Fyrir heimamenn er Með blik í auga geggjuð tónlistarhátíð og auðvitað Heima í gamla bænum, heimatón- leikarnir. Því miður eru færri sem komast að en vilja en tónlistarunn- endur eiga ekki að láta þessa viðburði fram hjá sé fara. Fyrir aðra gesti þá er laugardagurinn auðvitað aðalmálið en ég myndi mæla með að fólk klæði sig eftir veðri og taki sér góðan tíma að rölta niður Hafnargötuna og njóti þess að sjá hvað boðið sé upp á. Það er eitthvað fyrir alla.“ Hver er eftirminnilegasta Ljósa- nóttin þín? „Ætli það sé ekki árið 2013 þegar ég var kasólétt og farin að bíða eftir barninu, sem kom svo eftir Ljósa- nótt. Það var mjög róleg og skrýtin Ljósanótt þar sem ég gat lítið gert og var aðallega heima í rólegheitum og sá flugeldasýninguna út um gluggann í þvottahúsinu.“ Skúli Björgvin Sigurðsson er flugvirki, íþróttafréttaritari en fremst af öllu er hann faðir fjöldans. Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ljósanótt er ómissandi viðburður í menningarlífi bæjarins. Hún sam- einar fjölskyldur, vini í hina ýmsu viðburði sem gerir tilveruna litríkari í miðju haustlægðanna.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja? „Ég ætlaði mér á heimatónleikana en miðar seldust upp á nanósekúndu. Ég auglýsi hér með eftir tveimur miðum. Annars er líklegt að ég mæti í árganga- gönguna og á einhverjar myndlista- sýningar. Það væri gaman að mæta á Hjöbbquiz á Paddy´s og vinna kassa af einum „skítköldum” en svo eru yfirgnæfandi líkur að ég komi við á viðburðum fyrir litlu púkana mína.“ Hvað finnst þér ómissandi á Ljósa- nótt? „Hátíðin í heild sinni er ómissandi finnst mér. Það er búið að vera gaman að fylgjast með því hvernig hátíðin hefur stækkað með árunum.“ Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti? „Mér finnst alltaf notalegt að tölta um og skoða myndlistarsýningarnar. Þar er gítarleikari Hippa í Handbremsu, Stebbi „Lefty” (Stefán Jónsson) í uppá- haldi hjá mér í hópi annars frábærra listamanna.“ Hver er eftirminnilegasta Ljósa- nóttin þín? „Það er í raun engin ein sem stendur upp úr. Þær hafa þróast með eigin aldri og upplifun hverrar hátíðar í takt við það.“ Thelma Hrund Tryggvadóttir er uppalin Keflvíkingur en býr nú í Njarðvík ásamt kærastanum sínum, syni þeirra og hundinum Arró. Hún starfar hjá DHL og þolir ekki að vera í sokkum. Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Mér finnst Ljósanótt æðisleg. Það er frábært að sjá svona mikið líf í bænum og að hitta alla á röltinu.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja? „Ég ætla á heimatónleikana, Skoppu og Skrítlu í Hljómahöllinni, árganga- gönguna, tónleikana á stóra sviðinu svo eitthvað sé nefnt.“ Hvað finnst þér ómissandi á Ljósa- nótt? „Fjölskylduboð hjá Bigga og Höllu og að rölta öll saman niður í bæ á tónleikana og sjá flugeldasýninguna.“ Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti? „Ég mæli með að fara niður í bæ og rölta, skoða myndlistasýningar og horfa á flugeldasýninguna um kvöldið.“ Hver er eftirminnilegasta Ljósa- nóttin þín? „Þær standa allar upp úr.“ Horft á flugeldana úr þvottahúsinu Óskar eftir miðum í Gamla bæinn Fjölskylduboð hjá Bigga og Höllu Gullkistan á Bryggjuballinu Hljómsveitin Gullkistan leikur í fyrsta skipti í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Hún hefur verið kölluð „besta sixtís hljómsveit á Íslandi- ever“. Liðsmenn Gullkistunnar eru landsþekktir og hófu allir feril sinn í tónlist á sjöunda áratugnum. Heimamenn þekkja að sjálfsögðu vel til Gunnars Þórðarsonar og Magn- úsar Kjartanssonar en auk þeirra skipa sveitina trommarinn Ásgeir Óskarsson úr Stuðmönnum, Jón Ólafsson bassaleikari og Óttar Felix Hauksson gítarleikari úr Pops. Það er sannarlega tilhlökkunarefni að sjá þessa snillinga saman á sviði. Gullkistan kemur fram á Bryggju- balli Ljósanætur föstudagskvöldið 6. september kl. 19:30 segir í tilkynn- ingu frá Gullkistunni. Gullkistan kemur fram á bryggjuballi Ljósanætur. Stálu rándýrum snyrtivörum í Fríhöfninni Lögreglan á Suðurnesjum rann- sakar nú tvö þjófnaðarmál sem upp komu í komuverslun frí- hafnarinnar fyrr í mánuðinum. Tveir einstaklingar sem versluðu þar eru grunaðir um að hafa tekið dýrar snyrtivörur og áfengi og stungið því undan án þess að greiða fyrir. Söluverðmæti snyrti- varanna nemur tugum þúsunda króna. 20 LJÓSANÓTT 20 ÁRA f immtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.