Fréttablaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 16
Við höfum bent á mikilvægi þess að fram fari heildstæð endur- skoðun á opinberum gjöld- um fjármálafyrirtækja. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is starfshóps um Hvítbók um framtíð- arsýn fyrir fjármálakerfið,“ segir Jón Gunnar en í ýtarlegri samanburðar- greiningu Bankasýslunnar fyrir starfshópinn kom fram að íslenskir bankar greiða einhver hæstu opin- beru gjöld banka á Vesturlöndum. Á Íslandi greiða bankar sérstakan skatt, þar sem skatthlutfallið er 0,376 prósent á skuldir umfram 50 milljarða króna. Bankasýslan varp- ar ljósi á að skatthlutfallið sé tölu- vert hærra en í Bretlandi þar sem bankar greiða sérstakan 0,160 pró- sent af skammtímaskuldum í skatt og 0,080 prósent af langtímaskuld- um og eigin fé umfram 20 milljarða punda. Þá greiða hollenskir bankar sérstakan skatt þar sem skatthlut- fallið er 0,044 prósent fyrir skamm- tímaskuldir og 0,022 prósent fyrir langtímaskuldir umfram 20,9 millj- arða evra. Afnám sérstaks banka-skatts, sem lagður er á íslensku bankana, myndi hækka sölu-virðið sem ríkissjóð-ur getur búist við að fá fyrir Landsbankann og Íslands- banka um rúmlega 70 milljarða króna. Lækkun skatthlutfallsins niður í 0,145 prósent, eins og frum- varp fjármála- og efnahagsráðherra kveður á um, mun hækka söluvirðið um 44 milljarða króna. Þetta kemur fram í greiningu Bankasýslu ríkisins sem kynnt var á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í síðustu viku. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem festir í lög þær fyrirætlanir stjórnvalda að bankaskattur lækki í fjórum jöfnum áföngum, úr 0,376 prósentum í 0,145 prósent, á árunum 2021 til 2024. Upphaflega var lagt upp með að fyrsta skref lækkunarinnar yrði tekið á næsta ári en með breytingu á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í sumar var lækkunarferlinu frestað um eitt ár. Greining Bankasýslunnar sýnir að í fyrsta áfanganum, þ.e. þegar skatturinn lækkar í 0,318 prósent, muni tekjur ríkissjóðs lækka um 1,1 milljarð en virði eignarhluta ríkis- sjóðs í Íslandsbanka og Landsbank- anum aukast um 11 milljarða. Sömu áhrifa gætir í næstu þremur áföng- um. Eftir fjórða áfanga, þ.e.a.s. þegar búið er að lækka bankaskattinn niður í 0,145 prósent nema tekjur ríkissjóðs 2,8 milljörðum króna og hafa því lækkað um 4,3 milljarða króna. Á sama tímabili hefur virði eignarhluta ríkissjóðs í bönkunum tveimur aukist um 43,9 milljarða króna. Virðisaukningin myndi sem áður sagði nema 71 milljarði króna ef skatturinn yrði afnuminn. Greiningin nær aðeins yfir til- færsluna sem verður milli skatt- tekna ríkissjóðs og þess verðs sem ríkissjóður getur búist við að fá fyrir bankana. Bankasýslan bendir á að lækkun bankaskattsins hafi víðtæk- ari áhrif. Þannig geti lækkun skatts- ins stuðlað að lækkun útlánsvaxta og útlánaaukningu sem vega upp á móti tekjutapi ríkisins. Banka- skattur vegna ársins 2018 nam um 9 milljörðum króna á síðasta ári. „Það þarf hvort tveggja að meta áhrif skattsins á ríkissjóð og raun- hagkerfið,“ segir Jón Gunnar Jóns- son, forstjóri Bankasýslunnar, í samtali við Markaðinn. Bankasýsla ríkisins studdi á sínum tíma frum- varp til laga fyrir árið 2014 sem hækkaði skatthlutfallið og felldi úr gildi undanþágu aðila í