Fréttablaðið - 19.10.2019, Side 33

Fréttablaðið - 19.10.2019, Side 33
D-víta mín er nauðsyn legt fyr ir heil brigt tauga kerfi, heila, hjarta og æðakerfi. Það er nauðsyn legt fyr ir húðina, bein in, sjón ina og heyrn ina svo nokkuð sé nefnt og það ver okk ur fyr ir al var leg um sjúk- dóm um. Skortur D-vítamíns þegar kemur á fullorðinsár getur valdið beinþynningu, beinmeyru, vöðvarýrnun og tannskemmdum. Rannsóknir gefa einnig sterkt til kynna að D-vítamín sé í raun grundvallarefni til að viðhalda heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma en vitað er um a.m.k. 100 mis- munandi sjúkdómseinkenni eða sjúkdóma sem tengjast D-víta- mínskorti. Magaverkjaköst vegna skorts „Rakel Ósk er hress og kát 10 ára fimleikastelpa sem vanalega er heilsuhraust. Í nóvember 2018 byrjaði hún svo að veikjast en það lýsti sér fyrst og fremst í maga- verkjaköstum þar sem versta kastið varði í þrjár vikur. Hún fór til meltingarsérfræðings sem tók hana í alls kyns rannsóknir og það eina sem kom út úr því var að hún var langt undir mörkum í D-vítamíni. Gildið var aðeins 25 nmól/l en eðlilegt er að vera á bilinu 50 til 150 nmól/l,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsu- markþjálfi hjá Artasan. Gildin ruku upp á 4 vikum „Rakel Ósk þurfti því að taka sterkan D-vítamínskammt sam- kvæmt læknisráði til að ná upp gildunum og mælti læknirinn með 3000 einingum á dag. Rakel Ósk er eins og mörg börn (og jafnvel fullorðnir) með að finnast vont að gleypa töf lur þannig að þeim mæðgum var bent á DLúx 3000 munnúðann í apóteki og fannst Rakel ekkert mál að úða upp í sig einu sinni á dag. Fjórum vikum síðar fór hún svo í blóð- prufu og læknirinn ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. Gildin voru komin í 98 nmól/l og taldi hann þetta örugglega vera met í bætingu og hvatti til þess að passa áfram upp á inntöku til að viðhalda gildunum. Rakel er öll önnur í dag, er sjálfri sér lík og hefur ekki fengið magaverk aftur.“ D-vítamínskortur á norðlægum slóðum „Sérfræðingar við Friedman School of Nutrition Science and Policy hafa birt rannsóknir sem gerðar voru á skólabörnum í Boston og sýndu að allt að 90% þeirra þjáðust af D-vítamín skorti. Einnig kom þar fram að þeir sem eru í of þyngd, með dökka húð og/eða lifa á norðlægum slóðum þjáist oftar af skorti en aðrir. Í framhaldi af þessu var skoðað hvað það þyrfti mikið magn í dag- legri inntöku af D-vítamíni til að hækka gildin hjá þeim börnum sem mældust með skort. Í ljós kom að stærstur hluti barnanna þurfti að taka 2000 a.e. (alþjóðlegar einingar) af D-vítamíni í 6 mánuði til að ná ásættanlegum gildum en hámarksskammtur fyrir 9 ára og eldri er 4000 a.e. á dag. Þetta segir okkur að ef um D-vítamín skort er að ræða, dugir ekki að taka bara ráðlagðan dagsskammt, enda eru þeir hugsaðir til að viðhalda þeim gildum sem fyrir eru, ekki til að hækka þau.“ Hvar fáum við D-vítamín? „Þetta vítamín er ekki eins og önnur vítamín sem við getum fengið úr fjölbreyttri fæðu en aðeins um 10% af D-vítamíni kemur úr matnum. Sólin er helsta og besta uppspretta D-vítamíns en það verður til í líkama okkar vegna áhrifa UVB-geisla sólarinn- ar á húðina. Þetta gerist eingöngu þegar hún er mjög hátt á lofti og ef hún skín á stóran hluta líkamans. Því getur verið erfitt fyrir fólk á norðlægum slóðum að tryggja sér nægilegt magn nema rétt yfir hásumarið, um hádegið þegar sól er hæst á lofti og þá má ekki nota sólarvörn. Gott ráð er að leyfa sólinni að skína á líkamann í um 20 mínútur án varnar en þannig er vænn skammtur af D-vítamíni tryggður. Landlæknisembættið hvetur fólk til þess að taka D-víta- mín sérstaklega í formi bætiefna því eins og áður kom fram er það okkur lífsins ómögulegt að fá það úr fæðunni eða frá sólinni nema í takmörkuðum mæli,“ segir Hrönn. Af hverju DLúx í úðaformi? l Munnúði tryggir hraða og mikla upptöku því vítamínið seytlar gegnum slímhúðina í munn- inum og beint út í blóðrásina. l Mörgum finnst erfitt að taka inn töflur og svo getur melt- ingin verið undir álagi eða ekki alveg í lagi af ýmsum ástæðum en með munnspreyinu förum við fram hjá meltingarkerfinu. l DLúx hentar grænmetisætum og sykursjúkum sem og þeim sem eru á glútenlausu fæði. Læknirinn sagði að ég þyrfti miklu meira D-vítamín DLúx 3000 munnúðinn hækkaði D-vítamíngildin hjá Rakel Ósk á methraða og kom heilsunni í lag. Einungis 4 vikur þurfti til að ná upp í vel ásættanleg gildi og það með bara einum úða á dag. Rakel Ósk þurfti að taka sterkan D-vítamínskammt samkvæmt læknisráði til að ná upp gildunum og mælti læknirinn með 3.000 einingum á dag. DLúx munnsprey tryggir hámarksupptöku. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að fá miklu meira D víta- mín. Mér finnst ekki gott að taka töflur og fékk því DLúx 3000 munnúða. Hann er ekki vondur á bragðið og ekki sterkur og létt að taka hann, bara eitt sprey á dag. Mér líður miklu betur eftir að ég byrjaði að taka úðann. Rakel Ósk, 10 ára Inntaka á glúkósamíni eykur framboð þess í líkamanum sem þýðir að viðgerðarhæfni hans eykst umfram það sem annars væri mögulegt. Kondtrótín súlfat er byggingarefni brjósks og er það því ásamt glúkósamíni afar góð blanda fyrir liðina. Dagsskammtur inniheldur 1000 mg af glúkósamíni og 200 mg af kondrótíni ásamt engifer, túrmerik, C-vítamíni og rósaldin (rosehips). Glucosamine & Chondroitin Complex Fæst í Lyf og Heilsu, Apótekaranum og flestum stórmörkuðum. Efni sem bæklunarlæknar mæla með Nú loksins til á Íslandi FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 1 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.