Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2019, Blaðsíða 46

Víkurfréttir - 05.09.2019, Blaðsíða 46
Samvera er besta forvörnin! Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð og því vill Velferðarsvið Reykjanesbæjar, Lögreglan á Suðurnesjum og Útideild minna foreldra á útivistartíma barna og unglinga. Börn 12 ára og yngri skulu ekki vera úti lengur en til kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 22:00. Foreldrar! stöndum saman, sýnum ábyrgð okkar, ást og umhyggju í verki og tyggjum að börnin okkar séu ekki eftirlitslaus eftir að flugeldasýningu og útivistar- tíma lýkur. Leggjum áherslu á að eiga góða stund með börnum okkar á ljósanótt og setjum velferð barna okkar í fyrsta sæti. Góða skemmtun á Ljósanótt. Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ 50% ljósanæturafsláttur af öllu miðvikudag og fimmtudag (4. og 5. sept.) Opnunartímar: Miðvikudagar 13:00 – 17:00 Fimmtudagar 13:00 – 17:00 Fatnaður og skór. Rauði krossinná Suðurnesjum Frímúrarastúkan Sindri með opið hús á Ljósanótt — laugardaginn 7. september Á þessu ári eru eitthundrað ár síðan fullgilt stúkustarf frímúrara hófst hér á landi. Það hófst með formlegum hætti þegar Jóhannesarstúkan Edda í Reykjavík var vígð 6. janúar 1919. Fyrstu áratugina heyrðu frímúrarastúkur undir dönsku Frímúrararegluna, eða allt þar til formleg frímúrararegla var stofnuð hér á landi árið 1951. Ald- arafmælis íslensks frímúrarastarfs hefur verið minnst með ýmsum hætti á þessu ári. Meðal annars hafa verið sérstakir afmælisfundir, kvikmynd um frímúrara frum- sýnd í Hörpu í vor og öll fimmtán stúkuhús landsins hafa verið með opin hús eða munu halda opið hús hluta úr degi og kynna starfsemi sína á árinu. Árið 1975 komu frímúrarar á Suðurnesjum saman og hófu undirbúning að stofnun formlegrar frímúrarastúku hér á svæðin. Frímúrarastúkan Sindri var síðan stofnuð 21. nóvember 1978 sem fullgild stúka og varð 40 ára á síðasta ári. Í Reykjanesbæ mun Sankti Jóhannesarstúkan Sindri verða með opið hús að Bakkastíg 16 í Reykjanesbæ laugar- daginn 7. september frá kl. 10 til 14. Bæjarbúar og gestum Ljósanætur er velkomið að kíkja við, skoða húsnæði stúkunnar, þiggja veitingar og fá svör við spurningum sem hugsanlega brenna á einhverjum. Arngrímur Guðmundsson Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskjól frístundaheimili – starfsmaður Fræðslusvið – sálfræðingur Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Ljósanótt - fjölskyldan saman Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð. Foreldrar! stöndum saman, sýnum ábyrgð okkar, ást og umhyggju í verki og tryggjum að börnin okkar séu ekki eftirlitslaus eftir að flugeldasýningu og útivistartíma lýkur. Notum strætó á Ljósanótt! Frítt er í innanbæjarstrætó frá miðvikudeginum 4.9 og út laugardaginn 7. 9. Nánar á www.ljosanott.is undir Hagnýtar upplýsingar. Bókasafn Reykjanesbæjar - upplestur og opnun sýningar Gunnhildur Þórðardóttir myndlistamaður les upp úr óútkominni ljóðabók sinni, Upphaf – Árstíðaljóð fimmtudaginn 5. september kl. 16.00. Þá opnum við einnig sýninguna Heima er þar sem hjartað slær kl. 17.00 í Átthagastofu. Á sýningunni er að finna verk unnin af fjölþjóðlegum hópi kvenna sem hittist reglulega í Bókasafni Reykjanesbæjar og nefnist Heimskonur. Allir hjartanlega velkomnir. Hljómahöll - viðburðir framundan 7. sept. - Ljósanæturballið kl. 23:59 8. sept. - Manstu eftir Eydísi? kl. 16 og 20 9. sept. - Cate Le Bon kl. 20 Miðasala og nánari upplýsingar á hljomaholl.is & tix.is Nesvellir - dagskrá á Ljósanótt Stórsöngvarar á Nesvöllum í boði Janusar heilsueflingar föstudaginn 6. september kl. 14:00: • Kristján Jóhannsson • Þórir Baldursson • Geir Ólafsson Harmonikkuball á Nesvöllum 6. september kl. 20:00. Eitthvað fyrir alla fjöl-skylduna FJÖLBREYTT TILBOÐ Á GRILLINU! Pepsi, Pepsi Max eða Appelsín fylgir með öllum tilboðum LJÓSANÆTURTILBOÐ ALLA HELGINA FJÓRIR HAMBORGARAR, STÓR SKAMMTUR AF FRÖNSKUM, 2 LÍTRA GOS Á AÐEINS 3990 KR. Verið velkomin í okkar glæsilegu ísbúð og sjoppu að Iðavöllum 14 20% LJÓS ANÆ TUR- AFSL ÁTTU R AF K RAPI 46 LJÓSANÓTT 20 ÁRA f immtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.