Hlynur - 15.12.1961, Page 2

Hlynur - 15.12.1961, Page 2
STARFSALDURSMERKI S.Í.S. Fátt er fyrirtækjum nauðsynlegra en góðir starfsmenn, er helga þeim starfsaldur sinn og vaxa að leikni með ári hverju. Fer því vel á að slíkra manna sé minnst af þeirri virðingu, er samræmist trúrri og hagsælli þjónustu þeirra. Nú hefur Samband íslenzkra sam- vinnufélaga tekið upp þá nýbreytni, að sæma starfsmenn þá, er unnið hafa hjá fyrirtækinu í 40 og 25 ár, sérstökum heiðursmerkjum úr gulli og silfri. Eru gullmerki veitt fyrir 40 ára starf, en silfurmerki fyrir 25 ára. Bæði merkin eru stafirnir SÍS á kringlóttum fleti, og prýðir mynd af þeim að þessu sinni forsíðu Hlyns. Um teikningu síðunnar sá Ingvi Magnússon. Af hálfu Sambandsins hefur ekk- ert verið til sparað, að þessi vottur þakklætis og virðingar til handa starfsmönnum þess yrði þeim sem eftirminnilegastur. Þannig verða nöfn og æyiágrip þeirra, er merkin hljóta, skráð í tvær bækur, Gullbók SÍS, er ætluð er 40 ára starfsmönnum, og Silfurbók SÍS, er geyma mun skrá yfir handhafa silfurmerkja. Bækurn- ar eru hinar vönduðustu að gerð, í litlu kvartóbroti, 300 síður hvor og bundnar í geitarskinnsband í dimm- bláum lit. Utan á fremri kápusíðu beggja bókanna er smellt afsteyp- um merkjanna í stækkaðri mynd. Eru afsteypurnar báðar úr skírum málmi. Þá eru í bókunum titilblað og formáli, hvorttveggja skrautritað gotnesku letri. Starfsaldursmerkin voru í fyrsta sinni afhent á árshátíð Sf/SÍS að Hótel Borg þann 18. nóvember s. 1., og má með sanni segja, að fagn- aðurinn hafi náð hámarki sínu með þeirri athöfn, enda var hún öll hin virðulegasta. Mælti forstjóri fyrst nokkur orð og skýrði tilgang stjórnar SÍS með nýbreytni þessari, og upp- lýsti ennfremur, að auk merkjanna hlytu handhafar þeirra peningaupp- hæð, er samsvaraði eins mánaðar kaupi, og heiðurslaunum auk heiðurs- skjals. Gengu síðan þeir, er merkin hlutu, hver af öðrum fyrir forstjóra, er las upp æviágrip hvers og eins, afhenti þeim merkin ásamt heiðurs- launum og heiðursskjali og vottaði þeim þakkir fyrir störf þeirra í þágu Sambandsins. í þetta sinn voru tveir menn sæmdir gullmerkjum, þeir Hallgrím- ur Sigtryggsson, starfsmaður félaga- eftirlits og Pétur Jónsson, Fjármála- deild. Handhafar silfurmerkja eru hinsvegar sextán að tölu, og birtast myndir af þeim öllum, ásamt nöfn- um og starfsaldri, á næstu opnu. Þeir eru þessir: Helgi Pétursson, fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar, Harry Frederiksen, framkvæmdastjóri Iðn- aðardeildar, Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Innflutningsdeild- ar, Helgi Jónsson, starfsmaður hjá Reykhúsi og Garnastöð SÍS, Víglund- ur Guðmundsson, bifreiðarstjóri, Sig urgrímur Grímsson, verkstjóri í Vörugeymslum SÍS, Einar Jónsson, gjaldkeri, Ólafur Sigurðsson, af- greiðslumaður hjá Afurðasölu SIS, Leifur Þórhallsson, deildarstjóri í Innflutningsdeild, Ólafur Þórarins- son, starfsmaður í Véladeild, Þórar- inn Jóhannesson, afgreiðslumaður á Búsáhaldalager, Hermann Þorsteins- son, fulltrúi forstjóra, Björn Gunn- arsson, forstöðumaður Innkaupa- deildar, Ásgeir Jónsson, deildar- Framhald á bls. 5- 2 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.