Fréttablaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 11
Umönnunarábyrgð aðstandenda:
Hlutverk án handrits*
Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands standa fyrir málþingi í tilefni skýrslu
Eurostat sem sýnir að hlutur íslenskra aðstandenda í umönnun er mun meiri en gerist í öðrum Evrópulöndum.
Fundarstjóri: Steinunn Bergmann formaður FÍ
8:30-9:00 Morgunverður og skráning
9:00-9:30 Dr. Kolbeinn H. Stefánsson: Samanburður við önnur Evrópulönd
9:30-9:40 Dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir: Þjóðin eldist: Áskoranir næstu áratuga
9:40-9:50 Dr. Guðbjörg Ottósdóttir: Börn sem annast um fullorðna: Ómæld umönnun
9:50-10:00 Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, MPH: Lífið í hvirfilbyl
10:00-10:30 Pallborð og umræður
Verð kr. 3.200, - skráning á www.felagsradgjof.is
*Tilvitnun í blaðaviðtal við aðstandanda
Grand Hótel, Sigtúni 38
Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 8:30-10:30
Þann 6. nóvember sl. birtist grein í Fréttablaðinu eftir Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslu-
biskup á Hólum, og Skúla Ólafsson,
sóknarprest í Neskirkju. Þar fara þau
yfir framlag sitt og annarra presta í
baráttunni fyrir því að þjóðkirkjan
samþykkti hjónavígslu samkynja
para. Við þökkum fyrir þann stuðn-
ing sem þau sýndu og sýna enn.
Í grein Solveigar og Skúla er viðruð
sú hugmynd að Samtökin ’78 og þjóð-
kirkjan haldi sameiginlegt málþing á
næsta ári. Á því þingi eigi að fara yfir
söguna, þar á meðal þann ágreining
sem var uppi innan kirkjunnar. Við í
Samtökunum ’78 fögnum þeirri hug-
mynd og þykir það rökrétt framhald
af afsökunarbeiðni biskups í Kast-
ljósi í síðustu viku. Einnig gerum við
okkur grein fyrir því að mikil vinna
er fram undan, enda hafa kynslóðir
samkynhneigðra og fleiri hópa hin-
segin fólks fundið fyrir mikilli
höfnun af hálfu þjóðkirkjunnar þrátt
fyrir velvild margra presta innan
hennar raða.
Af texta greinarinnar mætti ráða
að þjóðkirkjan og Samtökin ’78 hafi
unnið þétt saman að undanförnu.
Við höfum þó ekki verið í eiginlegu
samstarfi, en vissulega fundið fyrir
mikilli velvild frá þjóðkirkjunni á
undanförnum árum og m.a. hefur
verið leitað til okkar um fræðslu
til handa fólki innan kirkjunnar. Í
greininni er einnig nefnt að formaður
Samtakanna ’78 hafi sagt að „full sátt
væri gagnvart kirkjunni eftir þessa
afsökunarbeiðni [biskups]“. Rétt er
að ég sagðist fagna afsökunarbeiðni
biskups, enda væri það tímabært
og gott skref í rétta átt. Það hefur
þó enn ekki náðst full sátt gagnvart
kirkjunni innan raða Samtakanna
’78 eða innan hinsegin samfélagsins.
Að því sögðu, þá viljum við gjarn-
an halda áfram að vinna að sáttum
og erum ánægð með viðleitnina sem
kirkjan hefur sýnt að undanförnu.
Rétt er að nefna að barátta Samtak-
anna ’78 á sínum tíma snerist fyrst
og fremst um réttinn til borgara-
legs hjónabands, en því stóð kirkjan
gegn. Sá hluti sögunnar situr hvað
fastast í okkar fólki og hann viljum
við gjarnan ræða og gera upp.
Það er gott að þjóðkirkjan vilji
hlusta á raddir okkar, stuðla að fjöl-
breytileika og sýna samstöðu með
hinsegin fólki. En traust til stofnana
samfélagsins er áunnið og það mun
taka tíma og vinnu að byggja aftur
upp það traust sem hefur glatast í
þessu máli. Samtökin ’78 eru tilbúin
í þá vinnu og við hlökkum til sam-
talsins sem fram undan er.
Fyrir hönd stjórnar Samtakanna ’78.
Höldum áfram með samtalið
Þorbjörg
Þorvaldsdóttir
formaður Sam-
takanna ’78
Samtökin ’78 eru tilbúin í
þá vinnu og við hlökkum til
samtalsins sem fram undan
er.
LÍFIÐ ER Á
FRETTABLADID.IS
Líð á frettabladid.is
allar um fólk, tísku,
menningu, heilsu
og margt eira.
