Fréttablaðið - 30.10.2019, Page 24

Fréttablaðið - 30.10.2019, Page 24
Gæði innivistar í húsnæði eru gríð­ arlega mikilvæg og hafa áhrif á bæði heilsu okkar og velferð. Því er mikil­ vægt að við séum með­ vituð um innra um­ hverfið okkar og grípum strax til aðgerða. Alma Dagbjört Ívarsdóttir Hótelið er orðið að kennileiti í borginni og sést á flest öllum myndum frá Singapore. Sólsetrið er á fáum stöðum glæsilegra. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það þurfti mikið hönnunar- og verksvit til að leysa þrautina við bygginguna sem kostaði líka sitt. Las Vegas Sand fyrirtækið er eigandi hótelsins sem hýsir 2.561 herbergi, 120 þúsund fer- metra ráðstefnumiðstöð, 74 þús- und fermetra verslunarmiðstöð, safn, leikhús, sjö veitingastaði, skautahöll og spilavíti. Fyrir utan eru fljótandi vísindasýningarsalir. Moses Safdie er skráður arkitekt. Upphaflega átti að opna hótelið 2009 en vegna kostnaðar og skorts á vinnuafli tafðist byggingin sem stendur á afar fallegum stað í mið- borg Singapore. Auk þess dundi yfir fjármálakreppa í Asíu. Hluti hótelsins var opnaður í júní 2010 en aðalopnunin var 17. febrúar 2011. Rætt hefur verið um að byggja fjórða turninn á hótelið fljótlega. Marina Bay hótelið er mikið aðdráttarafl og ferðamenn vilja ólmir komast á þakið til að virða fyrir sér borgina. Það kostar rúmlega 2.000 krónur inn en ef fólk kaupir sér drykk, til dæmis Singapore Sling, á þakbarnum er drykkurinn innifalinn í verðinu. Byggingin skapaði mikla tækni- lega áskorun og var stöðugt verið að meta og greina bygginguna á byggingartímanum og var þess vegna mikið eftirlit með henni. Stórbrotið hótel í Singapore Marina Bay Sands hótelið í Singapore er eitt óvenjulegasta hótel í heimi. Þrír turnar halda uppi efstu hæðinni sem lítur út eins og skip. Þar er bæði þakbar og glæsilegur sundlaugargarður. Marina Bay hót- elið í Singapore er engin smá smíði og ein- staklega glæsi- legt að auki. Á efstu hæðinni sem lítur út eins og skip er bæði þakbar og sund- laugargarður. NORDICPHOTOS/ GETTY Þakbarinn á Marina Bay hótelinu er glæsilegur. Þar er hægt að setjast niður og fá sér einn Singapore Sling. Hótelgestir hafa aðgang að sundlaugargarðinum á þakinu. Ekki slæmt að virða fyrir sér borgina þaðan. Sérkennið er auðvitað sundlaugin á þakinu þar sem jafnframt eru skokkleiðir. Hótelherbergin eru afar glæsileg en það kostar á bilinu 35-175 þúsund að gista þar í eina nótt eftir því hvers konar herbergi er valið. Hótelið er 57 hæðir og útsýnið er víðáttumikið yfir borgina og flóann í kring. Hótelið er orðið að kennileiti í borginni og sést á f lest öllum myndum frá Singapore. Sól- setrið er á fáum stöðum glæsilegra en á þaki Marina Bay auk ljósa- sýningarinnar í borginni sjálfri. Á hótelinu er Michelin-stjörnu veitingastaður. Þeir sem eiga leið um Singapore ættu endilega að kíkja á þakið og virða fyrir sér dásamlegt útsýni, ekki væri verra að heimsækja það bæði að degi og kvöldi. Sundlaugin og garðurinn í kringum hana er ætluð hótelgestum. Mannvit hf. og Allir hundar ehf. luku fyrr á árinu því samstarfsverkefni að þjálfa mygluleitarhundinn Hanz. „Hann opnar nýja vídd við mygluleit; á meðan mannfólkið leitar að sýnilegum merkjum