Fréttablaðið - 30.10.2019, Side 10

Fréttablaðið - 30.10.2019, Side 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Aðgerðir bankans gegn útgerðar- félaginu Samherja eru einhverjar þær umfangs- mestu sem íslenskt stjórnvald hefur farið í gegn einu fyrirtæki. Markmið- inu um að gera Norð- urlönd að kolefnis- hlutlausu svæði fyrir 2030 verður ekki náð nema húsnæðis- og bygg- ingargeirinn horfi til umhverfis- vænna lausna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunna@frettabladid.is Ævintýri Seðlocks Holmes Það hafa verið sýndir mun verri þættir á RÚV en ævintýri innan- hússspæjara Seðlabankans og rannsókn hans á meintum leka þar á bæ til RÚV árið 2012. Í vor hafði rannsókn Seðlock Holmes leitt í ljós að seðlabankastjórar hefðu ekki sent neina pósta á RÚV. Nú í september hafði Seðlock athugað pósthólf fyrr- verandi framkvæmdastjóra og séð að síðasti pósturinn fyrir húsleit innihélt upplýsingar um það en ekkert sem benti til leka úr Seðlabankanum. Fylgjumst með í næsta þætti þegar Seð- lock athugar hvort viðkomandi hafi tekið upp símann eftir að pósturinn barst. Vissulega siðrof Biskup Íslands lét taktlaus ummæli falla vegna nýs þjóðar- púls Gallup, þar em einungis þriðjungur þjóðarinnar bar traust til Þjóðkirkjunnar og 19 prósent voru ánægð með störf Agnesar. Vildi biskup helst kenna því um að börnin væru ekki lengur skyldug til að lesa biblíusögurnar í skólanum og notaði orðið siðrof. Það er vissu- lega rétt að siðrof hefur orðið sem leitt hefur til f lótta úr kirkjunni. En siðrofið er innan kirkjunnar sjálfrar og sú blákalda staðreynd að klerkar hafa ítrekað orðið uppvísir að kynferðisbrotum gegn sóknarbörnum sínum. arib@frettabladid.is kristinnhaukur@frettabladid.is Talið er að meira en þriðjungur af losun koltvísýr-ings á Norðurlöndunum komi frá húsnæðis- og byggingariðnaði. Jafnframt er talið að 40 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu megi rekja til byggingariðnaðarins. Það var til umfjöllunar á fundi húsnæðis- og byggingamálaráðherra Norðurlandanna sem boðað var til hér á landi, í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, fyrr í mánuð- inum. Í kjölfarið var gefin út sameiginleg yfirlýsing þar sem við skuldbundum okkur til að vera í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að þróa lausnir sem draga úr losun í byggingariðnaði. Markmiðið er að Norðurlöndin taki sameiginlega alþjóðlega forystu í loftslagsmálum. Í fyrrnefndri yfirlýsingu hvetjum við aðila innan byggingariðnaðarins til að taka höndum saman um norræna samstöðu um byggingarframkvæmdir með lága koltvísýringslosun. Eins köllum við eftir auknu samstarfi innan fræðasamfélagsins og milli rannsókna- stofnana á þessu sviði. Við leggjum áherslu á mikilvægi hringrásarhagkerfis innan byggingariðnaðarins og er vert að benda á að byggingar og önnur mannvirki sem þegar hafa verið reist hafa að geyma mikið af nothæfu byggingarefni sem hægt er að endurnýta. Á sama tíma er víða skortur á íbúðarhúsnæði og hef ég beitt mér fyrir húsnæðisuppbyggingu bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni enda hverjum manni nauðsynlegt að hafa öruggt þak yfir höfuðið. Kannski hljómar þetta öfugsnúið í ljósi fyrrgreindra markmiða. En verkefnið snýst ekki um að hætta við eða minnka byggingafram- kvæmdir heldur að leita umhverfisvænni lausna við hönnun og smíði húsnæðis. Markmiðinu um að gera Norðurlönd að kolefnishlut- lausu svæði fyrir 2030 