Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 22
FÓTBOLTI Franska knattspyrnu- félagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er alger- lega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spenn- andi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaf lokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafn- væginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta ára- tuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barce- lona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í f lestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um lík- legan sigurvegara leiksins. hjorvaro@frettabladid.is Lyon mun líklegra til þess að vinna Meistaradeild Evrópu Barcelona freistar þess í dag að bera sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins. Mótherji spænska liðsins í úrslitaleik keppninnar er hins vegar franska stórveldið Lyon sem þykir mun sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Barcelona getur hins vegar klárlega sært Lyon. FÓTBOLTI Úrslitaleikur ensku bikar- keppninnar í knattspyrnu karla fer fram á Wembley klukkan 16.00 í dag. Þar leiða saman hesta sína Manchester City sem hefur nú þegar tryggt sér enska meistaratitilinn og enska deildabikarinn á leiktíðinni og Watford sem hafnaði í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott keppnistímabil. Fyrir Manchester City er hvatn- ingin að vinna þennan bikar að fá rós í hnappagatið og verða bikar- meistari í sjötta skipti í sögu félags- ins og í fyrsta skipti síðan árið 2011. Fyrir Watford er hvatningin auk þess að verða bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni einnig fjárhagslegs eðlis þar sem í húfi fyrir liðið er sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð með sigri í þessum leik. Watford hefur einu sinni farið alla leið í úrslitaleik bikarkeppn- innar en það var vorið 1984 þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Everton þar sem Graeme Marshall Sharp og Andy Gray skoruðu mörk Everton í 2-0 sigri liðsins. Síðan þá hefur liðið ekki keppt um verðlaun og flakkað á milli deilda í ensku deildakeppn- inni. Pep Guardiola getur orðið bikar- meistari í fimmta skipti á knatt- spyrnustjóraferli sínum en hann varð tvisvar bikarmeistari sem knattspyrnustjóri Barcelona og sömuleiðis tvívegis þegar hann stýrði Bayern München. Þá getur hann bætt fimmta titlinum í safnið á meðan hann er við stjórnvölinn hjá Manchester City en liðið varð enskur meistari í annað sinn undir hans stjórn á dögunum og hefur auk þess unnið enska deildabikarinn tvívegis með Pep við stýrið. Flestir telja að Manchester City fari með sigur af hólmi í þessum leik en 38 stig skildu liðin að þegar upp var staðið í ensku úrvalsdeildinni. Það hefur hins vegar margoft sýnt sig að í bikarkeppni getur allt gerst og Davíð getur hæglega lagt Golíat að velli. – hó Manchester City getur orðið þrefaldur meistari Manchester City getur orðið fyrsta karlaliðið til þess að vera enskur meist- ari, deildabikarmeistari og bikarmeistari á sama tíma. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm Meistaradeildartitla en liðið hefur þar að auki tapaði tveimur úrslitaleikjum. FÓTBOLTI Ríkjandi bikarmeistarar í knattspyrnu kvenna, Breiðablik, fer í Árbæinn og sækir Fylki í heim í 16 liða úrslitum keppninnar. Dregið var í 16 liða úrslitin í Mjólkurbik- arnum í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Þá mætast Þór/KA og Völsungur sem er eina liðið sem leikur í 2. deild og er enn með í keppninni í nágrannaslag fyrir norðan. Á dagskrá verða svo úrvalsdeild- arslagir ÍBV og Val s, Stjörnunnar og Sel foss og Kef la víkur og KR. HK/ Vík ing ur fær svo 1. deildar- lið Aft ur eld ingar í heimsókn og 1. deildarliðin ÍA - Þrótt ur Reykjavík og Augna blik og Tinda stóll leiða saman hesta sína. – hó Meistararnir fara í Árbæinn HANDBOLTI Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur gengið í raðir Vals frá ÍBV. Hún skrif- aði undir tveggja ára samning við Íslands-, deildar og bikarmeistara Vals í gær. Arna Sif lék með ÍBV í Olís-deild- inni á síðustu leiktíð eftir mörg ár í atvinnumennsku í Danmörku, Frakklandi og Ungverjalandi. Hún er uppalin í HK og hefur leikið yfir 100 landsleiki fyrir Ísland. Á sama tíma skrifaði mark- vörðurinn Íris Björk Símonardóttir undir nýjan samning við Val til eins árs. Íris Björk lék einkar vel í marki Vals á síðustu leiktíð og var til mynda valin mikilvægasti leik- maður úrslitakeppninnar. – hó Valur fær sterkan leikmann FÓTBOLTI Enska knatt spyrnu fé- lagið Ful ham til kynnti í gær að félagið hefði ákveðið að virkja klá- súlu í samn ingi sínum við landsliðs- manninn Jón Dag Þor steins son. Fyrri samn ing ur Jóns Dags við Ful ham átti að renna út eftir yfir- standandi leiktíð en hann er nú samn ings bund inn Lundúnafélag- inu til ársins 2020. Jón Dag ur hef ur ekki enn leikið með aðalliði Ful ham en hann er í láni hjá danska úr vals deild arliðinu Vend syssel. Þessi uppaldi HK-ingur hefur leikið vel með danska liðinu en þar hefur hann skorað þrjú mörk í átján leikj um. Jón Dag ur hef ur leikið þrjá A-lands leiki og skorað í þeim eitt mark. – hó Jón Dagur áfram hjá Fulham Asisat Oshoala verður í lykilhlutverki í sóknarleik Barcelona þegar liðið mætir Lyon í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY Arna Sif og Íris Björk verða sam- herjar hjá Val á næstu leiktíð. Valskonur sækja ÍBV heim í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar. Javi Gracia og Pep Guardiola verða í eldlínunni í dag. NORDICPHOTOS/GETTY 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.