Fréttablaðið - 30.10.2019, Síða 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Doktor Ásta Logadóttir, verkfræðingur og sér-fræðingur í lýsingarfræðum,
segir lýsinguna sérhannaða til að
hjálpa fólki að vakna á morgnana
og sofna á kvöldin. „Erlendis hefur
þetta verið notað mikið en þetta
er fyrsta verkefni sinnar tegundar
á Íslandi. Lýsingin er hönnuð til
þess að sjúklingar fái betri svefn
sem stuðlar að bata. Lýsingin getur
einnig hjálpað vaktavinnandi
starfsfólki á deildinni að sofna
þegar það kemur heim af vaktinni,“
segir Ásta.
Hún segir að verkefnið sé í nánu
samstarfi við sjúklinga og starfs-
fólk deildarinnar. „Við erum búin
að setja lýsinguna upp á hjartadeild
Landspítalans. Við notum erlenda
þekkingu sem hefur reynst mjög
vel. Við erum að þróa hana hér og
heyrum því reglulega í notend-
unum, bæði sjúklingunum og
starfsfólkinu. Þau láta okkur vita
ef eitthvað má betur fara. Það er
hagur okkar allra að vel takist til.“
Lýsingin virkar þannig að allir
lampar á deildinni eru tengdir við
kerfi sem hefur verið sérstaklega
forritað til að stýra ljósum eftir
klukkunni. Þeir Einar Garðarsson
og Sverrir Jónsson hjá Lotu hafa
séð um forritunina. „Segjum sem
svo að þú kveikir ljós klukkan 9 á
morgnana, þá færðu mikið ljós og
kaldan lit sem líkist dagsbirtunni
úti. En ef þú kveikir á sama ljósi að
kvöldi til, þá færðu allt aðra lýs-
ingu. Þá kemur dempað hlýtt ljós
sem hvetur þig til að fara að sofa.
Það er sem sagt stýrikerfið sem
stjórnar lýsingunni. En svo er alltaf
hægt að slökkva á ljósinu ef enginn
er að nota rýmið,“ segir Ásta.
„Við höfum farið í gegnum
ýmsar breytingar á kerfinu eftir
ábendingar frá starfsfólki og
sjúklingum. Segjum sem svo að
við höfum stillt ljósin þannig að á
ákveðnum tímum komi meiri birta
til að vinnuaðstaðan verði betri,
en reynsla starfsfólksins sýnir að
það er óþarfi, þá ýmist breytum við
grunnstillingunum eða bjóðum
upp á valmöguleika, allt eftir því
hver notkun rýmisins er.“
Dagsbirtan er best
Ásta segir að tvisvar á ári séu
kjöraðstæður á Íslandi hvað varðar
birtu fyrir dægursveiflur. Á haustin
og vorin er dagsbirta á daginn og
myrkur á nóttunni. „Á veturna
fáum við aftur á móti ekki nógu
mikið ljós. Það sem við gerum með
þessari dægursveiflulýsingu er að
bæta upp fyrir vöntun á dagsljósi. Á
sumarkvöldum viljum við forðast
kalda litinn sem kemur frá dags-
birtunni. Kalda ljósið takmarkar
framleiðslu hormónsins mela-
tóníns og heftir það að við verðum
þreytt á kvöldin. Þá er best að draga
fyrir glugga og hafa hlýja dempaða,
kósí birtu sem hefur minni áhrif á
framleiðslu melatóníns.“
Dægursveiflulýsing eins og þessi
hentar best í rýmum þar sem fólk
dvelur í lengri tíma. Slík lýsing
hentar því aðallega fyrir vinnu-
staði, skóla, leikskóla og dvalar-
heimili. „Það sem skiptir aðalmáli
er aðgengi að dagsbirtu. Dagsbirtan
er það besta sem þú getur fengið. Ef
allir kæmust út í hálftíma göngu-
túr í dagsbirtu daglega þá værum
við að fá þennan ljósskammt sem
við þurfum. En þar sem við búum
ekki við þær aðstæður og veðrið á
Íslandi er ekki alltaf að vinna með
okkur þá er þetta leið til að bæta
upp fyrir vöntun á dagsbirtu,“ segir
Ásta. „Það er líka farið að byggja
mjög þétt í Reykjavík og þá eru
margir staðir, sérstaklega á neðri
hæðum, sem fá takmarkað dags-
ljós inn um gluggana. Margir eru
einnig með filmur í gluggum sem
takmarka ljósið. Í slíkum tilfellum
skiptir raflýsingin mjög miklu
máli.“
Verkfræðistofan Lota hefur verið
að skoða möguleikann á að nota
dægursveiflulýsingu á sjúkra-
húsum í tvö ár. „Við höfum verið
að vinna við nýja Landspítalann í
rafkerfishönnum og brunahönnun
svo þetta er hugmynd sem við
höfum verið að skoða. Á spítölum
er starfsemi allan sólarhringinn
og því áhugavert að vinna með
ljósið í þeim. Það hefur þess vegna
verið gaman og lærdómsríkt að fá
tækifæri til að prófa þetta á hjarta-
deildinni,“ segir Ásta.