verður ekki náð nema húsnæðis- og byggingargeirinn horfi til umhverfisvænna lausna. Við Íslendingar erum lánsöm þjóð að búa yfir orkuauð- lindum sem eru, borið er saman við aðrar, hreinar og vistvænar. Við eigum því að vera í fararbroddi, fremst meðal jafningja, þegar kemur að vistvænum og umhverfisvænum lausnum í húsnæðis- og byggingar- iðnaði. Ísland í forystusveit Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamála- ráðherra EKKERT BRUDL Bónus Bolognese Kjötsósa, 1 kg, 1.198 kr. Harring Hvítlauksbrauð, 3 stk., 298 kr. Barilla Spaghetti, 1 kg, 259 kr. kr.1.755 Hvað er í matinn? Samtals Seðlabanki Íslands firrti sig ábyrgð eina ferðina enn þegar fréttir bárust af því í upp-hafi viku að forsætisráðherra hefði vísað meintum upplýsingaleka bankans í Sam-herjamálinu svokallaða til lögreglu. Bankinn kvaðst hafa rannsakað málið sjálfur og þar með sé því lokið af hans hálfu. Það sé síðan dómstóla að meta hvort frekari umfjöllunar sé þörf. Seðlabankinn, með þáverandi seðlabankastjóra í broddi fylkingar, var á undarlegri vegferð gegn Samherja og fleiri íslenskum fyrirtækjum í tæpan áratug. Bankinn fór gegn allri ráðgjöf og hélt áhlaupi sínu áfram, þrátt fyrir að engar lagaheimildir væru til staðar. Hann útdeildi stjórnvaldssektum eins og ekkert væri eðlilegra og virtist haldinn einhvers konar rannsóknarfíkn. Á sama tíma vísuðu dóm- stólar fyrrnefndum sektum frá jafnharðan. Aðgerðir bankans gegn útgerðarfélaginu Sam- herja eru einhverjar þær umfangsmestu sem íslenskt stjórnvald hefur farið í gegn einu fyrirtæki og stjórnsýslan sem Seðlabankinn viðhafði í málinu fær algjöra falleinkunn. Félagið hefur nú farið fram á yfir 300 milljónir króna í skaða- og miskabætur og lagt fram ásakanir um að upplýsingum um húsleit hafi verið lekið til fjölmiðla. Málið fór hátt í fjölmiðlum og bundnar voru vonir við að nýr seðlabankastjóri myndi bregðast betur við en raun bar vitni, enda löngu kominn tími til að rétta fram sáttarhönd. Þess í stað ákvað bankinn að rannsaka ásakanirnar sjálfur fremur en að vísa þeim áfram, og sagðist frekar ætla að fara dómstólaleiðina heldur en að ræða málið nánar. Þessa sömu leið fór bankinn fyrr á árinu þegar blaðamaður Frétta- blaðsins óskaði upplýsinga um greiðslur til handa starfsmanni bankans og brást við með því að höfða mál á hendur blaðamanninum. Þess ber að geta að blaðamaðurinn vann málið. Samherjamálið er ekki einsdæmi, síður en svo, og verður prófsteinn á nýjan seðlabankastjóra. Það liggur fyrir að þau gögn sem Seðlabanki Íslands studdist við í máli Samherja voru röng og bankinn þarf að viðurkenna misgjörðir sínar. Samhliða því þarf að styrkja réttarstöðu einstaklinga og fyrir- tækja sem sitja að ósekju undir rannsóknum af hendi ákæruvaldsins eða eftirlitsaðila. Líta má til nágrannalanda þar sem sérstök úrræði eru í boði fyrir fólk sem sætir rannsóknum eða hlerunum, en það á rétt á að sækja sér bætur hvort sem er fyrir álitshnekki eða fjárhagslegt tjón. Enginn glæpur var framinn hjá Samherja og þess vegna ættu þeir sem harðast fóru fram í málinu að skammast sín og eftir- maðurinn að leita sátta. Nýr maður í brúnni þarf að taka ábyrgð fyrir hönd bankans. Kallað er eftir yfirvegun, skynsemi og sanngirni úr höfuðstöðvum bankans við Kalk- ofnsveg. Undarleg vegferð 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 D -8 1 E 0 2 4 1 D -8 0 A 4 2 4 1 D -7 F 6 8 2 4 1 D -7 E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.