Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 46
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Ullarpeysan hefur fylgt manneskjunni frá örófi alda og vinsældir hennar fara síður en svo minnkandi. Talið er að prjónaflíkur úr ull hafi borist til Evrópu frá Miðausturlöndum. Elsti prjónaði ullarbútur sem fundist hefur í Evrópu fannst á Spáni og er talinn vera frá 13. öld. Þekkt er að sjómenn á Írlandi notuðu ullarpeysur sem gerðar voru úr óþveginni ull sem innihélt ennþá hina náttúrulega ullarfitu lanolín. Lanolínið gerir það að verkum að peysan hrindir frá sér vatni og hentar því mjög vel úti á sjó. Íslenska ullin er ekki eins feit og sú írska, en sérstaða hennar er að hún er með tvenns konar þræði. Ytri þræðirnir kallast tog og eru langir og harðgerir. Innri þræð- irnir kallast þel og eru fíngerðir, mjúkir og einangrandi. Íslenska ullinn var aðalefniviður í klæðnaði Íslendinga á landnáms- öld og lengi eftir það. En íslenska lopapeysan sem við þekkjum í dag, þessi með hringlaga munsturbekk yfir axlirnar, á sér aftur á móti mun styttri sögu. Hún kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en á sjötta áratug síðustu aldar. Til að byrja með var hún eingöngu í íslensku sauðalitunum, hvítum, svörtum, gráum og brúnum en aðrir litir og nýjar útfærslur á mynstri hafa bæst við á undanförnum ára- tugum. Það finnst varla sá Íslendingur sem ekki á íslenska lopapeysu en þær hafa einnig verið mjög vin- sælar meðal erlendra ferðamanna sem borga gjarnan háar fjárhæðir fyrir þær. Ullin stendur fyrir sínu Ull hefur verið notuð í föt frá því árið 3000 fyrir Krist eða frá upphafi siðmenningar. Hún er ein- angrandi frá náttúrunnar hendi, hrindir frá sér vatni, endist lengi og ver fólk gegn kulda og hita. Íslenska lopapeysan er vinsæl en á sér ekki mjög langa sögu. NORDICPHOTOS/GETTY Hin hefð- bundna íslenska lopapeysa er með hringlaga munsturbekk yfir axlirnar. NORDICPHOTOS/ GETTY Það finnst varla sá Íslendingur sem ekki á íslenska lopa- peysu, hún er einnig vinsæl meðal ferða- manna N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Sófasett Borðstofuborð Stólar Skenkar/skápar Hvíldarstólar Kommóður/hillur o.m.fl. Komið og skoðið úrvalið GLOBL VIKTOR Hvíldarstóll BELLUS VISBY Hornsófi KRAGELUND OTTO KRAGELUND K371 Kragelund stólar K 406 Ami Grace Manning Highrock Kelsey 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.