Fréttablaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 3
K O N T O R R E Y K J A V ÍK ADHD þjóðin Opinn fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar, 16. nóvember kl.13:00. FULLORÐNIR OG ADHD Haraldur Erlendsson geðlæknir ræðir um ADHD á Íslandi, fjölda greininga á fullorðnu fólki og hvernig þær hafa tekið breytingum. Hann veltir fyrir sér einkennum ADHD og hvernig þau birtast í samfélaginu sem heild og hafa áhrif á daglegt líf okkar allra. UNGT FÓLK OG ADHD Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor greinir frá fyrstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar á ólíkri birtingarmynd ADHD hjá strákum og stelpum. Fleiri strákar en stelpur fá greiningu. Þeir eru meira truflandi fyrir umhverfið en stelpurnar ánetjast frekar vímuefnum eða stunda aðra sjálfskaðandi hegðun. ERFÐIR OG ADHD Hreinn Stefánsson og Þorgeir Þorgeirsson erfðafræðingar hjá Íslenskri erfðagreiningu segja frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem Íslensk erfðagreining á aðild að. Rannsóknin er sú fyrsta til að sýna fram á marktæk tengsl erfða og ADHD. VAR ÞETTA NOKKUÐ ÉG? Margrét Pála Ólafsdóttir frumkvöðull segir frá reynslu sinni af því að lifa með ADHD og fá greiningu á fullorðinsárum. Hún veltir fyrir sér hvort og þá hvernig ADHD hefur haft áhrif til góðs í hennar eigin lífi. Hvar: Hús Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík. Læsti ég ekki örugglega bílnum? Hvenær: Laugardaginn 16. nóvember, kl. 13:00 til 15:00. Bíddu, fór ég á bílnum? Kaffiveitingar frá kl. 12.30. Hvað á ég að hafa í kvöldmatinn? Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar stýrir fundinum. 1 5 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 E -0 4 0 8 2 4 3 E -0 2 C C 2 4 3 E -0 1 9 0 2 4 3 E -0 0 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.