Fréttablaðið - 30.10.2019, Side 34

Fréttablaðið - 30.10.2019, Side 34
Aftur til Arion Verulegar breyt- ingar voru gerðar á markaðs- viðskiptum Arion banka um síðustu mánaðamót þegar bankinn réðst í miklar skipulagsbreytingar og sagði upp samtals hundrað manns. Var starfsmönnum sviðsins fækkað um helming, eða í átta talsins, en nú virðast stjórn- endur hafa metið það sem svo að of langt hafi verið gengið í þeim efnum. Helgi Frímannsson, sem var á meðal þeirra starfsmanna markaðsviðskipta sem var sagt upp störfum, hefur nú aðeins nokkrum vikum síðar verið ráðinn til baka sem hlutabréfamiðlari og tók að nýju til starfa í þessari viku. Val milli tveggja Listinn yfir tíu um- sækjendur um stöðu varaseðla- bankastjóra fjármálastöðug- leika, sem verður eitt valdamesta embættið innan stjórnsýslunnar, hefur verið opin- beraður og má þar finna frambæri- legt fólk. Val Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra, sem mun tilnefna í embættið, þykir standa á milli tveggja. Hann horfi þannig til einkum til Ásdísar Kristjáns- dóttur hagfræðings, sem einnig er á meðal umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra fjármála- stöðugleikasviðs, og Tómasar Brynjólfssonar, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins. Tómas er sagður njóta trausts og stuðnings ráðuneytisstjórans Guðmundar Árnasonar. Björn til Landsbankans Björn Hákonarson, sem starfaði síðast í verðbréfamiðlun hjá Arion banka, hefur verið ráðinn til Lands- bankans þar sem hann mun starfa í fyrirtækjaráðgjöf. Björn, sem er hagfræðingur að mennt, stoppaði stutt hjá Arion en þar áður var hann um nokkurra ára skeið hjá Íslandsbanka, meðal annars sem forstöðumaður verð- bréfa- og gjaldeyrismiðlunar. Skotsilfur Lágt verðlag gerir kaffibændum lífið leitt Lágt verð á gæðakaffibaunum ógnar úrvali neytenda. Í fjögur til fimm ár hefur verðið verið undir framleiðslu- og dreifingarkostnaði bænda. Margir smábændur hafa minnkað notkun á áburði sem dregur úr gæðum kaffibauna eða snúið sér að öðrum verkefnum. Greinendur reikna með sex prósenta samdrætti milli ára í Mið-Ameríku á tímabilinu 2019-20 en þar eru ræktaðar gæðakaffibaunir. NORDICPHOTOS/GETTY Öll lítum við efnahagsleg og félagsleg mál okkar augum. Oftast getum við engu að síður átt uppbyggilegar umræður um málin en í undantekningartil- fellum er samtalið andvana fætt. Okkur sem vinnum á fjármálamark- aði hefur almennt ekki tekist vel upp Getum við öll verið sammála um … Í kjölfar f jármálakreppunnar 2008 hefur verið gripið til marg-víslegra aðgerða á alþjóðavett- vangi til þess að auka viðnáms- þrótt fjármálafyrirtækja og auka varfærni í rekstri þeirra. Tilgangur þessa er að draga úr líkum á því að áfall af þeirri stærðargráðu sem þá varð endurtaki sig. Hluti þeirra aðgerða sem falla undir aukinn viðbúnað eru svo- kallaðir eiginfjáraukar sem eru viðbót við grunneiginfjárkröfuna sem gerð er til lánastofnana. Eigin- fjáraukarnir eru fjórir og tengjast mismunandi áhættuþáttum. Einn þeirra, sveif lujöfnunaraukinn, tengist hagsveiflunni. Almennt er talið að gæði eigna fjármálafyrir- tækja geti farið versnandi í upp- sveif lum í hagkerfum sem birtist svo í rýrnun eigna