Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 58
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ragna Friðriksdóttir lést sunnudaginn 6. október síðastliðinn. Útför hennar fer fram mánudaginn 14. október kl. 11 frá Digraneskirkju. Fjölskyldan. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Guðríður Helga Magnúsdóttir Túngötu 36, Reykjavík, lést þriðjudaginn 8. október. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. október kl. 13. Þórir Ragnarsson Sigurður Thoroddsen Ingibjörg Þórisdóttir Guðmundur Möller Ragnar Þórisson Jósef Magnússon Jakob H. Magnússon Valgerður Jóhannsdóttir og barnabörn. Okkar kæri Hafsteinn Þorvaldsson Freyjugötu 47, lést á heimili sínu þann 3. október. Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 17. október kl. 13.00. Aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eyjólfur G. Jónsson Arnarfelli, Mosfellsbæ, lést hinn 3. október síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Eir. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inga Jóna Sigurðardóttir Eyþór Eyjólfsson Eyjólfur M. Eyjólfsson Hugrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Júlíus Pétur Bergsson fiskimatsmaður Stórholti 9, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 22. september 2019. Útförin fer fra frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. október kl. 13.30. Anna Jónína Þorsteinsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Jóhanna Kristjánsdóttir Gnoðarvogi 20, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 3. október. Útförin verður auglýst síðar. Kristjana G. Magnúsdóttir Egill Jónsson Erla G. Magnúsdóttir Helgi M. Magnússon Ingunn G. Björnsdóttir Hafdís Magnúsdóttir Hjörleifur L. Hilmarsson Jóna Björg Magnúsdóttir Smári Magnússon Regína Ásdísardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Garðar Sigurðsson vélvirkjameistari, Herjólfsgötu 32, áður Köldukinn 26, Hafnarfirði, andaðist á Líknardeild Landspítalans 7. október. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 18. október kl. 13.00. Erla Elísabet Jónatansdóttir Jónatan Garðarsson Rósa Sigurbergsdóttir Jenný Garðarsdóttir Arnór Friðþjófsson Erla Björg Garðarsdóttir Arnlaugur Ólafsson Hrafnhildur Garðarsdóttir Sigurjón Þórðarson Kristín Garðarsdóttir Hlynur Guðjónsson Drífa Garðarsdóttir Ármann Úlfarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sonja Backman Fjölnisvegi 15, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans laugardaginn 5. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Birgir Ísleifur Gunnarsson Björg Jóna Birgisdóttir Már Vilhjálmsson Gunnar Jóhann Birgisson Sveinbjörg Jónsdóttir Ingunn Mjöll Birgisdóttir Viktor Gunnar Edvardsson Lilja Dögg Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Kjartans Konráðs Úlfarssonar Boðaþingi 24, Kópavogi Sérstakar þakkir til starfsfólks. Boðans, Hrafnistu Kópavogi. Margrét Andersdóttir Anders Kjartansson Dagbjört Þuríður Oddsdóttir María Ingibjörg Kjartansdóttir Andrés Eyberg Jóhannsson Úlfar Kjartansson Ingunn Heiðrún Óladóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, Björn Sævar Ástvaldsson framkvæmdastjóri, Langholtsvegi 24, lést á Landspítalanum 30. september sl. Útför fer fram frá Áskirkju mánudaginn 14. október kl. 13. Kristín Rós Andrésdóttir Svanfríður Steinsdóttir Brynleifur Birgir Björnsson Ingibjörg Ösp Magnúsdóttir Sandra Rós Björnsdóttir Birna Karen Björnsdóttir Bjarki Hjálmarsson Dagmar Þorsteinsdóttir Magnús J. Magnússon og barnabörn. Hekla Dögg Jónsdóttir my nd l ist a rkona er fimmtíu ára og einum degi betur og ætlar að halda upp á tímamótin um aðra helgi með list- viðburði í léttum dúr. Hún er í smá pásu frá kennslu í mynd- listardeild LHÍ í Laugarnesinu og gefur sér tíma í smá spjall. Er fyrst spurð hvenær hún hafi ákveðið að verða listamaður. „Það kom smátt og smátt. Ég hafði alltaf gaman af myndmennt í barnaskóla og að búa hluti til. Fannst ég samt ekkert besti teiknarinn á svæðinu en hélt þá að það væri mikilvægast í myndlist. Var á tímabili að hugsa um að fara í gullsmíði eða iðnhönnun en í stað þess að fara í Iðnskólann ákvað ég að fara í listadeild Fjölbrautar í Breið- holti. Þar áttaði ég mig á hvað frelsið var mikið í myndlistinni. Umfjöllunarefnið, stefnan og efnið, þessu öllu ræður lista- maðurinn og ég verð alltaf þakklát FB fyrir að opna augu mín fyrir því. Það er bara ekki nægur tími til að láta allar hugmyndir verða að veruleika!“ Hekla Dögg var ráðin prófessor við LHÍ 2012 en hafði verið stundakennari áður. „Ég var viðloðandi deildina frá því ég kom úr námi í Kaliforníu og mér fannst strax gaman að kenna. Það var líka frábær leið fyrir mig til að komast inn í myndlistarsenuna og samfélagið.“ Innt eftir eftirminnilegum afmælum frá bernsku kveðst Hekla Dögg eiga mjög listræna móður, Þrúði Helga- dóttur, sem hafi látið eftir henni ýmsar óskir í sambandi við afmæliskökur. „Í eitt skiptið vildi ég fá hlaupköku úr jelly og við krakkarnir lékum okkur aðallega að hlaupinu. Í annað skipti bað ég um tertu á mörgum hæðum og úr varð alger regnbogakaka hjá móður minni. Þannig að ég tengi afmælin við mjög sjónrænar tertur!“ Ætlar hún kannski að panta eina hjá mömmu núna? „Ég veit ekki hvort ég fer að ónáða hana en hún kemur sterk inn í afmæli barnabarnanna.“ gun@frettabladid.is Verð alltaf þakklát FB Hin fimmtuga Hekla Dögg Jónsdóttir, prófessor við Listaháskólann, tengir minningar sínar um afmæli í æsku við ævintýralegar afmælistertur úr smiðju móður sinnar. „Ég hafði alltaf gaman af myndmennt í barnaskóla og að búa hluti til,“ segir Hekla Dögg. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.