Við hönnun á dægursveiflu-
lýsingu skiptir miklu máli hvaðan
ljósið kemur og hvaða eiginleikum
það býr yfir. Í hönnunarferlinu
er stuðst við lýsingarforrit til að
áætla áhrif ljóss á notendur og
mælingar notaðar til að sannreyna
niðurstöður útreikninga. Lýsingar-
hönnun var í höndum Ástu og Láru
Örlygsdóttur lýsingarhönnuðar.
Fjölbreytt verkefni
Lota hefur verið að vinna í ýmsum
verkefnum öðrum en lýsingu. Mörg
verkefni Lotu hafa verið í áætlana-
gerð, fýsileikagreiningum og
verkefnaþróun. Einnig hefur Lota
í vaxandi mæli látið að sér kveða í
sjálfbærni- og umhverfisráðgjöf.
Starfsmenn Lotu hafa annast
hönnun bæði smærri og stærri
verkefna um allt land. Fyrir utan
vinnu við nýja Landspítalann má
nefna orkumannvirki, sjúkra-
hús, gagnaver, hjúkrunarheimili,
íþróttahús, hótel, ýmsar opin-
berar byggingar sem og íbúða- og
atvinnuhúsnæði. Þá hafa þeir einn-
ig komið að ýmsum verkefnum
erlendis og tekið þátt í nýsköpunar-
verkefnum.
Til nýlegra og yfirstandandi
verkefna má telja: hönnun nýs
raforkudreifikerfis fyrir Kefla-
víkurflugvöll, alhliða hönnun
gagnaversgarðs Advania á Reykja-
nesi, þar með talin raforkudreifing
með smartnetslausnum. Hönnun
gagnaversbygginga og aðstoð
við hönnun gagnaversgarðs Etix
Everywhere Borealis á Blöndu-
ósi, byggingarhönnun hátækni-
frystihúss í Vestmannaeyjum og
alhliðahönnun fyrir ÍAV vegna
stórhýsa á Kirkjusandsreit. Bruna-
og rafmagnshönnun fyrir sendiráð
og afhending og hönnun Kletta-
skóla. Öryggishönnun fjölmargra
fyrirtækja og stofnana, þar með
taldar viðbragðs- og rýmingaráætl-
anir fyrir fjölmarga aðila, til dæmis
flugstöðina í Keflavík, Smáraturn
og heilbrigðisstofnanir ásamt fjöl-
breyttri ráðgjöf og fræðslu á sviði
brunavarna, öryggis og vinnu-
verndar.
Núverandi verkefni sýna breitt
verksvið Lotu og það traust sem
viðskiptavinir sýna Lotu til að
klára krefjandi og fjölbreytt verk-
efni sem krefjast útsjónarsemi og
áreiðanleika.
Ljósrófið er
mælt til að
tryggja að réttar
bylgjulengdir
ljóssins séu til
staðar á réttum
tímum dags.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Að degi til er mikið ljós á ganginum og kaldur litur til að líkja eftir dags-
birtu. Kalda ljósið heftir að við verðum þreytt.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Að kvöldi til eru ljósin dempuð og hlý birta kemur. Hlýja ljósið takmarkar
ekki framleiðslu melatóníns og hjálpa fólki að sofna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ásýnd á stýriforrit fyrir dægursveiflulýsingu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Framhald af forsíðu ➛ Ef þú kveikir ljós
klukkan 9 á
morgnana þá færðu ljós
sem líkist dagsbirtunni
úti. En ef þú kveikir
sama ljós að kvöldi til,
þá færðu allt annan lit.
Ásta Logadóttir
2 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RVERKFRÆÐI OG ARKITEKTÚR
3
0
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
D
-8
B
C
0
2
4
1
D
-8
A
8
4
2
4
1
D
-8
9
4
8
2
4
1
D
-8
8
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K