í niðursveiflum eða þegar verulega dregur úr hag- vexti. Hugsunin er sú að mæta þessum sveiflum með því að krefj- ast aukins eigin fjár í uppsveiflum, sveif lujöfnunarauka, en lækka hann þegar harðnar á dalnum. Borið í bakkafullan lækinn í samtali við fólk utan fjármálageir- ans. Fyrir þessu eru sjálfsagt ýmsar ástæður. Við í fjármálageiranum erum svo vön því að tala hvert við annað að við kunnum ekki að taka eftir því þegar við hefjum samtalið við almenning í miðjum klíðum og hljómum því fjarlæg og óskiljan- leg. Þá er tiltölulega stutt síðan við urðum fyrir alvarlegum áföllum og tortryggni í okkar garð veldur því að við tölum oft fyrir daufum eyrum. Þetta sambandsleysi hefur lengi valdið mér miklum áhyggjum. Ég er sannfærður um að sambandsleysið kostar íslenskt þjóðfélag mikið á hverju ári í formi glataðra tækifæra og lakari lífsgæða. Ég vil því byrja samtalið upp á nýtt og byrja á byrj- uninni. Getum við t.d. ekki verið öll sammála um þau markmið að: n Auðvelda aðgengi heimila að lánum á sanngjörnum kjörum? n Greiða aðgengi fyrirtækja að fjármagni til uppbyggingar og reksturs? n Auðvelda fjármögnun nýsköp- unarfyrirtækja? n Stuðla að vexti efnilegra félaga þannig að þau öflugustu geti fetað í fótspor Marels og Öss- urar? n Hækka kaupmátt og greiða fyrir fjármögnun verkefna sem eru umhverfisvæn? Ég nefni þessi atriði vegna þess að ég starfa á verðbréfamarkaði og virkur og þróaður verðbréfamark- aður styður með öflugum hætti við öll ofangreind markmið. Undan- farið hefur orðið vart við nokkuð neikvæða umræðu um íslenskan verðbréfamarkað, því haldið fram að hann gegni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Jafnvel hefur verið efast um tilverurétt hans. Þarna er ýmislegt litað heldur dökkum litum og ekki alfarið farið rétt með staðreyndir. Ýmislegt má þó betur fara og er ein mikilvægasta ástæða þess að okkur hefur ekki orðið meira ágengt er þetta ófullkomna samtal okkar við almenning. Betri markaður kallar nefnilega oft á breytingar á lögum og reglum og ef almenningur tor- tryggir tillögur til breytinga, þrátt fyrir að við teljum þær til hagsbóta fyrir samfélagið, þá er hætt við (og eðlilegt) að málin nái ekki lengra. Ég legg til að við hefjum samtalið upp á nýtt og skoðum tillögur til breytinga út frá þeim markmiðum sem að ofan eru nefnd og öðrum svipuðum til almannaheilla. Verðbréfamarkaður- inn er ekki til í tómarúmi, tilgangur hans er að efla þjóðarhag. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármála- fyrirtækja Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq á Íslandi Hækkun sveif lujöfnunaraukans í uppsveif lu gerir dýrara að auka eignir þar sem eiginfjárbinding verður meiri og heftir þannig aukn- ingu eigna svo sem útlánavöxt. Þá myndi aukið eigið fé búa til forða til að mæta rýrnun eigna í niðursveiflu eða þegar dregur úr hagvexti. Lækk- un sveiflujöfnunaraukans í niður- sveif lunni myndi svo auðvelda lánastofnunum að uppfylla eigin- fjárkröfur þrátt fyrir rýrnun eigna í niðursveiflunni. Í tilskipun ESB um eiginfjárkröfur (CRD IV) er þessu til dæmis lýst með eftirgreindum hætti í grein 80 í aðfararorðum eða skýr- ingum með tilskipuninni: „Sveiflujöfnunaraukann ætti að byggja upp þegar heildarvöxtur útlána og annarra eignaflokka sem hefur veruleg áhrif á áhættusnið þeirra lánastofnana og verðbréfa- fyrirtækja er talin valda vaxandi kerfisáhættu og losa hann þegar álagið kemur (e. during stressed periods).