slitameð- ferð. Nú styður stofnunin áformaða lækkun á skatthlutfallinu. „Við höfum bent á mikilvægi þess að fram fari heildstæð endurskoðun á opinberum gjöldum fjármálafyrir- tækja, í samræmi við ábendingar Munurinn á skattheimtu í Bret- land og Hollandi annars vegar og á Íslandi hins vegar er sá að í Bretlandi og Hollandi kemur hluti skattsins til frádráttar við útreikning á tekju- skatti en ekki á Íslandi. Sérstakur skattur á íslenska banka er 7,3 pró- sent af rekstrartekjum þeirra en hjá stórum bönkum í Bretlandi og Hollandi nemur hlutfallið rúmlega einu prósenti. Auk þess nema opin- ber gjöld samtals 10,8 prósentum af rekstrartekjum íslensku bankanna samanborið við 4,6 prósent hjá stórum hollenskum bönkum. Þá vekur Bankasýslan athygli á því að til standi að innleiða Evr- óputilskipunina BRRD sem gerir ráð fyrir að stofnaður sé sérstakur skilasjóður, sambærilegur við Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta, sem er ætlað að standa straum af kostnaði vegna skilameð- ferðar fjármálafyrirtækja og starf- semi skilavaldsins. Gert er ráð fyrir að skilasjóður verði fjármagnaður af fjármálafyrirtækjum. Í því sam- hengi er nefnt að greiðslur hollenska bankans ABN AMRO til skilasjóðs hafi á árinu 2018 numið tæplega 35 prósentum af þeim opinberu gjöld- um sem bankinn þurfti að greiða en sérstakur skattur tæplega 29 prósentum. Til samanburðar nam bankaskatturinn 68 prósentum af opinberum gjöldum Landsbankans. Fjárfestingafélagið Brimgarðar tapaði 1,8 milljörðum króna árið 2018 fyrir tekjuskatt. Árið áður nam tap félagsins um hálfum milljarði króna fyrir tekjuskatt. Brimgarðar eru í eigu systkin- anna Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gíslabarna. Þau eiga jafnframt matvælafyrirtækin Mötu, Matfugl og Síld og fisk. Félagið tapaði 1,6 milljörðum króna á fjárfestingum á hlutabréfa- markaði á árinu 2018, samkvæmt ársreikningi Brimgarða. Bókfært virði skráðra hlutabréfa þess nam 5,4 milljörðum króna við árslok, þar af átti það í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – fyrir 4,5 milljarða króna. Rekja má 838 milljóna króna tap til framvirkra samninga um kaup á hlutabréfum. Árið áður nam það tap 200 milljónum króna. Brimgarðar áttu hlutabréf fyrir 4,5 milljarða króna í framvirkum samningum árið 2018 en skulduðu 5,3 milljarða króna vegna samn- inganna. Árið áður nam sú eign 2,7 milljörðum króna en skuldin 2,9 milljörðum króna. Eignir Brimgarða námu 9,9 milljörðum króna og eiginfjár- hlutfallið var 14 prósent við árslok 2018. Félagið á fjölda fasteigna sem metnar eru á 2,2 milljarða króna. Fasteignamat eignanna var hins vegar mun hærra eða tæpir fimm milljarðar króna og vátrygginga- verð þeirra var átta milljarðar króna. Miðað við það er eiginfjár- staða Brimgarða í raun betri en fram kemur í ársreikningi. Á meðal fasteigna Brimgarða er Grandagarður 8, sem hýsir meðal annars leikjafyrirtækið CCP, en fasteignamat þess er 1,6 milljarðar króna, og Völuteigur 2 sem hýsir Matfugl. Fasteignamat þess var 940 milljónir króna en bókfært mat 80 milljónir króna. Brimgarðar eiga í f leiri fasteigna- félögum: Heimavöllum, Almenna leigufélaginu, Gamma 201 fast- eignasjóði og 105 Miðborg sem vinnur að uppbyggingu við Kirkju- sand. – hvj Fjárfestingafélagið Brimgarðar töpuðu um 1,8 milljörðum króna 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN ✿ Fjárhagsleg áhrif frumvarpsins 0 n Árlegar skatttekjur ríkissjóðs n Virðisaukning eignarhluta m.v. mismunandi skatthlutfall 20 40 60 80 Fj ár hæ ið ir í m a. kr . 