Hlynur - 15.10.1956, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.10.1956, Blaðsíða 7
SONGDISIR Samvinnutrygginga Söngdísir Samvinnutrygginga; Herdís (t. h.) og Ingibjörg. Myndin var tekin er þær komu fyrst fram í Austurbæjarbíói. Þessar ungu og fallegu stúlkur, sem báðar starfa í Samvinnutryggingum, hafa að undanförnu vakið á sér athygli fyrir dægurlagasöng. Þær heita Herdís Björnsdóttir og Ingibjörg Leifsdóttir og komu fyrst fram hjá Ráðningaskrifstofu skemmtikrafta í Austurbæjarbíói fyrir nokkru síðan. Það er ekki heiglum hent að koma fram fyrir hundruð manna og syngja opinberlega í fyrsta sinni, hafandi notið lítillar æfingar; eina veganestið fram á sviðið er sú sannfæring, að röddin sé góð, og er það nú raunar þó nokkuð lífakkeri. Frá því að þær komu fyrst fram hefir Herdís sungið nokkuð víða, meðal annars á skemmtun hjá Starfsmannafé- lagi SIS, sem haldin var í Tjamarkaffi. Notaði Hlynur þá tækifærið og ræddi örlitla stund við Herdísi, sem brázt hin bezta við og leyfði honum að birta eft- irfarandi samtal. — Hvenær fórstu fyrst að syngja Herdís? — Á Kynnningarkvöldinu í Austurbæjarbíói, segir hún og hlær. — Hafirðu aldrei komið fram áður? — Nei, ekki nema einu sinni í heimavist- arskóla úti á landi. — Hvar var það? — Vestur á Núpi, en það fór allt í handaskolum. Eg missti textabókina á gólfið, var þá byrjuð að syngja, en kunni ekki textann, varð að hætta og beygði mig eftir bókinni og byrjaði aftur. Hin- ar tvær, sem með mér áttu að syngja, urðu svo skelfdar að þær komu ekki upp orði! En ég þraukaði út lagið og hefi síðan haldið fast í bókina. — Það er nú það, en varstu ekki taugaóstyrk. þegar þú komst fram í bíóinu? — Nei, ég hafði verið hrædd lengi áður, en þegar stundin loksins rann upp, þá var hræðslan gleymd fyrir spenningnum. — Þú hefir komið víða fram síðan, berzt þér alltaf tilboð um að syngja? — Já, ég er stundum beðin um að syngja á skemmtunum, þar að auki hefir mér boðist söngstörf hjá tveimur danshús- um, en ég hefi ekki ákveðið mig enn. Sannast sagna þykir mér bezt að vera hvergi ráðin, en syngia þegar vel liggur á mér. Eg er svo ung og vil hvergi vera bundin, en tilboðin eru freystandii og hver veit hvað maður gerir. Stundum (Frh. á bls. 12)

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.