Fréttablaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 16
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gréta Jónsdóttir Reynimel 50, Reykjavík, lést sunnudaginn 3. nóvember á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Sigurður Erling Baldursson Þuríður Ellisif Baldursdóttir Jóhann S. Erlendsson Ingi Þór Vöggsson Baldur og Freyr Jónssynir Baldur Erling, Margeir Jón, María Sif og Hulda Hrönn Sigurðarbörn Arnar Páll og Jóhann Baldur Jóhannssynir og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, ástvinur og bróðir, Ómar Ásgeirsson búfræðingur og trésmíðameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 3. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 11. nóvember klukkan 13.00. Ólöf Huld Ómarsdóttir Arnar Hlynur Ómarsson Ómar Sigurbjörn Ómarsson Einar Auðólfur Ómarsson Elísabet María Haraldsdóttir Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir Sigurbjörn Ásgeirsson Málfríður Ásgeirsdóttir Valgerður Ásgeirsdóttir Ásgerður Ósk Jakobsdóttir tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bera Þorsteinsdóttir frá Laufási í Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þriðjudaginn 5. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Þorsteinn Ingólfsson Kristrún Gísladóttir Gylfi Ingólfsson Anna Jenný Rafnsdóttir Ingólfur Ingólfsson Júlíanna Theodórsdóttir barnabörn, makar þeirra og langömmubörn. Innilega þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar eiginmanns míns og föður okkar, Ísaks J. Guðmann Holtateigi 16, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á skurðlækningadeild SAk og starfsfólks Beykihlíðar á Dvalarheimilinu Hlíð. Auður Þórhallsdóttir Guðlaug Halla Ísaksdóttir Gunnlaugur Frímannsson Kári Í. Guðmann Hrafnhildur Stefánsdóttir Jón Í. Guðmann Arna Þöll Arnfinnsdóttir Anna María Guðmann Adam Traustason og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Evy Britta Kristinsdóttir lést miðvikudaginn 30. október á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hennar fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 12. nóvember klukkan 13.00. Ragnar Örn Ottósson Patricia Bustamante Colón Arnar Már Ottósson Christel Líf Ottósdóttir Dalmar Ýmir Aronsson Thelma Karen Ottósdóttir og barnabörn. Listamaðurinn Nonni Ragnarsson er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. F.h. fjölskyldu og vina, Guðrún Einarsdóttir Erlingur Einarsson Brynja var stofnuð 1919, leyfis-bréfið sem hangir hér uppi er frá 8. nóvember það ár. Kannski hefur búðin ekki verið opnuð þann dag, en við ákváðum að miða afmælið við hann,“ segir Brynjólfur Björnsson, eigandi Brynju á Laugavegi 29. Hann ætlar að bjóða gestum og gangandi í kaffi og tertu í dag milli klukkan 14 og 18. „Það er full ástæða til að gera sér dagamun,“ segir hann réttilega. Verkfæri og járnvörur eru aðal Brynju eins og alþjóð veit, því verslunin hefur verið fastur punktur í lífi landans í hundrað ár. Þar starfa nú sjö manns. Við Brynjólfur sitjum á skrifstofu á efri hæð- inni sem merkt er Forstjórinn. Áður hafði ég gengið fram hjá öðrum dyrum með skilti sem á stendur: Hér er alltaf borgað út milli klukkan 14 og 17 á föstudögum. Hinum megin gangsins er lítið eldhús með lágum bekk því þó að versluninni hafi verið breytt í tímans rás, til hag- ræðingar fyrir viðskiptavini, er ýmsum hlutum leyft að halda sér á loftinu. Fyrstu tíu árin sín var Brynja á Lauga- vegi 24, að sögn Brynjólfs, en stofnand- inn, Guðmundur Jónsson, ákvað þá að festa kaup á húsi hinum megin götunnar. „Þetta hús er byggt 1906. Þá var sagt: „Hvað ertu að byggja búð langt fyrir utan bæinn?