Fréttablaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 6
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Of snemmt?
Íbúar eru ósáttir við að umferð færist nær húsum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
R E Y K JAV Í K Grenndark y nning
vegna framkvæmda við frárein á
Bústaðavegi þar sem ekið er inn
á Kringlumýrarbraut til suðurs
er nú hafin. Íbúar hafa frest til 2.
desember næstkomandi til að gera
athugasemdir við framkvæmdirnar
sem voru þegar hafnar þegar fram-
kvæmdaleyfið var afturkallað.
Það gerðist í kjölfar kæru íbúa
í Birkihlíð en úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála taldi
að grenndarkynning hefði átt að
fara fram áður en leyfið var gefið
út. Harri Ormarsson, lögfræðingur
á umhverfis- og skipulagssviði, býst
við að reynt verði að hraða málinu
eins og kostur er.
Umhverfis- og skipulagsráð mun
fjalla um þær athugasemdir sem
berast og gæti það ferli mögulega
tekið tvær til þrjár vikur til við-
bótar. Á fundi ráðsins í fyrradag
lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
fram fyrirspurn þar sem óskað er
upplýsinga um hvers vegna fram-
kvæmdaleyfi hafi verið veitt án þess
að grenndarkynning færi fram. Enn
fremur óska þeir eftir upplýsingum
um það hvernig borgin muni bregð-
ast við stöðunni sem upp er komin.
Viðar Friðriksson, íbúi í Birkihlíð,
var einn þeirra sem kærðu borgina
til úrskurðarnefndarinnar. Hann
segir að íbúar hafi þegar hist á fundi
til að fara yfir málið. „Við reiknum
með að það verði hlustað á okkar
sjónarmið. Það er nú verið að vinna
úr þeim athugasemdum sem fram
komu á fundinum,“ segir Viðar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni verða gátskildir, eða
varúðarmerki, sem sett hafa verið
upp meðfram nýrri frárein þar
áfram þangað til nýtt framkvæmda-
leyfi liggur fyrir. – sar
Íbúar hafa fundað um framkvæmdir
Nú eru rúmlega 231 þúsund manns
í þjóðkirkjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SAMFÉLAG Á tímabilinu 1. des-
ember 2018 til 1. nóvember 2019
fækkaði um 1.243 einstaklinga í
þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá Þjóðskrá. Næst-
mesta fækkunin varð hjá zúistum
en þeim fækkaði um 248 á tíma-
bilinu.
Þeim sem standa utan trú- og
lífsskoðunarfélaga f jölgaði um
1.022. Þá fjölgaði um 602 í kaþólsku
kirkjunni og 526 í Siðmennt. Einnig
varð fjölgun í Ásatrúarfélaginu en
þar fjölgaði um 255 og um 214 í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði.
Þann 1. nóvember síðastliðinn
voru 231.429 skráðir í þjóðkirkjuna
sem er langstærsta trúfélag lands-
ins. Alls voru tæplega 26 þúsund
manns utan trú- og lífsskoðunar-
félaga eða um sjö prósent lands-
manna.
Nýtt trú- og lífsskoðunarfélag,
Demantsleið búddismans, var
skráð í októbermánuði og er það
fimmtugasta skráða félagið. – sar
Sjö prósent eru utan trúfélaga
VIÐSKIPTI Gísli Ásgeirsson, tals-
maður Jims Ratcliffe hérlendis,
vísar því alfarið á bug að breski auð-
kýfingurinn ætli að seilast til áhrifa
í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki
eigandi Dylan Holding SA,“ segir
Gísli og leggur þunga áherslu á að
Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim
svæðum sem hann hefur þegar fjár-
fest í. Engin áform séu um að eignast
veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal.
Jim Ratcliffe hefur í íslenskum
fjölmiðlum verið tengdur við félag-
ið Dylan Holding SA. Fjárfestirinn
Jóhannes Kristinsson er stjórnar-
formaður félagsins og hefur verið
í forsvari fyrir veiðiréttindi þess.
Jóhannes var á árum áður tengdur
félögum eins og Fons og Iceland
Express. Hann hefur verið sagður
eigandi félagsins en einnig hefur því
verið haldið fram, meðal annars í
fréttum Morgunblaðsins og Kjarn-
ans, að raunverulegur eigandi Dylan
Holding SA sé Jim Ratcliffe.
Viðskipti Jóhannesar með jarðir
hafa verið nátengd viðskiptum
auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þann-
ig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í
hlunnindajörðum á Norðaustur-
landi, sérstaklega í Vopnafirði og
Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar
fóru fram í gegnum nokkur eignar-
haldsfélög og var greint frá því á
dögunum að hann hefði selt fimm
þessara félaga til félaga í eigu Jims
Ratcliffe.
Aðspurður hvers vegna fréttir
um eign hans í Dylan Holding SA
hafi ekki verið bornar til baka segir
Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til
að eltast við það en við svörum þegar
við erum spurðir.“
Í ágúst síðastliðnum var kynnt
samkomulag Ratcliffes og Haf-
rannsóknastofnunar um rann-
sóknaráætlun til verndar íslenska
laxastofninum. Rannsóknin sem
er fjármögnuð af Ratcliffe verður
unnin í samstarfi við Imperial Coll-
ege í London.
Er áætlunin hluti af sjálf bærri
langtímaverndaráætlun sem miði að
því að laxveiðar á Íslandi verði áfram
þær bestu og sjálfbærustu í heimi.
Jarðakaup Ratcliffes hafa verið
töluvert til umræðu að undanförnu
en talið er að hann eða félög í hans
eigu hafi á síðstu árum eignast að
öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir
á Íslandi. bjornth@frettabladid.is
Segir Ratcliffe ekki
ásælast Laxá í Aðaldal
Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann
ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félags-
ins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni.
Gísli segir Ratcliffe ekki seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. NORDICPHOTOS/GETTY
ALÞINGI Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir dómsmálaráðherra hyggst
á næsta ári setja af stað undirbún-
ingsvinnu vegna aðskilnaðar ríkis
og kirkju. RÚV greinir frá.
Í september var undirritaður
samningur um fjárhagsleg
málefni ríkisins og þjóð-
kirkjunnar sem felur í sér
aukið fjárhagslegt sjálf-
stæði kirkjunnar. Áslaug
Arna segir samninginn
hafa verið stórt skref
í aðskilnaði ríkis og
kirkju og að sú vinna
sem fram undan er
hafi aðskilnað að
markmiði.
M e i r i h l u t i
þingflokkanna
er hlynntur aðskilnaði og segir ráð-
herra aukna kröfu í íslensku sam-
félagi um sjálfstæði trú- og lífsskoð-
unarfélaga.
Þingsályktunartillaga er nú til
meðferðar á Alþingi um fullan
aðskilnað ríkis og kirkju en dóms-
málaráðherra hefur ekki viljað tjá
sig um afstöðu sína til málsins.
Líkt og greint var frá á fretta-
bladid.is í vikunni kemur fram
í umsögn biskups Íslands við
tillögunni að biskup telji þjóð-
kirkjuna ekki hafa fjárhagslegt
bolmagn til að sinna hlutverki
sínu vegna þess hve stór
hluti af eignasafni
k irk ju nna r ha f i
verið af hentur
ríkinu. – bdj
Undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
F
-F
A
C
4
2
4
2
F
-F
9
8
8
2
4
2
F
-F
8
4
C
2
4
2
F
-F
7
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K