“ Reglur um eiginfjáraukana hafa verið lögfestar hér á landi sem hluti af regluverki EES um eiginfjár- kröfur, svokallað CRD IV eða fjórða tilskipunin um eiginfjárkröfur. Reglurnar eru jafnframt hluti af alþjóðlegum viðmiðunum (Basel IV) Baselnefndarinnar sem starfar undir regnhlíf Alþjóðagreiðslu- bankans í Basel í Sviss. Hámark sveif lujöfnunarauk- ans samkvæmt lögum er 2,5% og honum því ætlað að sveif last frá núlli að þeim mörkum yfir hag- sveifluna. Beiting eiginfjáraukanna er formlega á verksviði FME en Fjár- málastöðugleikaráð er tillöguaðili um beitingu þeirra. Fjármálastöð- ugleikaráð er samstarfsvettvangur fjármálaráðuneytis, Seðlabanka og FME og starfar á grundvelli sér- stakra laga frá árinu 2014. Fjármála- ráðherra er formaður ráðsins. Mikilvægur liður þess að þetta skynsamlega fyrirkomulag virki er að sveiflujöfnunaraukinn sé nýttur með sveigjanlegum hætti. Ef lítill sveigjanleiki er við beitingu sveiflu- jöfnunaraukans nær hann ekki tilgangi sínum. Þá verður sveif lu- jöfnunaraukinn aðeins enn einn varanlegur kostnaðarliður í rekstri fjármálafyrirtækja en virkar ekki til þess að hemja eignavöxt eða búa til forða svo að mæta megi áföllum í niðursveiflu í efnahagslífinu. Aðeins tólf af 31 ríki á EES nýta heimildir til þess að leggja á sveiflu- jöfnunarauka og er hann að meðal- tali 1,2% hjá þeim EES-ríkjum sem nýta heimildina. Hæstur er sveiflu- jöfnunaraukinn í Noregi (2%) og Svíþjóð (2,5%) en bæði löndin sluppu að miklu leyti við fjármála- kreppuna 2008. Áhyggjur hafa verið í báðum löndum af ósprungnum útlána- og eignabólum. Sveif lu- jöfnunaraukinn hér á landi var hækkaður í 1,75% í maí 2018. Síðan hefur verið boðuð frekari hækkun um 0,25% í febrúar næstkomandi. Ljóst er að frá því ákvörðun var mótuð á fundi Fjármálastöðug- leikaráðs í vetur sem leið hafa skipast veður í lofti í efnahags- málum hér á landi. Almennt er nú reiknað með lakari efnahags- horfum en gert var á vetrarmán- uðum. Í spá Hagstofunnar í febrúar var reiknað með 1,7% hagvexti á þessu ári en 2,8% hagvexti 2020. Nú er gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á þessu ári en 2,6% hagvexti á næsta ári. Ýmislegt bendir til, ekki síst þróun á vinnumarkaði, að hætta sé á að samdrátturinn verði dýpri og standi lengur og hagvöxtur næsta árs verði minni en Hagstofan spáir. Þá hefur verulega hægt á vexti útlána frá vormánuðum. Tólf- mánaða aukning heildarútlána innlánsstofnana var tæplega 13% til loka janúar á þessu ári en er nú tæp 4% miðað við lok september. Full ástæða virðist því til þess að endurskoða fyrri ákvörðun. Jafnvel gætu verið að skapast skilyrði sem réttlættu lækkun sveiflujöfnunar- aukans. Jafnvel gætu verið að skapast skilyrði sem réttlættu lækkun sveiflujöfnunaraukans. 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 D -8 B C 0 2 4 1 D -8 A 8 4 2 4 1 D -8 9 4 8 2 4 1 D -8 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.