Fréttablaðið - 30.10.2019, Side 32

Fréttablaðið - 30.10.2019, Side 32
Versnandi hagvaxtarhorfur hér heima og erlendis, lækk-andi verðbólguvæntingar og batnandi verðbólguhorfur voru meginrök fyrir vaxtalækkun Seðla- banka Íslands í lok september síð- astliðins. Síðan þá hafa línur skýrst enn frekar. Sá litli hagvöxtur sem hefur mælst er sannkallaður „kreppuhag- vöxtur“ og skýrist að mestu með yfir 10% samdrætti í innflutningi, hinum mesta síðan 2009. Eyðsla Íslendinga erlendis hefur dregist saman um fimmtung og nánast enginn vöxtur mælist í eyðslu Íslendinga hér innanlands. For- stjóri Vinnumálastofnunar sagði í kjölfar mikilla hópuppsagna í lok september að „langt væri síðan slíkar tölur hefðu sést“ og að „atvinnuleysi myndi fara vaxandi“. Þrátt fyrir að dregið hafi örlítið úr svartsýni framkvæmdastjóra 400 stærstu fyrirtækja í september, fer ný fjárfesting fyrirtækja fallandi. Á sama tíma dregur mjög hratt úr vexti nýrra útlána til fyrirtækja. Við blasir hagkerfi sem er að stöðv- ast nokkuð hratt á sama tíma og lánskjör til fyrirtækja haldast há á meðan grunnvextir fara lækkandi. Skýrist það að miklu leyti af stífari Agnar Tómas Möller forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter Í ströngu aðhaldi   Mikilvægt er að Seðla- bankinn sendi skýr skila- boð um að raunvaxtaaðhald bankans fari lækkandi. eiginfjárkröfum og háum sérskött- um á bankana sem er langt umfram það sem þekkist í nágrannaríkjum. Óskýr skilaboð Seðlabankans Fyrirtæki og heimili halda að sér höndum og haldi atvinnuleysi áfram að aukast, líkt og útlit er fyrir, gæti spírall neikvæðra væntinga og vaxandi svartsýni myndast, langt umfram það sem traustar undir- stöður hagkerfisins gefa tilefni til. Svartsýni á hlutabréfamarkaði undanfarið bendir í þá átt einnig. Spjótin beinast því að peninga- stefnunni. Ólíkt fyrri tíð, eru la ng t í maverðbólg uvænt i ng a r ríkisskuldabréfa við eða undir verðbólgumarkmiði, sem og verð- bólguvæntingar fyrirtækja og markaðsaðila. Nýjasta spá Seðla- bankans gerir ráð fyrir verðbólgu undir markmiði að ári liðnu, í 2,1%, og verðbólguálag á skuldabréfa- markaði til tveggja ára er 2,2%. Með trausta kjölfestu verðbólguvænt- inga ætti Seðlabankinn því að geta gengið óhikað til verks og blásið lífi í hagkerfið. Aðhaldsstig Seðlabankans hverju sinni er mælt með svokölluðum „virkum vöxtum“ Seðlabankans að frádreginni verðbólgu, þ.e. svo- kallað „raunvaxtastig“ peninga- stefnunnar. Aðstæður í hagkerfinu hér heima og erlendis og verðbólgu- væntingar stýra að mestu hvert hæf ilegt aðhaldsstig er hverju sinni. Í nágrannalöndum okkar hafa Seðlabankar verið að glíma við svipaða stöðu og virðist nú í upp- siglingu hér; lága verðbólgu, hægan hagvöxt og minnkandi eftirspurn eftir lánsfé og mætt því með mjög lágum raunvöxtum. Síðastliðin 5 ár hafa meðal raunvextir Evrópu, Bretlands og Bandaríkjanna verið -0,7% og eru um -0,5% í dag. Til samanburðar hafa raunvextir á Íslandi verið 2,75% að meðaltali yfir sama tímabil og hafa verið að meðaltali 1,3% sl. ár (miðað við meðaltal meginvaxta sl. 12 mánuði, 4,1%, og ársverðbólgu, 2,8%). Við seinustu vaxtaákvörðun var aðhaldsstigið að mati Seðlabankans talið vera um 0,5% og vísað samhliða til þess að það væri „gólf“ við núver- andi aðstæður. Það er misvísandi þar sem borin er saman liðin verðbólga og núverandi vaxtastig – þegar vext- ir fara lækkandi vanmetur sá mæli- kvarði raunverulegt raunvaxtastig. En það sem meiru skiptir er að það eru væntingar um raunvexti fram- tíðar sem skipta máli þegar kemur að verðlagningu á fjármagnsmark- aði og hefur áhrif á ákvarðanatöku heimila og fyrirtækja. Miðað við núverandi meginvexti Seðlabankans (3,25%) og 2,1% verð- bólguspá Seðlabankans til loka árs 2020, má vænta rúmlega 1,2% raunvaxtastigs haldist vextir Seðla- bankans óbreyttir, og reyndar tals- vert hærra, því út frá samsetningu innlána fjármálastofnana í Seðla- bankanum eru virkir vextir Seðla- bankans líklega um 3,6% í dag. Raunávöxtunarkrafa stuttra verðtryggðra skuldabréfa hefur verið þó nokkuð yfir einu prósenti frá seinasta vaxtaákvörðunarfundi að meðaltali. Markaðurinn telur því að raunvaxtastig næstu misseri verði hátt. Ástæðan er meðal ann- ars væntingastjórnun Seðlabank- ans. Gefið var sterklega í skyn að vextir myndu ekki endilega lækka mikið meira á næstunni þrátt fyrir jákvæðar verðbólguhorfur. Það veit ekki á gott. Mikilvægt er að Seðla- bankinn sendi skýr skilaboð um að raunvaxtaaðhald bankans fari lækkandi en ekki hækkandi eins og aðstæður í hagkerfinu þróast nú um stundir. ✿ Þróun vaxta (v. ás) borið saman við mánaðarleg útlán fyrirtækja (ma.kr) n Meðalútlánsvextir banka og spsj. n Meðalkjörvextir útlána banka og spsj. n Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa (HFF 150224) n Ný óvtr./vtr. útlán til fyrirtækja, 12 m meðaltal, h.ás. 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% jan 2015 júl 2015 jan 2016 júl 2016 jan 2017 júl 2017 jan 2018 júl 2018 jan 2019 júl 2019 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 HVAÐ GERÐIST Í HRUNINU? LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 | www.forlagid.is Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri, fjallar um eitt örlagaríkasta tímabil í sögu Íslands og greinir ástandið sem aðkomumaður með afburðaþekkingu og víðtæka reynslu að vopni. „Bók sem mun vafalaust vera ein mikilvægasta heimildin um sögulega tíma.“ Viðskiptablaðið „[Svein Harald] segir frá því sem raunverulega gerðist, af hverju það gerðist, hvaða afleiðingar það hafði og hverju var um að kenna.“ Þórður Snær Júlíusson / Kjarninn 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 D -9 F 8 0 2 4 1 D -9 E 4 4 2 4 1 D -9 D 0 8 2 4 1 D -9 B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.