Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 100
HANN VAR ÓTRÚLEGA
NÆMUR BRJÓST-
MYNDASMIÐUR, ÞAÐ ER SVO
RAUNSÆR FÍNLEIKI, FEGURÐ OG
MIKIÐ LÍF Í ÞEIM VERKUM.
Sýning á brjóstmyndum Einars Jónssonar verður opnuð í listasafni hans á Skólavörðuholti í dag, laugardaginn 18. maí, sem er Alþjóðlegi safnadagur-
inn. Frítt er á sýninguna þennan
dag í tilefni dagsins. Í geymslu
Listasafns Einars Jónssonar eru
varðveittar á fjórða tug afsteypa af
brjóstmyndum hans og nú er hluti
þeirra kominn á sýningu í safninu.
Hildur Arna Gunnarsdóttir er
safnvörður í Listasafni Einars Jóns-
sonar. „Hvatinn að þessari sýningu
er sá að í desember síðastliðnum
fengum við hringingu frá lífeyris-
sjóðnum Birtu sem bauð okkur að
gjöf verk sem þar var í geymslu.
Þetta var bronssteypt brjóstmynd
af Georgíu Björnsson, eiginkonu
Sveins Björnssonar og fyrstu for-
setafrú Íslands. Við skoðuðum
verkið og í ljós kom að við áttum
gifsafsteypu af því í geymslu en
merking með nafni fyrirmyndar-
innar hafði fallið af og verkið var því
merkt sem óþekkt kona, sem hún
var svo sannarlega ekki,“ segir hún.
„Við fórum þá að skoða og rannsaka
þær brjóstmyndir sem við áttum
og fannst ástæða til að setja þær á
sýningu.“
Sýning í gamla eldhúsinu
Hildur Arna segir Einar hafa verið
ótrúlega afkastamikinn listamann.
„Hann vann við að skapa eigin lista-
verk en gerði einnig brjóstmyndir
eftir pöntun til að eiga fyrir salti í
grautinn og einnig mótaði hann fólk
sem honum var kært. Þarna er á ferð
ótrúlega fögur brjóstmyndasmíð. Í
verkum sínum notaði Einar sjaldn-
ast fyrirmyndir, þótt einhver dæmi
finnist um það. Andlitin í verkum
hans eru klassísk og hans eigin
sköpun. Þannig var það auðvitað
ekki í brjóstmyndagerðinni þar sem
hann var með raunverulegar fyrir-
myndir. Hann var ótrúlega næmur
brjóstmyndasmiður, það er svo
raunsær fínleiki, fegurð og mikið
líf í þeim verkum. Við vildum sýna
þessar myndir en getum ekki sýnt
þær allar því hér í safninu er pláss af
skornum skammti. Við völdum því
fjórtán brjóstmyndir til að setja á
sýninguna. Fyrst og fremst var valið
fagurfræðilegt en þó var ekki hægt
að sleppa ákveðnum persónum sem
léku stórt hlutverk í lífi og list Einars
og studdu hann til dæmis við bygg-
ingu safnsins. Sýningin er sett upp á
jarðhæð í gamla eldhúsi hússins þar
sem brjóstmyndirnar voru til sýnis
í tíð listamannsins.“
Óskað eftir aðstoð gesta
Brjóstmyndirnar á sýningunni eru
af þekktu fólki. „Þær eru af Sveini
Björnssyni forseta og Georgíu konu
hans, Bjarna frá Vogi alþingismanni
og Guðmundi Finnbogasyni en þau
voru öll miklir velgjörðarmenn Ein-
ars. Þarna er sjálfsmynd af Einari og
mynd af bróður hans, Bjarna Jóns-
syni sem var kallaður Bíó-Bjarni og
var þekktur athafnamaður. Sömu-
leiðis brjóstmyndir af Indriða
Einarssyni skáldi, Sigurði Jónssyni
skáldi frá Arnarvatni, Steinþóri
Sigurðssyni jarðfræðingi, Samúel
Ólafssyni söðlasmiði, Birni Krist-
jánssyni kaupmanni og alþingis-
manni, Jónasi frá Hriflu, Sveini Sig-
urðssyni ritstjóra og svo er einn sem
við eigum eftir að bera kennsl á og
vonumst til að gestir geti aðstoðað
okkur við það á sýningunni,“ segir
Hildur Arna.
Ótrúlega fögur
brjóstmyndasmíð
Fjórtán brjóstmyndir Einars Jónssonar á
sýningu í listasafni hans. Sýningin er sett
upp á jarðhæð í gamla eldhúsi hússins.
Fyrst og fremst var valið fagurfræðilegt, segir Hildur Arna Gunnarsdóttir safnvörður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Málþing um
brjóstmyndir
Málþing um brjóstmyndir
verður haldið í Listasafni Einars
Jónssonar í dag á Alþjóðlega
safnadaginn, laugardaginn
18. maí, klukkan 14. Málþingið
setja Sigríður Melrós Ólafsdótt-
ir, safnstjóri Listasafns Einars
Jónssonar, og Hildur Arna
Gunnarsdóttir safnvörður og
segja frá tildrögum málþingsins
og hvatanum að sýningunni á
brjóstmyndum listamannsins.
Guðni Tómasson, listfræðingur
og dagskrárgerðarmaður, flytur
hugleiðingu um stöðu brjóst-
mynda í nútímanum undir yfir-
skriftinni Hver er nógu merki-
legur? Anna Halin heldur erindi
með yfirskriftinni Valdakonur
og segir frá sinni eigin brjóst-
myndagerð.
Tvær af þeim voldugu og fögru brjóstmyndum sem eru nú á sýningu í Listasafni Einars Jónssonar.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING