Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 6
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er af siðanefnd Alþingis álitin hafa brotið gegn ákvæðum í siðareglum þingsins með ummæl­ um um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari verður stiga­ kynnir Íslands á Eurovision í kvöld. Ætlar ekkert að flækja málin og kynna stigin hratt og örugglega til að pirra ekki áhorf­ endur um allan heim. Hatari framlag Íslands til Eurovision hefur vakið verðskuldaða athygli í Ísrael í vikunni og raunar meiri athygli en áður hefur þekkst. Liðsmenn hafa farið í viðtal við hvern stórmiðilinn á fætur öðrum og sýnt þeim sem fer­ kantaðri eru að það er í lagi að vera öðruvísi. Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Þrjú í fréttum Siðareglur, stigareglur og stjörnur UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.is JEEP ® CHEROKEE SUMARTILBOÐ SUMARPAKKI 1: Málmlitur TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.390.000 KR. - LISTAVERÐ 8.110.000 KR. Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury*: • 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting • Jeep Active Drive I Select Terrain með 4 drifstillingum, • Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera • Leðurinnrétting • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Íslenskt leiðsögukerfi • Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð • Hágæða Alpine hljómflutningskerfi með bassaboxi • Apple & Android Car Play ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF *Aukahlutir ekki í tilboði: Hjól og hjólafestingar. SUMARPAKKI 2: Málmlitur, borgarpakki, þægindapakki og glerþak (panorama). TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 8.090.000 KR. - LISTAVERÐ 8.860.000 KR. 38 prósent landsmanna eru hlynnt banni við hvalveiðum. 36 pró- sent eru andvíg. TÖLUR VIKUNNAR 12.05. 2019 TIL 18.05. 2019 40 þingmenn kusu með nýjum lögum um þungunar- rof á Alþingi. 80 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára eru hlynnt þung- unarrofi fram til loka 22. viku meðgöngu. 3. 00 0 27 prósent lands- manna vilja að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Konur og yngra fólk vill frekar sniðganga keppnina. ábendingar hafa borist lögreglu síðastliðið ár vegna óleyfilegrar skamm- tímaleigu. STJÓRNMÁL „Þessi niðurstaða vekur ótal spurningar. Það út af fyrir sig er ótrúverðugt,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, um þá niðurstöðu siðanefndar Alþingis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um akstur Ás­ mundar Friðrikssonar í fyrra. Jón, sem var formaður starfshóps forsætisráðherra um traust á stjórn­ málum, segir siðanefndina hafa túlkað orð Þórhildar Sunnu með ein­ strengingslegum hætti og að erfitt sé að fylgja röksemdafærslu nefndar­ innar. Niðurstaðan sé ótrúverðug. Meðal þess sem torskiljan­ legt kann að þykja er hvers vegna nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Björn Leví Gunnarsson sé innan marka siðareglna en Þórhildur Sunna ekki. Siðanefndin telur óljóst hvort Björn Leví fullyrði í ummælum á Facebook að Ásmundur sé þjófur eða hvort hann kalli eftir rannsókn á hvort hann sé þjófur. „Ruglingsleg ummæli Björns Levís um hvort Ásmundur væri þjófur – þar sem hann í sömu andránni kallar Ásmund þjóf en segir jafnframt að hann sé ekki að halda því fram að hann sé þjófur – má skoða í því ljósi. Með tilgreindum ummælum hafi hann verið að útskýra að í beiðni um rannsókn felist viss ásökun og hann tekur fram að beiðnin lúti að öllum þingmönnum sem þegið hafa endurgreiðslur vegna aksturs.“ Með þessum rökum kemst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að Björn Leví sé innan marka siðareglnanna. Um önnur ummæli Björns Levís á Facebook þar sem hann vísar til „brots“ Ásmundar segir siðanefndin að „[þ]ótt hugtakið „brot“ kunni að hljóma harkalega verður ekki fram­ hjá því litið að reglur um endur­ greiðslu aksturskostnaðar þing­ manna veita umtalsvert svigrúm og að í þeim geti verið „grá svæði“.“ Þá vísar nefndin til erindis Ásmundar til forsætisnefndar þess efnis að honum hefði orðið ljóst að það ork­ aði tvímælis að blanda saman ferð­ um sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Svo segir í niðurstöðu siðanefndarinnar: „Að framansögðu er það mat siða­ nefndar að Björn Leví Gunnarsson hafi haldið sig innan þess svigrúms sem þingmenn hafa til að leggja fram gagnrýni hver á annan.“ Öðru máli gegnir hins vegar um ummæli Þórhildar Sunnu. Í niður­ stöðu nefndarinnar segir að full­ yrðingar þingmanns um rökstuddan grun um refsivert athæfi annars þingmanns gefi til kynna að hann búi yfir upplýsingum þar að lútandi enda kunni þingmenn í krafti trún­ aðarstöðu sinnar að hafa aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum. „Það er mat siðanefndar að órök­ studdar aðdróttanir af hálfu þing­ manna um refsiverða háttsemi ann­ arra þingmanna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. [...] Þá telur siðanefnd ummæli af því tagi sem hér eru til umfjöll­ unar, fela í sér ásökun um að við­ komandi þingmaður hafi brugðist því trúnaðarhlutverki sem þing­ mönnum er falið við fjárstjórnar­ vald Alþingis með refsiverðu broti er varðar jafnvel fangelsi, ekki í sam­ ræmi við þann ásetning þingmanna að rækja störf sín af ábyrgð, heil­ indum og heiðarleika og virðingu fyrir Alþingi, stöðu þess og störfum.“ adalheidur@frettabladid.is Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Al- þingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. Torskilinn munur á afstöðu nefndarinnar til ummæla þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu. Þórhildur Sunna og Björn Leví, þingmenn Pírata. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hin umdeildu ummæli þingmannanna Nokkur af ummælum Björns Levís: Okt. 2018: Vissulega hefur verið talað um að rangar skráningar í akstursdagbók geti talist fjársvik [tilvísun í frétt] en enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna. Nóv. 2018: Hvað ásökunina varðar. Ég get ekki sent inn erindi þar sem ég óska eftir rannsókn án þess að í því felist ásökun. Ég er ekki að segja að hann sé þjófur. Ég er að ásaka hann um þjófnað. Tvennt ólíkt. Nóv. 2018: Hversu heppilegt er að innleiðingu reglna um notkun bílaleigubíla lauk einmitt þegar Ásmundur var kominn á bílaleigubíl – eftir að það var búið að vekja athygli á brotinu? Ummæli Þórhildar Sunnu, 25. febrúar 2018: Við sjáum það að ráðherrar þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta af- leiðingum, þingmenn þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum. Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum. 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.