Fréttablaðið - 30.10.2019, Page 6

Fréttablaðið - 30.10.2019, Page 6
Frumvarpið gerir ráð fyrir að lenging fæðingar­ orlofs verði gerði í tveimur áföngum. VELFERÐARMÁL Eitt af fyrstu verk- efnum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk, eða NPA. Innleiðingin hefur hins vegar gengið brösuglega og er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, bæði hvað varðar fjölda NPA-samn- inga og upphæðir sem greiddar eru. Að sögn Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns NPA mið- stöðvarinnar, hafa sveitarfélögin haft lítið samráð við útfærsluna. Hafnarfjörður, sem hefur hlut- fallslega f lesta NPA-samninga, ákvað nýlega að stofna starfshóp en lét upphæðina fylgja launa- vísitölu en ekki kjarasamningum, 4.117 króna tímagjald. „Upphæðin er allt of lág og dugar engan veginn til að greiða aðstoðarfólki kjara- samningsbundin laun og réttindi, og þannig er þetta víðs vegar,“ segir Rúnar. „Við höfum sent helstu sveit- arfélögum landsins útreikninga samkvæmt lágmarki kjarasamn- inga og nokkur hafa tekið þá upp, svo sem Reykjavík og Ísafjörður.“ Samræming launataxta hefur gengið mjög illa og skapar það ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlað fólk. Sveitarfélögin greiða 75 prósent af kostnaði samninga og ríkið 25 prósent. Fjármálaráðuneytið hefur ekki gefið út viðmið taxta eins og sveitarfélögin vilja. Rúnar segir að taxtamunurinn hafi verið allt að 10 prósent á síðasta ári. „Fatlað fólk myndi ábyggilega flytja ef það gæti en húsnæðismarkaðurinn er erf- iður, sérstaklega fyrir fatlaða þar sem húsnæði með aðgengi er aðeins hluti af markaðinum,“ segir hann. „Í dag er staðan sú að mörg sveit- arfélögin eru hrædd við að taka upp NPA. Ákvörðunum er frestað og mál tafin. Fatlað fólk fær mjög misvísandi upplýsingar um réttindi sín og oft beinlínis rangar. Einnig er Búsetumismunun vegna NPA Innleiðing NPA-löggjafarinnar hefur gengið illa. Launataxtar aðstoðarfólks eru ekki samræmdir, deilt um gildissvið og fatlaðir ekki með í ráðum varðandi útfærslur, að sögn formanns NPA miðstöðvarinnar. Rúnar segir enn verið að gera beingreiðslusamninga byggða á úreltum lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reykjavík 19 Hafnarfjörður 15 Mosfellsbær 12 Eyjafjörður 8 Norðurland vestra 7 Garðabær 6 Kópavogur 5 Vesturland 2 Suðurland 2 Fjalla- og Dalvíkurbyggð 1 Reykjanes 0 Austurland 0 Vestfirðir 0 Heild: 77 ✿ Heildarfjöldi NPA- samninga í lok árs 2018 enn þá verið að gera beingreiðslu- samninga við fólk, sem byggjast á afnumdum lögum um málefni fatl- aðs fólks, til dæmis um liðveislu,“ segir Rúnar. Samk væmt lög u num sk u lu sveitarfélögin hafa samráð við hags- munasamtök fatlaðs fólks varðandi skipulag en aðeins tvö hafa gert það, Reykjavík og Reykjanesbær. Sam- ráð við fatlaða varðandi NPA-nám- skeið fyrir fatlað fólk, aðstoðarfólk og umsýsluaðila hefur einnig verið í skötulíki. Samkvæmt lögum á ráðherra að skipa samráðsnefnd ráðherra til ráðgjafar og fatlaðir að vera þar í meirihluta. „Ekkert hefur heyrst af skipun þessarar nefndar og nú er komið ár síðan lögin voru samþykkt,“ segir Rúnar. „Samt er verið að funda um þessi lög, milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins.“ Eitt helsta deilumálið varðandi NPA er það hvort löggjöfin nái til barna eða ekki. Samband íslenskra sveitarfélaga telur svo ekki vera en velferðarnefnd Alþingis telur að sveitarfélögunum sé það í sjálfs- vald sett að gera NPA-samninga fyrir börn. „Ég tók þátt í að semja þessi lög og það hefur allan tímann verið mjög skýrt að þau nái til barna. Hvergi er tekið fram að svo sé ekki,“ segir Rúnar. kristinnhaukur@frettabladid.is ÍSAFJÖRÐUR Ráðast þarf í endur- bætur á loftræstikerfi Stjórnsýslu- hússins á Ísafirði en kostnaður er áætlaður um 86 milljónir króna. Þetta kemur fram í minnisblaði frá bæjarritara sem lagt var fyrir bæjar- ráð síðastliðinn mánudag. Í minnisblaðinu kemur fram að starfsmenn í húsinu, sem hýsir meðal annars bæjarskrifstofur, hafi kvartað yfir þurru og þungu lofti. Takmarkaðir möguleikar séu á því að auka loftgæði en starfsmenn hafa fundið fyrir sárindum í hálsi, augum og húð. Mælingar sem gerð- ar hafa verið staðfesta að loftgæðin séu undir viðmiðunarmörkum. Ísaf jarðarbær hafði gert ráð fyrir að verja 10 milljónum króna til endurbóta á loftræstikerfinu á yfirstandandi ári. Bærinn á tæpan þriðjung af húsnæðinu en sam- kvæmt upphaf legri úttekt Verkís áttu framkvæmdirnar að kosta 30-40 milljónir. Í þessum mánuði kom hins