Fréttablaðið - 19.10.2019, Síða 86

Fréttablaðið - 19.10.2019, Síða 86
Lína Langsokkur, fullu nafni Sig-urlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, er ein frægasta per- sóna sænska höfundarins Astrid Lindgren. Astrid Lindgren bjó Línu til árið 1941 þegar dóttir hennar, Karin, var veik. Móðirin var að reyna að stytta henni stundir með því að segja henni sögur af uppátækjasamri stúlku. Karin vildi að stúlkan héti Pippi (Lína er bara íslenska nafnið) og Astrid féllst á það. Astrid Lindgren vildi gefa sög- urnar út á bók og fyrsta sagan kom út árið 1945. Bækurnar um Línu urðu mjög vinsælar og hafa verið þýddar á meira en 70 tungumál. Lína er meira að segja á sænska 20 króna seðlinum ásamt Astrid Lind- gren sjálfri. Á næsta ári kemur út glæný kvik- mynd um Línu í tilefni þess að þá verða 75 ár frá því fyrsta bókin um Línu kom út. Lína Langsokkur er stelpa sem flytur inn í stórt hús ásamt apanum sínum Herra Níels og hestinum sínum sem virðist ekki hafa fengið Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur Snædís Eva Hillers spilar fótbolta með KR. Hún vill verða hjúkrunar- fræðingur þegar hún verður stór og henni fannst fyndið þegar pabbi hennar brann í sólinni þegar hún fór í frí til Spánar. Hvað ert þú gömul? Ég varð fimm ára um daginn og Unnur er tveggja ára. Hver er Unnur? Unnur er litla systir mín. Hún er tveggja ára en stundum segir hún að hún sé þriggja ára. Þá segi ég: Nei, Unnur, þú ert tveggja ára. Ert þú í leikskóla? Hvað heitir leikskólinn þinn? Já, hann heitir Mánagarður. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þar? Að spila. Bara spila spil. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera heima? Mér finnst gaman að lita uppi á háalofti en þegar Unnur vill lita þá má hún tússlita. Hver eru uppáhaldsdýrin þín? Kisa og eitthvað ljón og sebrahestur því þeir eru svo flottir. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hakk og spaghettí. Hver eru þín áhugamál? Mér finnst gaman að spila fótbolta og lesa og líka dansa við tónlist. Hvar spilar þú fótbolta? Ég spila fótbolta með KR. Hvaða bækur eru í uppáhaldi? Uppáhalds eru prinsessubækur og líka bókin um krókódílinn en hann kemur út úr bókinni. Hvernig tónlist? Ronja og líka Lína Langsokkur. Átt þú þér uppáhaldsleikfang og þá hvert? Hvolpasveitin! Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Hjúkrunarfræðingur alveg eins og mamma. Mig langar að hjálpa fólki. En ég er ekki orðin hjúkrunarfræðingur. Núna er ég bara að bíta smá í appelsínu. Hvenær fórstu síðast í frí? Það er mjög langt síðan, alveg í ágúst. Ég fór til Spánar. Mér fannst skemmti- legast að leika við Teodoro (litli frændi Snædísar sem býr á Spáni) og Unni og mér fannst skemmtilegt að fara á ströndina. Pabbi minn brann í sólinni og það var fyndið. Ætlar að verða hjúkrunarfræðingur Langt er síðan Snædís Eva fór síðast í frí – alveg í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MIG LANGAR AÐ HJÁLPA FÓLKI. EN ÉG ER EKKI ORÐIN HJÚKRUNAR- FRÆÐINGUR. NÚNA ER ÉG BARA AÐ BÍTA SMÁ Í APPELSÍNU. „Við þurfum auðvitað ekkert að leysa þessa eldspýtnaþraut,“ sagði Kata. „Róbert er örugglega löngu búinn að því.“ Róbert varð hálf kindarlegur á svipinn við þessi orð. „Skrifaðir þú ekki líka bók um eldspýtnaþrautir þarna um árið,“ bætti hún við glottandi. „Svona nú,“ sagði Lísaloppa. „Hættu að stríða Róberti, hann getur reynt að leysa þessa þraut eins og við.“ „Er það ekki Róbert?“ bætti hún við. „Jú, jú,“ sagði Róbert. „Getum við ekki bara öll reynt að leysa hana?“ Það var langt síðan það hafði verið svona mikill sáttatónn í rödd Róberts. Konráð á ferð og flugi og félagar 374 Getur þú leyst þessa eldspýtna- þraut? ? ? ? „Jæja,“ sagði Lísaloppa. „Svona er þrautin“ „Getur þú tekið burtu tvær eldspýtur svo eftir verði bara tveir ferningar?“ Á NÆSTA ÁRI KEMUR ÚT GLÆNÝ KVIKMYND UM LÍNU Í TILEFNI ÞESS AÐ ÞÁ VERÐA 75 ÁR FRÁ ÞVÍ FYRSTA BÓKIN UM LÍNU KOM ÚT. Hér er Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverki Línu árið 1995. neitt nafn heldur er alltaf kallaður hestur. Lína er mjög líkamlega sterk og getur lyft hestinum sínum upp fyrir höfuðið á   sér. Lína er mjög sjálfstæð og býr ein í húsinu sínu en kynnist börnum í nágrenninu sem heita Anna og Tommi og lendir í ýmsum ævintýrum með þeim. Móðir Línu lést stuttu eftir fæð- ingu Línu og pabbi Línu er sjóræn- ingi sem hefur lítil afskipti af henni. 1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.