rakaskemmda getur Hanz fundið þær á lyktinni. Í Mið-Evrópu er notkun mygluhunda útbreidd aðferð við að finna leyndar raka- skemmdir og aðferðin er m.a. viðurkennd af umhverfisstofnun Þýskalands,“ segir Kristján Guð- laugsson, byggingarverkfræð- ingur hjá Mannviti. Hundurinn Hanz stóðst prófið með 100% árangri Hanz er fyrsti og eini vottaði mygluleitarhundurinn á Íslandi. Alma Dagbjört Ívarsdóttir, og Kristján starfa hjá Mannviti og hafa unnið að þessu verkefni frá upphafi. „Hanz er einstaklega góð viðbót í innivistarteymið okkar sem veitir alla ráðgjöf á sviði mygluvandamála og bættrar innivistar hjá fyrirtækjum og stofnunum,“ segir Alma Dagbjört, sérfræðingur á sviði innivistar og loftgæða hjá Mannviti. „Hann stóðst viðurkennt próf í september hjá þýskum samtökum aðila sem vinna að greiningu rakaskemmda og er þar með orðinn fyrsti vottaði íslenski hundurinn í mygluleit. Vottunin er mikilvægur gæða- stimpill og sýnir að mikil vinna og ströng þjálfun við mjög sér- hæfða leit hefur skilað frábærum árangri,“ bætir Kristján við. Prófið hefur verið notað í fjölda ára fyrir hundateymi í mörgum löndum. Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir hefur annast og þjálfað Hanz frá upphafi. Jóhanna og Hanz þurftu að þreyta prófið innan stífra tímamarka og finna skemmd byggingarefni sem höfðu verið falin í prófunarhúsnæðinu. Teymið náði prófinu með 100% árangri. Gerir mygluleit skilvirkari „Gæði innivistar í húsnæði eru gríðarlega mikilvæg og hafa áhrif á bæði heilsu okkar og velferð. Því er mikilvægt að við séum meðvituð um innra umhverfið okkar og grípum strax til aðgerða ef grunur er um slæma inni- vist. Fyrst og fremst viljum við leggja áherslu á að tryggja fólki heilnæmt húsnæði,“ segir Alma. Markmið Mannvits með þátt- töku í verkefninu er að gera leit að rakaskemmdum skilvirkari og markvissari svo hægt sé að grípa strax til aðgerða ef þess er þörf. „Rannsóknir hafa staðfest að orsakasamhengi er á milli raka- skemmda í húsnæði og heilsu- brests, rakaskemmdir menga inniloft í húsnæðinu og mengun getur haft áhrif á heilsufar fólks. Það er því mjög mikilvægt að laga rakaskemmdir, en stundum getur verið þrautin þyngri að finna þær og sérstaklega ef þær eru huldar inni í byggingarhlutum, undir gólfefnum og slíku,“ segir Kristján. Erlendis er notkun myglu- leitarhunda mikilvægur þáttur í greiningu skemmdra bygginga og sérstaklega við að finna huldar skemmdir. Mannvit hf. og Allir hundar ehf. vonast til þess að mygluleitarhundurinn muni gera leit að rakaskemmdum í húsnæði bæði f ljótlegri og nákvæmari. Vottaður mygluleitarhundur Kristján og Alma segja að Hanz opni nýja vídd með mygluleit. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Jóhönna Þorbjörg Magnúsdóttir og Einar Ragnarsson með mygluleitar- hundinn Hanz. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mygluleitarhund- urinn Hanz hefur tekið til starfa og nýtist sérstaklega vel við að finna leynda myglu í húsnæði. 4 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RVERKFRÆÐI OG ARKITEKTÚR 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 D -7 8 0 0 2 4 1 D -7 6 C 4 2 4 1 D -7 5 8 8 2 4 1 D -7 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.