Fréttablaðið - 30.10.2019, Qupperneq 11
Ör y rkjar hafa misser um saman leitað eftir sanngjörn-um leiðréttingum á kjörum
sínum, að dregið sé úr hróplegum
ójöfnuði þannig að hver og einn geti
búið við sæmandi atlæti, félagslega
og fjárhagslega. Þeir krefjast lífs-
kjarasáttmála eins og annað fólk
í samfélaginu. Þeir vilja vera þátt-
takendur, veitendur og neytendur á
öllum stigum og á eigin forsendum.
Á vettvangi stjórnmálanna eru
kjör og viðmót gagnvart öryrkjum
vissulega talsvert til umfjöllunar
um þessar mundir en í verki þokast
lítið. Starfshópur félagsmálaráð-
herra, skipaður ágætu fólki, skilaði
af sér skýrslu í vor með tillögum en
engri niðurstöðu. Traust á milli aðila
skorti, tortryggni talsmanna öryrkja
réði því að ekki var hægt að ljúka
stórum áfanga. Skýringar ráðherra
á umbótatöfum gagnvart öryrkjum
voru lengi framan af þær, að unnið
væri að kerfisbreytingum með svo-
kallað starfsgetumat að leiðarljósi.
Samkvæmt skilgreiningu úr fyrr-
nefndri skýrslu ráðherra er starfs-
getumat mat á getu einstaklings til
starfa að gefnum tilteknum kröfum
og við tilteknar aðstæður. Öryrkjum
finnst skorta á trúverðugleika þess-
arar hugmyndafræði, hvort sem það
snýr að stjórnvöldum eða vinnu-
markaði. Þeir óttast að raunveru-
legir hagsmunir þeirra verði fyrir
borð bornir og vísa til misjafnrar
reynslu annarra þjóða og m.a. til
þekktrar breskrar heimildamyndar
sem sýnd var hér á landi. Hugtakið
starfsgetumat eitt og sér hefur öðlast
neikvætt inntak í hugum flestra.
Stjórnvöld þurfa að bregðast við á
enn ferskari og sveigjanlegri hátt en
hingað til í samskiptum við öryrkja
og hafa hugfast að orðfæri og inntak
þess skiptir máli. Hugtakið lífsgæði
ætti að vera leiðarstef.
Fyrir hóp öryrkja getur mat á getu
til starfa í atvinnulífinu verið hluti af
bættum lífsgæðum en það gildir ekki
um alla. Við eigum því miklu frekar
að ræða um lífsgæðamat fremur en
bara starfsgetumat þegar þessi mál-
efni öryrkja eru annars vegar.
Stjórnvöld þurfa að flýta för, skapa
traust og ráðast í gerð raunverulegs
lífsgæðasamnings við öryrkja.
Starfsgetumat – lífsgæðamat
Aðkoma ungs fólks í stjórn-málum er dásömuð en samt sem áður hafa stjórnmál verið
ungu fólki mjög óaðgengileg. Oft á
tíðum er um ákveðna skrautfjöðrun
að ræða þar sem ungmennum er
stillt upp á viðburðum en fá lítinn
sem engan hljómgrunn.
Ætlast er til að ungt fólk skapi
sér sína eigin rödd. Hvernig skapar
maður sér rödd í kerfi sem er jafn
flókið og stjórnsýslan á Íslandi? Að
auki er manni sagt ítrekað að maður
skilji ekki viðfangsefnið eða kerfið.
Þúsundir ungmenna hafa skrópað
í skólanum á föstudögum og mætt á
verkfall fyrir loftslagið. Við erum
logandi hrædd um þá framtíðarsýn
sem vísindamenn leggja fram ef ekki
verður gripið í taumana strax. Ráða-
leysi og kvíði grípa marga þegar ótt-
inn fær ekki farveg. Það sem vantar
eru leiðbeiningar og valdefling til
þess að þora að koma fram og tala
sínu máli.
Ungir umhverf issinnar hafa
undanfarin ár aflað sér dýrmætrar
reynslu í að verja hagsmuni nátt-
úrunnar. Við viljum deila þessari
reynslu og gera öðrum ungmennum
kleift að hafa áhrif á samfélagið sem
við búum í. Við sýnum öðrum hags-
munaaðilum kurteisi og skilning og
ætlumst til þess að fá sama viðmót
til baka.
Þeir hagsmunir sem við verjum
eru að náttúruvernd sé kjarni þess
að við getum átt farsæla framtíð.
Náttúran og vistkerfi hennar eru
nefnilega uppspretta alls þess sem
lífið hefur upp á að bjóða, sama
hvort það sé maturinn sem við
borðum, fötin sem við klæðumst eða
húsið sem við búum í.
Þann 17. október næstkomandi
komum við til með að halda viðburð
þar sem við kynnum námskeið sem
við hyggjumst halda í vetur. Nám-
skeiðið er um þá reynslu sem við
höfum öðlast og einnig þá vigt og
ábyrgð sem fylgir því að hafa félaga-
samtök á bak við sig. Kynningin
verður haldin í Petersen svítunni
klukkan 18.00.
Í framtíðinni verður litið til okkar
kynslóðar og til þess hóps sem lét
verkin tala. Ég ætla mér að vera
partur af þeim hópi. En þú?
Ég er orðin svo þreytt á því að heyra
að ég skilji ekki hluti sem ég hef kynnt mér
Guðjón S.
Brjánsson
alþingismaður
Samfylkingar-
innar Við eigum því miklu frekar
að ræða um lífsgæðamat
fremur en bara starfs-
getumat þegar þessi málefni
öryrkja eru annars vegar.
Þorgerður M.
Þorbjarnardóttir
gjaldkeri
félagsins
Ungir umhverfis-
sinnar
Hvernig skapar maður sér
rödd í kerfi sem er jafn
flókið og stjórnsýslan á
Íslandi?
RANGE ROVER EVOQUE
MILD HYBRID
NÝR EVOQUE MEÐ RAFTÆKNI
landrover.is
LAND ROVER
HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 525 6500
RANGE ROVER Evoque S 150D
Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. Verð frá: 7.890.000 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
5
8
7
4
R
a
n
g
e
R
o
v
e
r
E
v
o
q
u
e
5
x
2
0
s
e
p
t
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
3
0
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
D
-7
3
1
0
2
4
1
D
-7
1
D
4
2
4
1
D
-7
0
9
8
2
4
1
D
-6
F
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K