7,1 0,376% 6 11 0,318% 21,8 5 0,261% Skatthlutfall 32,9 3,9 0,203% 43,9 2,8 0,145% 71,4 0% Virðið aukist um 70 milljarða Afnám bankaskattsins getur aukið söluvirði ríkisbankanna um rúmlega 70 milljarða samkvæmt grein- ingu Bankasýslu ríkisins. Lækkun útlánsvaxta og útlánaaukning geti vegið upp á móti tekjutapinu. Arnar Bergmann Gunnlaugs-son, fjárfestir og fyrrverandi k nat t spy r nu maðu r, va r úrskurðaður gjaldþrota í sumar og lýkur skiptum á búinu á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra búsins er útlit fyrir að kröfur á hendur félaginu muni nema um 70 milljónum króna. Þá eru taldar litlar líkur á því að ein- hverjar eignir finnist til að vega upp á móti lýstum kröfum. Arnar og tvíburabróðir hans, Bjarki, voru um tíma umsvifamiklir á fasteignamarkaðinum. Þeir stóðu meðal annars að ýmsum bygginga- framkvæmdum í aðdraganda fjár- málahrunsins í gegnum félagið Hanza-hópinn ehf. Þá áttu þeir tölu- verðan þátt í stofnun leigufélagsins Heimavalla sem varð í raun til með sameiningu smærri fasteignafélaga. Árið 2014 keyptu Arnar og Bjarki ásamt öðrum fjárfestum tvö fjöl- býlishús á Selfossi sem síðar urðu hluti af eignasafni Heimavalla. Félag bræðranna og Þórðar Más Jóhannessonar, fyrrverandi for- stjóra Straums fjárfestingarbanka, seldi 16,8 prósenta hlut sinn í Heimavöllum árið 2016 en þá nam eignasafn leigufélagsins tæpum tíu milljörðum króna. – þfh Arnar gjaldþrota Bankar munu þurfa að greiða í skilasjóð þegar búið er að innleiða tilskipunina BRRD. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gunnar Þór Gíslason, fram- kvæmdastjóri Brimgarða. Kex Hostel tapaði 182 millj-ónum króna fyrir skatta árið 2018. Árið áður nam tapið 58 milljónum króna. Eigið fé fyrir- tækisins var neikvætt um 28 millj- ónir króna við árslok. Hlutafé þess var aukið um 33 milljónir í fyrra og 229 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi. Tap hostelsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og áhrif dótturfélaga var 60 milljónir króna samanborið við 66 milljóna króna hagnað árið áður. Fiskisund á 53 prósent í Kex Hostel. Það er í eigu Einars Arnars Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, Höllu Sigrúnar Hjartar- dóttur, fyrrverandi stjórnarfor- manns Fjármálaeftirlitsins, og Kára Þórs Guðjónssonar, fyrrverandi starfsmanns Íslandsbanka. KP, sem er í eigu Birkis Kristinssonar, á 37 prósenta hlut. Dótturfélög Kex Hostels, þar á meðal veitingastaðurinn Sæmundur í sparifötunum, töpuðu 89 millj- ónum á árinu samanborið við 71 milljónar króna tap árið áður. Velta Kex Hostels dróst saman um fjórðung milli ára og var 353 millj- ónir króna árið 2018. Seld gisting dróst ekki jafn mikið saman, þar var samdrátturinn 14 prósent og þær tekjur námu 264 milljónum króna. – hvj Kex Hostel tapaði 182 milljónum Arnar Gunn- laugsson, fjárfestir. Jón Gunnar Jónsson, for- stjóri Bankasýslu ríkisins. 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 D -9 0 B 0 2 4 1 D -8 F 7 4 2 4 1 D -8 E 3 8 2 4 1 D -8 C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.