Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2019, Side 46

Víkurfréttir - 05.09.2019, Side 46
Samvera er besta forvörnin! Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð og því vill Velferðarsvið Reykjanesbæjar, Lögreglan á Suðurnesjum og Útideild minna foreldra á útivistartíma barna og unglinga. Börn 12 ára og yngri skulu ekki vera úti lengur en til kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 22:00. Foreldrar! stöndum saman, sýnum ábyrgð okkar, ást og umhyggju í verki og tyggjum að börnin okkar séu ekki eftirlitslaus eftir að flugeldasýningu og útivistar- tíma lýkur. Leggjum áherslu á að eiga góða stund með börnum okkar á ljósanótt og setjum velferð barna okkar í fyrsta sæti. Góða skemmtun á Ljósanótt. Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ 50% ljósanæturafsláttur af öllu miðvikudag og fimmtudag (4. og 5. sept.) Opnunartímar: Miðvikudagar 13:00 – 17:00 Fimmtudagar 13:00 – 17:00 Fatnaður og skór. Rauði krossinná Suðurnesjum Frímúrarastúkan Sindri með opið hús á Ljósanótt — laugardaginn 7. september Á þessu ári eru eitthundrað ár síðan fullgilt stúkustarf frímúrara hófst hér á landi. Það hófst með formlegum hætti þegar Jóhannesarstúkan Edda í Reykjavík var vígð 6. janúar 1919. Fyrstu áratugina heyrðu frímúrarastúkur undir dönsku Frímúrararegluna, eða allt þar til formleg frímúrararegla var stofnuð hér á landi árið 1951. Ald- arafmælis íslensks frímúrarastarfs hefur verið minnst með ýmsum hætti á þessu ári. Meðal annars hafa verið sérstakir afmælisfundir, kvikmynd um frímúrara frum- sýnd í Hörpu í vor og öll fimmtán stúkuhús landsins hafa verið með opin hús eða munu halda opið hús hluta úr degi og kynna starfsemi sína á árinu. Árið 1975 komu frímúrarar á Suðurnesjum saman og hófu undirbúning að stofnun formlegrar frímúrarastúku hér á svæðin. Frímúrarastúkan Sindri var síðan stofnuð 21. nóvember 1978 sem fullgild stúka og varð 40 ára á síðasta ári. Í Reykjanesbæ mun Sankti Jóhannesarstúkan Sindri verða með opið hús að Bakkastíg 16 í Reykjanesbæ laugar- daginn 7. september frá kl. 10 til 14. Bæjarbúar og gestum Ljósanætur er velkomið að kíkja við, skoða húsnæði stúkunnar, þiggja veitingar og fá svör við spurningum sem hugsanlega brenna á einhverjum. Arngrímur Guðmundsson Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskjól frístundaheimili – starfsmaður Fræðslusvið – sálfræðingur Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Ljósanótt - fjölskyldan saman Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð. Foreldrar! stöndum saman, sýnum ábyrgð okkar, ást og umhyggju í verki og tryggjum að börnin okkar séu ekki eftirlitslaus eftir að flugeldasýningu og útivistartíma lýkur. Notum strætó á Ljósanótt! Frítt er í innanbæjarstrætó frá miðvikudeginum 4.9 og út laugardaginn 7. 9. Nánar á www.ljosanott.is undir Hagnýtar upplýsingar. Bókasafn Reykjanesbæjar - upplestur og opnun sýningar Gunnhildur Þórðardóttir myndlistamaður les upp úr óútkominni ljóðabók sinni, Upphaf – Árstíðaljóð fimmtudaginn 5. september kl. 16.00. Þá opnum við einnig sýninguna Heima er þar sem hjartað slær kl. 17.00 í Átthagastofu. Á sýningunni er að finna verk unnin af fjölþjóðlegum hópi kvenna sem hittist reglulega í Bókasafni Reykjanesbæjar og nefnist Heimskonur. Allir hjartanlega velkomnir. Hljómahöll - viðburðir framundan 7. sept. - Ljósanæturballið kl. 23:59 8. sept. - Manstu eftir Eydísi? kl. 16 og 20 9. sept. - Cate Le Bon kl. 20 Miðasala og nánari upplýsingar á hljomaholl.is & tix.is Nesvellir - dagskrá á Ljósanótt Stórsöngvarar á Nesvöllum í boði Janusar heilsueflingar föstudaginn 6. september kl. 14:00: • Kristján Jóhannsson • Þórir Baldursson • Geir Ólafsson Harmonikkuball á Nesvöllum 6. september kl. 20:00. Eitthvað fyrir alla fjöl-skylduna FJÖLBREYTT TILBOÐ Á GRILLINU! Pepsi, Pepsi Max eða Appelsín fylgir með öllum tilboðum LJÓSANÆTURTILBOÐ ALLA HELGINA FJÓRIR HAMBORGARAR, STÓR SKAMMTUR AF FRÖNSKUM, 2 LÍTRA GOS Á AÐEINS 3990 KR. Verið velkomin í okkar glæsilegu ísbúð og sjoppu að Iðavöllum 14 20% LJÓS ANÆ TUR- AFSL ÁTTU R AF K RAPI 46 LJÓSANÓTT 20 ÁRA f immtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.