Fréttablaðið - 30.10.2019, Síða 2

Fréttablaðið - 30.10.2019, Síða 2
Veður Suðvestan 8-15 m/s NV-til, en annars hægari. Rigning eða súld á köflum, en þurrt að kalla á A-verðu landinu. Hiti víða 2 til 7 stig. SJÁ SÍÐU 16 Hús íslenskra fræða rís VIÐSKIPTI „Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vestur- landabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Qui- ver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrenni- vín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnet- um. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meist- ara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunar- reit. „Það þarf að hanna sérstaka f lösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðs- setningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að f leiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þang- að. Nú er ég að vinna með ferða- málaráði eyjunnar að markaðs- setningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í fram- tíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sam- eiginleg einkenni með öðrum eyjar- skeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sér- stakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta redd- ast“.“ arib@frettabladid.is Íbúar Okinawa segja líka „þetta reddast“ Forstjóri fyrirtækis á eldfjallaeyjunni Okinawa segir Ísland kjörið til að kynna aldagamlan drykk fyrir Vesturlandabúum. Íslendingur sem hefur unnið að markaðssetningu segir eyþjóðirnar eiga margt sameiginlegt. Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu, segir awamori hafa fengið góðar við- tökur hér og hugar nú að öðrum Evrópulöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkj- unum. Einar Örn Sigur- dórsson, hjá Quiver NÝJ UNG ! Öruggar þvaglekavörur Extra rakadræg 100% Lyktarvörn Passa frábærlega NORÐURLÖND Verðlaun Norður- landaráðs voru veitt við hátíðlega athöfn í tónlistarhúsinu í Stokk- hólmi í gær. Gyða Valtýsdóttir hlaut tónlistarverðlaunin í ár, Kvikmyndaverðlaunin fóru til Danmerkur, barna- og unglinga- bókmenntaverðlaunin hlaut Krist- in Roskifte frá Noregi og Daninn Jonas Eika hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir bók sína Efter solen. Greta Thunberg frá Svíþjóð hlaut umhverfisverðlaun Norður- landaráðs við mikil fagnaðarlæti viðstaddra en Greta var ekki við- stödd af hendinguna þar sem hún er stödd í Bandaríkjunum. Í hennar stað mættu tvær ungar konur sem tekið hafa þátt í skólaverkfallinu sem Greta kom af stað. Þær f luttu ræðu sem endaði á því að þær sögðu Gretu af þakka verðlaunin vegna þess að stjórnvöld á Norður- löndunum geri ekki nóg til þess að vinna gegn hamfarahlýnun. – bdj Greta afþakkaði verðlaunin Rúm ellefu ár eru liðin frá því að tillaga um byggingu Húss íslenskra fræða við Háskóla Íslands var samþykkt og kynnt almenningi. Framkvæmdir við bygginguna hafa dregist verulega og hafði framkvæmdin hlotið viðurnefnið „Hola íslenskra fræða“. Í september hófust framkvæmdir við bygginguna að nýju og hefur nú verið fyllt upp í holuna með steypu. Segja má að Hús íslenskra fræða sé að rísa úr holunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FJÖLMI ÐL AR Siðanefnd Blaða- mannafélagsins úrskurðaði í gær að ritstjóri DV, Lilja Katrín Gunn- arsdóttir, hefði brotið gegn 3. og 4. grein siðareglna félagsins sem ábyrgðarmaður og er brotið talið alvarlegt. Er það vegna umfjöllunar sem birt var 19. júlí síðastliðinn um mann sem var dæmdur fyrir morð og afplánaði á áfangaheimilinu Vernd. Blaðamaðurinn Ágúst Borgþór Sverrisson, sem skrifaði umfjöllunina, var ekki talinn hafa brotið siðareglur. Afstaða, félag fanga og áhuga- manna um bætt fangelsismál og betrun, kærði bæði ritstjóra og blaðamann fyrir hönd fangans þann 30. júlí og var málið tekið fyrir hjá nefndinni þann 15. ágúst. Taldi fanginn sig hafa ítrekað verið umfjöllunarefni frétta hjá DV og vísaði í fjórar fréttir sem fjölluðu um afplánun hans og fríð- indi. Fréttin sem kærð var bar fyrir- sögnina „Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti eins og frjáls maður“. Gerði hann sex athugasemdir við inntak og framsetningu hennar, þar á meðal upplýsingar um heimilis- fang móður og fötlun bróður. Í andsvörum vísuðu hin kærðu til almannahagsmuna og að blaðinu hefðu borist fjölmargar ábendingar um að umræddur fangi hefði sést utan fangelsisins. Með umfjöllun- inni hefðu ólíkir afplánunarhættir verið settir í samhengi við betr- unarsjónarmið. – khg DV braut siðareglur Afstaða, félag fanga og áhugafólks um bætt fang- elsismál, kærði bæði rit- stjóra og blaðamann fyrir hönd fanga. 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 D -7 3 1 0 2 4 1 D -7 1 D 4 2 4 1 D -7 0 9 8 2 4 1 D -6 F 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.