“ því byggðin var öll í Kvos- inni og náði aðeins upp í Bakarabrekk- una (Bankastrætið) þannig að þetta var aðeins úr leið. Hér uppi var íbúð en það var strax einhver verslun á neðri hæðinni og gluggarnir voru stærstu búðargluggar í bænum. Guðmundur, stofnandi Brynju, var hálfbróðir ömmu minnar,“ lýsir Brynj- ólfur. „Hann kom frá Akranesi að læra smíðar hjá Völundi. Svo slasaðist hann á hendi og gat ekki smíðað lengur, fór þá til Noregs og Svíþjóðar og sá þar mikið af góðum verkfærum sem hann lang- aði að flytja inn svo hann kom heim og opnaði Brynju og hún var fyrsta sér- vöruverslunin með verkfæri. Hann seldi verslunina árið 1937 og beindi kröftum sínum að umboðs- og heildsölu við hluta- félagið Vélar og verkfæri og það er enn fjölskyldufyrirtæki.“ Brynja hefur verið innan sömu fjöl- skyldu frá 1954 og Brynjólfur kveðst hafa verið þar í sendiferðum sem strákur á sumrin, ef hann hafi ekki verið sendur í sveit. „Ég var í Englandi og Þýskalandi í nokkur ár en hef unnið hér sleitulaust frá 1965 og tók við rekstrinum þegar faðir minn dó 1993.“ Brynjólfur segir mikil viðskipti hafa verið við landsbyggðina alla tíð og sýnir auglýsingu frá Brynju sem birtist í Vest- firska fréttablaðinu á 4. áratugnum. Þar stendur: „Saumur, skrúfur, lamir, skrár, gluggar, gler. Eina sérverslunin sem er með allar vörur tengdar veggfóðrara- iðninni.“ Hann kveðst ekki vita um aðra verslun af þessari stærðargráðu á landinu nú. „En hér á Laugavegi, Hverfis- götu, Lindargötu og Skúlagötu var fjöldi svipaðra verslana á tímabili. Kanarnir sem koma hingað sem ferðamenn eru stórhrifnir, þeir segja þessar búðir ekki sjást lengur vestra, heldur bara risastórar byggingarvörubúðir, þeim finnst gaman að koma hingað og líka Bretum. Þessar búðir eru horfnar hjá þeim og þeir sakna þeirra. En nú veit maður ekkert hvernig þessar breytingar í miðbænum fara með okkur.“ gun@frettabladid.is Fyrsta verkfæraverslunin Verslunin Brynja fagnar aldarafmæli í dag. Hún plumar sig á Laugaveginum innan um lundabúðir og kaffihús. Búðargluggar hennar voru í byrjun þeir stærstu í borginni. Brynjólfur Björnsson í ríki sínu innan um hin aðskiljanlegustu áhöld og allt sem þeim tilheyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Borgaði með vísu Í lokin er hér lítil saga úr kreppunni upp úr 1930, sem Brynjólfur miðlar. „Guðmundur, eigandi Brynju, hafði selt heila rúllu af gólfdúk gegn loforði um greiðslu ákveðinn dag, kaupandinn mætti á tilsettum tíma og borgaði með þessari vísu: Margir stynja mín er trú. Mér er synjað braskið. Þótt að hrynji þjóðarbú þolir Brynja hnjaskið. 1879 Hið íslenska fornleifafélag er stofnað. 1895 Wilhelm Conrad Röntgen uppgötvar röntgengeislana. 1949 Fyrstu umferðarljósin eru tekin í notkun á fjórum gatna- mótum í miðbæ Reykjavíkur. 1960 John F. Kennedy er kosinn forseti Bandarikjanna. 1978 Friðrik Ólafsson er kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. 1979 Hjördís Björk Hákonardóttir er fyrst kvenna skipuð sýslu- maður á Íslandi. Það er í Strandasýslu. 1983 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Rán, ferst í Jökulfjörðum og með henni fjórir menn. 2013 Fellibylurinn Haiyan ríður yfir Filippseyjar. Tugir þúsunda farast og hundruð þúsunda lenda á vergangi. 2016 Donald Trump er kosinn forseti Bandarikjanna. Merkisatburðir 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 0 -0 4 A 4 2 4 3 0 -0 3 6 8 2 4 3 0 -0 2 2 C 2 4 3 0 -0 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.