Save the Children á Íslandi
Í DAG
Þórlindur
Kjartansson
Hafið þið heyrt yfir-manninn í opin-beru stofnuninni sem fékk fyrir-spurn um hversu margir störfuðu hjá
honum? „Um það bil helmingur-
inn,“ var svarið sem flestum þótti
fyndið í fyrsta skiptið sem þeir
heyrðu brandarann.
Það er líklega eitt verst geymda
leyndarmálið í nútímavinnu að
mjög stóran hluta þess tíma sem
fólk situr við vinnu er afskap-
lega lítið að gerast. Sumt af þeirri
tímasóun er sakleysislegt. Það er
til dæmis ekki mjög skaðlegt að
starfsmaður sitji og leggi kapal í
tölvunni sinni nokkra klukkutíma
á dag, uppfæri fantasíuliðið fyrir
næstu helgi, lesi tilgangslausar
fréttir af ástalífi áhrifavalda á sam-
félagsmiðlum eða stari einfald-
lega út í loftið. Mun skaðlegri eru
starfsmenn sem reyna að fylla upp
í tómarúm tilgangsleysisins með
því að búa til tímafrek verkefni fyrir
aðra starfsmenn, til dæmis með
stöðugu flóði fyrirspurna í tölvu-
póstum, ádrepum á Slack-rásum
eða sífelldum fundahöldum um
hvernig tryggja megi að fundar-
menning fyrirtækisins stuðli að
hámarksnýtingu á mannauðinum.
Tíminn líður og heilu dagarnir
og vikurnar hverfa í tímanna skaut
og aldrei þeir koma til baka. Listar
ólesinna tölvupósta og óleystra
verkefna lengjast og þeim mun
meira eftir því sem á þá er gengið—
því það er jú eðli tölvupósta að
eftir því sem þeim er svarað fyrr og
betur þeim mun fleiri fær maður
í andlitið. Svona ganga margir
dagar hjá stórum hluta þeirra sem
starfa í alls konar umsýslustörfum
í hefðbundinni skrifstofuvinnu. En
þetta á sér allt eðlilegar skýringar
því þar sem nánast er ómögulegt
að leggja mat á raunverulegan
árangur starfsmanna í flestri venju-
legri skrifstofuvinnu, þá er mjög
útbreitt sjónarmið að skárra sé að
meta starfsmenn út frá viðveru og
almennri athafnasemi, óháð til-
gangi, árangri eða hugsanlegu tjóni
sem dugnaðurinn kann að valda.
Stjórnunarspekingar tala um að
það eigi að „mæla það sem skiptir
mestu máli“ en enda oftast með því
að mæla einfaldlega það sem auð-
veldast er að mæla.
Vitleysisvinna
Fyrir nokkrum árum kom út
fróðleg bók eftir mannfræðinginn
David Graeber. Bókin heitir „Bull-
shit Jobs“- sem mætti á íslensku
útleggjast sem „vitleysisvinna“ og
fjallar um það sem Greaber segir
vera útbreidda þróun í atvinnu-
lífinu, að vinna fólks hafi sáralítinn
tilgang. Og það sem meira er þá
virðist nánast eins og verðmæti
vinnu sé metið í nánast öfugu hlut-
falli við gagnsemina. Hann telur sig
hafa komist að þeim sömu bláköldu
sannindum og Steinn Steinarr:
Nefnilega að allt „sem innt er af
hendi, í öfugu hlutfalli borgast við
gildi þessi“. Greaber gengur meira
að segja svo langt að láta sér detta í
hug að nú til dags sé til staðar eins
konar skattlagning á þau störf sem
eru raunverulega og bersýnilega
mikilvæg; svo sem eins og sorp-
hirða, löggæsla, aðhlynning sjúkra
og barnauppeldi. Þessar stéttir fá
miklu lægri laun heldur en þær
sem erfitt eða ómögulegt er að sjá
tilganginn í. Svo er auðvitað þekkt
að bestu launin fást að jafnaði fyrir
störf sem eru ekki einungis gagns-
laus heldur beinlínis skaðleg.
Góðir í pútti
Talandi um skaðleg störf: Í lögfræði-
deild eins bankans fyrir hrun höfðu
starfsmennirnir komist að einfaldri
leið til þess að uppfylla allar kröfur
bankans um afköst, og vekja jafn-
vel aðdáun fyrir mikilvægi sitt og
vinnusemi. Þetta hafði þá ánægju-
legu afleiðingu að þeir urðu brátt
mjög góðir að pútta, enda höfðu
þeir komið upp prýðilegri aðstöðu
til slíks á skrifstofunni.
