Fréttablaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Alvarlegra er
þegar þing -
menn í einu
af sínum
reglubundnu
upphlaupum
fara fram á
það, byggt á
engum hald-
bærum
rökum, að
allar eignir
Samherja
verði kyrr-
settar.
Hér er
tæki færi til
að stíga eitt
skref til
viðbótar og
auka stuðn-
ing við
nemendur.
Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn
af einni rafhlöðu sem skilar ai
til þess að slípa, er léttari en
snúrurokkur í sinni stærð.
Sveigjanlegt rafhlöðuker
sem virkar með öllum
Milwaukee ® M18™ rafhlöðum.
Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FLAG
Alvöru slípirokkur
frá Milwaukee
vfs.is
Öflugur stuðningur við námsmenn er forsenda þess að fólk geti sótt sér menntun óháð bak-grunni eða efnahag. Það er því gott að heildar-
endurskoðun laga um námsaðstoð er nú til meðferðar
á Alþingi. Nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna
veitir kjörið tækifæri til að fjárfesta í menntun og
tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi.
Í frumvarpinu er tillaga um að námsmenn fái hluta
námslána sinna niðurfelldan, ljúki þeir námi á réttum
tíma. Þetta er álitleg tillaga sem getur aukið skilvirkni
í skólakerfinu og skilað nemendum fyrr út á vinnu-
markaðinn en ella. Mennta- og menningarmálaráðherra
á hrós skilið fyrir að beita sér fyrir þessu.
Í frumvarpinu er hins vegar ekki gert ráð fyrir
auknum almennum stuðningi við stúdenta á meðan á
námi stendur. Það er áhyggjuefni.
Samkvæmt EUROSTUDENT VI, sem er nýleg evrópsk
könnun, skera háskólanemar á Íslandi sig frá nemendum
á öðrum Norðurlöndum hvað varðar atvinnuþátttöku.
Þeir vinna að meðaltali 25,7 klst. á viku með námi og
53% nemenda vinna meira en 20 klst. á viku. Slík vinna
samhliða námi veldur of miklu álagi á nemendur og hefur
slæmar afleiðingar fyrir námsframvindu. Fjárhagslegar
áhyggjur og vinnutengdar aðstæður eru ein algengasta
ástæða þess að stúdentar á Íslandi tefjast í námi.
Það er því ákveðin hætta á því að góð og skynsamleg
markmið um að hvetja námsmenn til að ljúka námi á
styttri tíma náist ekki, ef stór hluti nemenda þarf áfram
að sinna tímafrekri vinnu meðfram námi. Þeirra nem-
enda sem ekki tekst að uppfylla kröfur um námsfram-
vindu bíður svo fullt lán á hærri vöxtum. Hér er tækifæri
til að stíga eitt skref til viðbótar og auka stuðning við
nemendur á meðan á námi stendur svo háskólanámið
sjálft getið verið í forgrunni á námstímanum þannig að
námsframvinda verði tryggð.
Við hvetjum stjórnvöld til að bregðast við þeirri stöðu
sem EUROSTUDENT hefur leitt í ljós og tryggja að nýtt
lánasjóðskerfi geri stúdentum kleift að einbeita sér að
náminu án þess að viðbótar fjárhagsstuðnings sé þörf
og stuðla þannig að því að allir nemendur, óháð fjárhag,
hafi raunverulegt jafnrétti til náms.
Jafnrétti til náms
Jón Atli
Benediktsson
rektor Háskóla
Íslands
Jóna Þórey
Pétursdóttir
forseti Stúd-
entaráðs Há-
skóla Íslands
Gjöldum ekki í sömu mynt
Stuðningsmenn tyrkneska
landsliðsins eiga mikla
skömm skilda fyrir að baula
á meðan Lofsöngurinn var
spilaður fyrir leikinn í gær-
kvöldi. Sáust mörg dæmi
þess að Tyrkir sýndu okkar
mönnum puttann á meðan
þjóðsöngur okkar var leik-
inn. Óljóst er hvort Erdogan
sjálfur hefur tekið þátt í
því. Hugsanlega á uppátæki
erlenda ferðamannsins með
klósettburstann í Leifsstöð í
sumar einhvern þátt í fram-
ferði Tyrkja. Við Íslendingar
munum ekki gjalda í sömu
mynt heldur halda áfram að
láta duga að fara með háðs-
glósur um Halim Al.
