Fréttablaðið - 30.10.2019, Síða 36
Ef þetta er
raunin má
segja að lánamarkað-
urinn sé kjörbúð þar
sem vöruverðið er að
lækka en allar hillurnar
eru tómar.
Sigurður Hannesson,
framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins
29.10.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 30. október 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
Fjártæknifyrirtækið Meniga var metið á fimm milljarða króna í bókum fjár-festingafélagsins Kjölfestu árið 2018.
Virðið jókst um 56 prósent á milli ára eða
um 1,8 milljarða króna.
Fram kemur í ársreikningi Kjölfestu að
bókfært virði 12,4 prósenta hlutar í Meniga
hafi verið 625 milljónir króna árið 2018.
Árið áður var 16,3 prósenta hlutur metinn
á 525 milljónir króna.
Þrír bankar fjárfestu í Meniga fyrir þrjár milljónir
evra hver í sínu lagi árið 2018. Samtals nam fjárfest-
ingin níu milljónum evra eða um 1,3 millj-
örðum króna á núverandi gengi. Um var að
ræða Íslandsbanka, Swedbank og Unicredit.
Kjölfesta er í eigu 14 fagfjárfesta, þar af 12
lífeyrissjóða. Fjárfestingafélagið er rekið af
Kviku banka og ALM Verðbréfum og fjár-
festir í smærri og meðalstórum fyrirtækjum.
Aðrar fjárfestingar Kjölfestu eru 30 pró-
senta hlutur í sjávarútvegsfyrirtækinu
Odda og um sex prósenta hlutur í Íslands-
hótelum. Fjárfestingafélagið á 26 prósenta hlut í S38
sem á 24 prósenta hlut í hótelkeðjunni. – hvj
Meniga metið á fimm milljarða
Georg Lúðvíksson,
forstjóri Meniga
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
2019
Er bókhaldið
ekki þín
sterkasta hlið?
BÓKHALD | LAUN | SKATTUR | RÁÐGJÖF
Stjórnendur Íslandsbanka hafa
metnað til þess að breyta sam-
félaginu og til þess vilja þeir beita
hinum gríðarmiklu fjármunum
sem bankinn býr yfir. Þeir vilja ná
pólitískum markmiðum í krafti
kapítalsins. Þetta útspil stjórn-
endanna er svo sem ekki nýtt af
nálinni. Það er í takt við þær miklu
og öru breytingar sem kapítalism-
inn á Vesturlöndum er að taka.
Breytingarnar felast í því að stór-
fyrirtækin reyna að telja fólki trú
um að þau séu ekki bara sálar-
laus tannhjól í hagvaxtarvélinni.
Fyrirtæki hafa að vísu tileinkað
sér hefðbundin og góð gildi á borð
við heiðarleika um langt skeið en
nýlundan er sú að gildin eru orðin
pólitísk. Stórfyrirtæki á Vestur-
löndum vilja vera framarlega í
réttlætisbaráttu af ýmsu tagi til
að mýkja ásýnd sína en það hefur
tekist misvel.
Nýlega vakti tæknifyrirtækið
Advania mikla athygli fyrir að
draga regnbogafána að húni í
tilefni heimsóknar Mikes Pence
til landsins. Það er furðulegt í
sjálfu sér að fyrirtæki þykist hafa
rammpólitísk gildi. Ef einhvern
íhaldssaman starfsmann mátti
finna innan raða Advania var
hann ef laust ekki spurður álits.
Og ef hann hefði haft skoðun á
málinu hefði hann ef laust verið
beðinn um að halda henni út af
fyrir sig.
En Advania má þó eiga það að
fyrirtækið lagði eitthvað að veði
fyrir málstaðinn. Margir stjórn-
endur og atvinnurekendur sáu
ef laust tækifæri í því að fá aðgang
að fylgdarliði Pence sem skipað
var ýmsum fulltrúum úr banda-
rísku atvinnulífi en ólíklegt er
að uppátæki Advania hafi verið
til vinsælda fallið í þeirri kreðsu.
Þetta var að minnsta kosti sann-
færandi gjörningur.
Það sama gildir ekki um Íslands-
banka. Eins og fjármálaráðherra
hefur réttilega bent á gætir tví-
skinnungs í því að ætla eingöngu
að setja skilyrði á útgjaldahlið
bankans en ekki á tekjuhliðinni.
Stjórnendur bankans ætla sem
sagt ekki að leggja tekjur að veði
fyrir málstaðinn.
Síðan er hitt að Advania er
einkafyrirtæki en Íslandsbanki
ríkisfyrirtæki og því óbeint í eigu
íslensku þjóðarinnar. Það er marg-
brotinn hópur fólks og innan hans
er ekki að finna samhljóm um að
kynjahlutföll þurfi að vera jöfn
í öllum atvinnugreinum. Sumir
trúa jafnvel því að jöfn tækifæri
og frjálst val muni óhjákvæmi-
lega leiða til þess að við sjáum ólík
mynstur á ólíkum sviðum þjóð-
félagsins. Bankanum væri nær að
einbeita sér að fjármálastarfsemi.
Ríkiskapítalið
sýnir klærnar
3
0
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
D
-7
8
0
0
2
4
1
D
-7
6
C
4
2
4
1
D
-7
5
8
8
2
4
1
D
-7
4
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K