vegar ný úttekt sem gerir ráð fyrir kostnaði upp á 86 millj- ónir. Bæjarráð samþykkti að vísa framkvæmdinni til fjárhagsáætl- unargerðar næsta árs. – sar Kvartað yfir loftgæðum Loftgæði eru slæm í Stjórnsýsluhús- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI VELFERÐARMÁL Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs hefur verið lagt fram til kynningar í sam- ráðsgátt stjórnvalda. Gerir frum- varpið ráð fyrir því að réttur for- eldra lengist úr níu mánuðum í tólf. Lenging orlofsins verður gerð í tveimur áföngum. Þannig mun einn mánuður bætast við sjálf- stæðan rétt hvors foreldris um sig vegna barna sem eru fædd, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2020. Sameiginlegur réttur foreldra verður hins vegar tveir mánuðir í stað þriggja. Annar mánuður bætist svo við sjálfstæðan rétt hvors foreldris vegna barna sem fæðast, eru ætt- leidd eða tekin í varanlegt fóstur 2021. Þá verður réttur hvors for- eldris um sig fimm mánuðir auk tveggja mánaða sem foreldrar geta skipt sín á milli. Eru þessar tillögur í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð lífskjarasamningsins. Heildarkostnaður við fyrri áfang- ann er talinn nema um 1,7 millj- örðum króna sem skiptist á árin 2020 og 2021. Síðari áfanginn er talinn kosta um 3,2 milljarða sem skiptast á árin 2021 og 2022. Með fyrri áfanga breytingunum er áætlað að feður taki um 33 pró- sentum f leiri daga í feðraorlof en Kynna frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í samráðsgátt Lagt er til að fæðingarorlof lengist í 12 mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR nú er. Áhrifin fyrir mæður muni hins vegar ekki koma fram fyrr en breytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda. – sar UTANRÍKISMÁL Kínversk stjórn- völd hafa lýst yfir vilja til að auka enn frekar íslenskan innf lutning til Kína með því að greiða fyrir inn- f lutningi á sjávarafurðum, fiski- mjöli, laxi og lambakjöti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði með Zhang Jiwen, vararáðherra Kína á sviði tollamála og eftirlits með inn- f lutningi matvæla, og kom þetta fram á fundinum. Ráðherrann er staddur í Qingdao í Kína þar sem hann sækir stærstu sjávarútvegssýningu heims ásamt því að funda með kínverskum ráða- mönnum þar sem fundarefni er meðal annars hvernig fylgja megi eftir fríverslunarsamningi land- anna sem tók gildi árið 2014. Ellefu íslensk fyrirtæki taka þátt í sjávar- útvegssýningunni. Í fréttatilkynningu á vef Stjórnar- ráðsins er haft eftir Kristjáni Þór sjávarútvegsráðherra að mikilvægt sé að samskipti þjóðanna gangi vel. „Það er því gríðarstórt hags- munamál fyrir Ísland að þessi samskipti gangi vel og það er því ánægjulegt að heyra vilja kín- verskra stjórnvalda til að greiða fyrir frekari innf lutningi til Kína frá Íslandi.“ – bdj Vilja auka innflutning NÁTTÚRUVERND Pólska ofurfyrir- sætan Julia Kuczynska, sem jafn- framt heldur úti tískuvefsíðunni Maffashion, er harðlega gagnrýnd í pólskum lífsstílsmiðlum, svo sem Pudelek og Plotek, fyrir að traðka á íslenskum mosa. Julia var hér á landi til að taka upp auglýsingu fyrir fataframleiðanda. Á myndunum sést hún ásamt tökuliði sínu greinilega fara inn á mosagróin svæði sem afmörkuð eru með bandi. En samkvæmt 17. grein laga um náttúruvernd segir að forðast skuli að „eyða eða spilla gróðri með mosa-, lyng- eða hrís- rifi“. Í pólskum miðlum er Julia sögð hafa brotið íslensk lög og sé það sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að fólk í tískugeiranum er í auknum mæli að taka upp umhverfisvænan lífsstíl, beita sér fyrir náttúruvernd og vekja athygli á loftslagsvánni. Ekki liggur fyrir hvar nákvæm- lega Julia og tökulið hennar fóru inn á mosalendurnar, en hún birti my ndir á samfélagsmiðlasíðu sinni. Mosi er hægvaxta planta og það getur tekið hann áratugi að jafna sig. Mál þar sem mosalendur hafa verið eyðilagðar vegna utan- vegaaksturs hafa komið inn á borð lögreglu og menn hlotið sektar- greiðslur fyrir. – khg Pólsk fyrirsæta traðkar á íslenskum mosabreiðum Mál þar sem mosalendur hafa verið eyðilagðar vegna utanvegaaksturs hafa komið inn á borð lögreglu og menn hlotið sektargreiðslur fyrir. Julia Kuczynska á Christian Dior sýningunni í Parísarborg þann 24. septem- ber. Hún rekur einnig tískusíðuna Maffashion. NORDICPHOTOS/GETTY 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 D -9 A 9 0 2 4 1 D -9 9 5 4 2 4 1 D -9 8 1 8 2 4 1 D -9 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.