Regla númer eitt var að vera
alltaf síðastur til þess að svara
öllum tölvupósti, en aldrei að ljúka
neinum málum eða svara erindum
afdráttarlaust. Ef þeim bárust
langar og flóknar spurningar með
hinum og þessum fylgiskjölum
þá höfðu þeir þann háttinn á að
svara einfaldlega með beiðni um
nánari upplýsingar án frekari
útskýringa. Ef beðið var um útlistun
á fyrirspurn lögfræðideildarinnar
þá höfðu þeir þann sið að setja
yfirmann fyrirspyrjandans í „cc“ í
næsta tölvupósti og bera því við að
þeir bæru ábyrgð á lagalegri áhættu
bankans og þeir yrðu að fá fyllri og
betri skýringar til þess að geta tekið
afstöðu til álitaefnisins. Svona mátti
láta mál dingla áfram í kerfinu
vikum og jafnvel mánuðum saman.
Oftar en ekki urðu spurningarnar
óþarfar í millitíðinni þannig að
enginn skaði var í raun skeður þótt
lögfræðingarnir hafi ekki ómakað
sig með að reyna að svara fyrir-
spurninni.
Regla númer tvö var að láta alltaf
eins og þeir væru mjög uppteknir
og það mætti alls ekki trufla þá.
Ef óskað var eftir fundi þá var iðu-
lega gefinn kostur á mjög óþægi-
legri tímasetningu eftir langan
tíma („gæti verið laus í kortér kl.
8.30 þann 24. desember nk. Láttu
mig vita ef það hentar“). Best af
öllu var ef hægt var að láta ritara
eða laganema bera þau skilaboð
að lögfræðingurinn væri á kafi í
mikilvægu og háleynilegu verk-
efni fyrir bankastjórnina og það
væri mjög erfitt að ná í hann. Þetta
dugði yfirleitt stórvel og aldrei lét
nokkur maður sér detta í hug að
trufla lögfræðingana með því að
fara óboðinn inn á vinnusvæði
þeirra. Þannig fengu þeir að hafa í
fullkomnum friði sitt hugvitsam-
lega fyrirkomulag og engan grunaði
neitt. Í ljósi þess sem gerðist þá má
jafnvel segja að hin mikla þjálfun
lögfræðinganna í golfinu hafi verið
með því gagnlegra sem þeir gerðu í
vinnunni.
Fyrr í frí
Hinir ágætu lögfræðingar í bank-
anum höfðu kannski komist að
meiri sannleika en virðist við fyrstu
sýn. Mjög mörg störf nú til dags
eru þess eðlis að vinnan sjálf tæki
ekki mjög langan tíma ef fólk hefði
tíma til að sinna henni óáreitt og
í friði. Þetta er tilgáta sem Lasse
Rheingans, framkvæmdastjóri
lítils hugbúnaðarhúss í Þýskalandi,
lætur reyna á um þessar mundir.
Starfsmennirnir hans þurfa allir
að mæta klukkan átta og fá að fara
heim klukkan eitt en fá greidd laun
í samræmi við átta stunda vinnu-
dag. Hin hliðin á þessum peningi er
að starfsmennirnir skilja snjall-
símana eftir í læstum skáp og koma
ekki nálægt samfélagsmiðlum,
fjölskyldureddingum, vefrápi eða
öðrum truflunum á meðan á hinum
stutta vinnudegi stendur.
Átta tíma vinnudagurinn er sigur
vinnandi fólks sem þurfti á vernd
að halda til að komast hjá líkam-
legu tjóni sem stafaði af óhóflegum
vinnukröfum. Afar ólíklegt er að
nákvæmlega sömu viðmið passi við
vinnu sem krefst meiri andlegrar
eða vitsmunalegrar áreynslu. Þar
gætu fimm tímar að jafnaði skilað
þeim árangri sem til er ætlast.
Rhengans hefur líklega komist að
því að gamli brandarinn um vinnu-
siðferði opinberu starfsmannanna
er fyndinn af því hann er sannur.
Nema hvað það er ekki þannig að
einungis helmingur starfsmann-
anna sé í vinnunni, heldur að
margir þeirra séu í raun bara að
vinna helminginn af vinnutím-
anum. Með því að stytta vinnutím-
ann má vera að hægt sé að ná betri
árangri, og starfsmennirnir farið
heim eða út á golfvöll miklu fyrr og
með góðri samvisku.
5 tímar á dag
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9
0
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
F
-D
8
3
4
2
4
2
F
-D
6
F
8
2
4
2
F
-D
5
B
C
2
4
2
F
-D
4
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
7
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K