Fréttablaðið - 30.10.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 5 3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu okkur á
Nýlagað kaffi og nýbakað croissant
með heslihnetum og súkkulaði
Combo
tilboð
298kr
Opnum snemma
lokum seint
VIÐSKIPTI Afnám sérstaks banka-
skatts, sem lagður er á íslensku
bankana, myndi auka söluvirðið
sem ríkissjóður getur búist við að
fá fyrir Landsbankann og Íslands-
banka um rúmlega 70 milljarða
króna. Þetta kemur fram í greiningu
Bankasýslu ríkisins sem kynnt var
á fundi efnahags- og viðskipta-
nefndar í síðustu viku en þar var
jafnframt dregið fram að lækkun
skatthlutfallsins niður í 0,145 pró-
sent, eins og frumvarp fjármála- og
efnahagsráðherra kveður á um,
myndi auka söluvirðið um 44 millj-
arða króna.
Fjármála- og efnahagsráðherra
hefur lagt fram frumvarp sem festir
í lög þær fyrirætlanir stjórnvalda að
bankaskattur lækki í fjórum jöfn-
um áföngum, úr 0,376 prósentum
í 0,145 prósent, á árunum 2021 til
2024.
Greining Bankasýslunnar nær
aðeins yfir tilfærsluna sem verður
milli skatttekna ríkissjóðs og þess
verðs sem ríkissjóður getur búist
við að fá fyrir bankana. Stofn-
unin bendir hins vegar á að lækkun
bankaskattsins haf i víðtækari
áhrif. Þannig geti lækkun skattsins
stuðlað að lækkun útlánavaxta og
útlánaaukningu sem vega upp á
móti tekjutapi ríkisins.
„Það þarf hvort tveggja að meta
áhrif skattsins á ríkissjóð og raun-
hagkerfið,“ segir Jón Gunnar Jóns-
son, forstjóri Bankasýslunnar, í
samtali við Markaðinn. „Við höfum
bent á mikilvægi þess að fram fari
heildstæð endurskoðun á opin-
berum gjöldum fjármálafyrirtækja,
í samræmi við ábendingar starfs-
hóps um Hvítbók um framtíðar-
sýn fyrir fjármálakerfið,“ segir Jón
Gunnar en í ýtarlegri samanburðar-
greiningu Bankasýslunnar fyrir
starfshópinn kom fram að íslenskir
bankar greiða einhver hæstu opin-
beru gjöld banka á Vesturlöndum.
– þfh / sjá Markaðinn
Virði banka aukist um tugi milljarða
Afnám bankaskattsins getur aukið söluvirði eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka og Landsbankans um rúmlega 70 milljarða sam-
kvæmt greiningu Bankasýslu ríkisins. Lækkun útlánavaxta og útlánaaukning í bankakerfinu geti vegið upp tekjutap ríkissjóðs.
9
milljörðum króna skilaði
bankaskatturinn ríkissjóði
á síðasta ári.
Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í gær. Þrettán tónlistarmenn og -konur voru tilnefnd
til verðlaunanna. Gyða f lutti afar fallega þakkarræðu þar sem hún þakkaði fjölskyldu sinni, tvíburasystur og vinum stuðninginn og móður sinni skilyrðislausa ást. MYND/NORÐURLANDARÁÐ
VELFERÐARMÁL Eitt af fyrstu verk-
efnum sitjandi ríkisstjórnar var að
lögfesta notendastýrða persónulega
aðstoð fyrir fatlað fólk, eða NPA.
Innleiðingin hefur gengið illa og að
sögn Rúnars Björns Herrera Þor-
kelssonar, formanns
NPA miðstöðvarinn-
ar, eru launataxtar
a ð s t o ð a r f ó l k s
ekki samræmdir,
deilt er um gildis-
svið og fatlaðir eru
ekki með í ráðum
v a r ð a n d i
ú t f æ r s l u r
þ j ó nu s t-
unnar.
– khg /
sjá síðu
6
Fötluðu fólki
mismunað
VIÐSKIPTI Ráðgjafarfyrirtækið
Grant Thor nton, sem st jór n
GAMMA réð til að gera úttekt á
Upphafi og fagfjárfestasjóðnum
Novus, mun gera ítarlega grein-
ingu á öllum þeim greiðslum sem
greiddar voru af bankareikningum
Upphafs og dótturfélaga þess allt
frá því að fasteignafélagið tók til
starfa.
Sú vinna Grant Thornton miðar
að því að ganga úr skugga um rétt-
mæti þeirra greiðslna sem runnu
frá Upphafi og keyra þær saman
við samninga fasteignafélagsins
við hina ýmsu aðila, meðal ann-
ars verktaka og ráðgjafa, sem hafa
komið að verkefnum fyrir Upphaf
á síðustu árum. – hae / sjá Markaðinn
Kannar allar
greiðslur frá
Upphafi
3
0
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
D
-6
E
2
0
2
4
1
D
-6
C
E
4
2
4
1
D
-6
B
A
8
2
4
1
D
-6
A
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K