Dásamlegur spuni
Spuni er mjög vanmetið fyrir-
bæri. Með spuna er hægt að
breyta einhverju skelfilegu
yfir í eitthvað sem mögulega
telst jákvætt. Spuni opinberra
aðila á það til að vera bráð-
fyndinn, sérstaklega þegar
hann á við batterí sem allir
þekkja. Í vikunni fékk Lána-
sjóður íslenskra námsmanna
í hendurnar viðhorfskönnun
sem af hjúpaði falleinkunn í
þjónustu stofnunarinnar. Í
stað þess að segja það þá var
niðurstöðunum dreift með
skilaboðunum um að þær
bentu til „ýmissa sóknar-
færa“.
arib@frettabladid.is
Samherji er ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Það er risi í íslenskum sjávarútvegi, með umsvifa-mikla starfsemi erlendis sem teygir sig víða, meðal annars til Afríku, eins og landsmönnum er nú kunnugt um, auk þess að vera stór hluthafi í
mörgum fyrirtækjum ótengdum sjávarútvegi. Hagnaður
Samherja í fyrra nam 12 milljörðum og eigið fé fyrirtæk-
isins er 111 milljarðar. Það er því alvarlegra en ella þegar
fyrirtæki af slíkri stærðargráðu er grunað um, byggt á
viðamiklum gagnaleka og uppljóstrunum fyrrverandi
starfsmanns, að hafa greitt mörg hundruð milljónir í
mútur til namibískra ráðamanna til að tryggja sér aðgang
að fiskveiðikvóta þar í landi. Of snemmt er að fella dóma
um þær alvarlegu ásakanir sem hafa verið settar fram,
sem eru nú til rannsóknar héraðssaksóknara, en ljóst er
að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, átti
fárra annarra kosta völ en að stíga tímabundið til hliðar.
Líklegt er að málið eigi eftir að skaða Samherja og
mögulega önnur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem starfa
á erlendum vettvangi. Hversu mikið, hvort sem þar er um
að ræða viðskiptasambönd eða orðspor fyrirtækisins,
er ómögulegt að segja fyrir um. Fjárfestar á hlutabréfa-
markaði hafa viðrað sínar áhyggjur af þeirri stöðu sem
upp er komin með því að selja bréf sín í félögum sem eru
að stórum hluta í eigu Samherja. Þannig hefur hluta-
bréfaverð Eimskips lækkað um sjö prósent síðustu tvo
daga en Samherji er kjölfestufjárfestir fyrirtækisins með
27 prósenta hlut. Fjárfestar óttast, með réttu eða röngu,
að eignatengslin við Samherja hafi neikvæð áhrif og að
útgerðarrisinn kunni að þurfa að losa um hlut sinn.
Viðbúið var að ásakanir um lögbrot Samherja yrðu
notaðar af ýmsum til að ná fram öðrum og alls óskyldum
pólitískum markmiðum sínum, eins og að umbylta fisk-
veiðistjórnunarkerfinu. Þótt menn greini á um hvað sé
eðlilegt að útgerðarfélögin greiði í veiðigjöld þá er sjávar-
útvegurinn besta dæmið um atvinnugrein á Íslandi sem
hefur tekist, einkum vegna hins hagkvæma fyrirkomu-
lags fiskveiða, að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjár-
festingar. Framferði Samherja í Namibíu hefur ekkert með
kvótakerfið að gera og því fráleitt að umræða um meintar
mútugreiðslur hafi nokkuð með það að gera. Alvarlegra er
hins vegar þegar þingmenn í einu af sínum reglubundnu
upphlaupum fara fram á það, byggt á engum haldbærum
rökum, að allar eignir Samherja verði kyrrsettar. Með
öðrum orðum, krafa um að fyrirtækið verði knúið í
gjaldþrot. Annaðhvort veit þingmaðurinn ekki hvaða
afleiðingar slíkar aðgerðar hafa eða er alveg sama.
Nauðsynlegt er að Samherjamálið verði rannsakað til
hlítar og að stjórnvöld veiti viðeigandi stofnunum í senn
ráðrúm og fjármuni að því marki sem til þarf. Íslensk
hegningarlög eru skýr. Brjóti menn ákvæði laganna um
mútur, skiptir þá engu hvort brotið er framið hér á landi
eða erlendis, þá er hægt að sækja þá til saka, í þessu tilfelli
mögulega stjórnendur Samherja, fyrir íslenskum dóm-
stólum. Það þýðir ekki að Ísland sé „spillingarbæli“, eins
og formanni Samfylkingarinnar er mikið í mun að halda
fram, enda þótt einstaka fyrirtæki, og stjórnendur þess,
kunni að hafa gerst brotlegir við lög. Það kann að hljóma
leiðinlega í eyrum sumra, sem þykir léttvægt að víkja
til hliðar leikreglum réttarríkisins, en dómar í slíkum
málum verða ekki felldir í fjölmiðlum. Sem betur fer.
Orðspor undir
1 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
5
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
E
-0
4
0
8
2
4
3
E
-0
2
C
C
2
4
3
E
-0
1
9
0
2
4
3
E
-0
0
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K